Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 2
I’ÍMINN Laugardagur :i«. desember 1972 TRÚLOFUNAR- HRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HA L L D Ó R Skólavörðustig 2 ■ Hlli 9 Mm VIDAMIKID IIKI.GIIIALD Enn ein jólahátiðin er á enda runnin, nema hjá þeim sem halda þrettán daga jól, en þeir eru lik- lega fáir. Menn hafa hlustað á fjálgar ræður um mannkærleika og samhjálp manna i millum og þess á milli borðað og sofið og vaknað til að borða og sofa. Það er furðu algengt að heyra fólk anda lóttar að afstaðinni jólahátið og segja sem svo, að mikið sé nú gott að þetta sé af- staðið. A jólunum hvilir fólk sig eftir umstangið fyrir jólin og að jólum loknum tekur dálitinn tima að jafna sig eftir jólahaldið sjálft. Hér hefur eitthvað farið öðru visi en ætlað hefur veriö. Það er reyndar ekki ný bóla, að vakið sé máls á þessu og allir virðast samþykkir þvi, að jóla- hald nú til dags sé allt of iburðar mikið og kaupskapurinn gangi allt of langt. Þrátt fyrir það er fjarri þvi að úr dragi, heldur þvert á móti. Kaupmönnum ber saman um, að aldrei hafi verið meira verzlað, en fyrir þessi jól og raunar hafi það verið svo lengi, að jólaverzlunin hafi vaxið Flugeldamarkaður 'rrnj^raracrJL Menntamálaráðuneytið, 22. desember 1972. Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa tslending- um til háskólanáms i Danmörku námsárið 1973-74. Einn styrkjanna er einkum ætlaður kandidat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 1.384 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. febrúar 1973. Umsókn fylgi staðfest afrit af prófskirteinum ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. — Sérstök ' umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Flugíreyjur LOFTLEIÐIR H.F. ætla frá og með maímánuði 1973 að ráða allmargar nýjar flugfreyjur og flugþjóna til starfa. í sambandi við væntanlegar umsóknir, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu — eða verði 20 ára fyrir 1. júli 1973 og ekki eldri en 26 ára. Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáll. 2. Likamsþyngd svari til hæðar. 3. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskelð f febrúar/marz n.k. (ca. 5 vikur) og ganga undir hæfnispróf að þvi loknu. 4. Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. 5. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. 6. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá félaginu, skulu hafa borlzt starfsmannahaldi fyrir 7. janúar n.k. 7. Umsóknareyðublöð fást I skrifstofu félagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum úti um land, og skulu hafa borizt starfsmannahaldi, Reykjavíkur- flugvelli, fyrir 7. janúar n.k. ár frá ári. Ég veit af eigin reynslu úr starfi minu, sem afgreiðslu- stúlka, að þetta er rétt. Og verzlunin fyrir þessi jól var miklu meiri en i fyrra. Samt er meira en nokkru sinni blöskrast yfir efna- hagsvandræðum. ,,Allt er i kalda- koli”, segja menn og stynja und- an okinu. Um leið halda þeir jólin með þvilikri reisn að aldrei hefur annað eins þekkst. Maður gæti haldið að sú gamla búmanns- speki, að menn eigi að sniða sér stak,k eftir vexti sé gleymd og grafin. Annað hvort hafa menn næg fjárráð og hafa aldrei getað veitt sé annað eins, eða þá að fólk lætur auglýsendur draga sig á asnaeyr- unum eins og þeim þóknast. Ég hallast að þvi fyrrnefnda þótt ég viti að máttur auglýsinga sé mik- ill. íslendingar hafa mikil fjár- ráð, þrátt fyrir allt harðindahjal- ið. Þeir veita sér það, sem þeir vilja, undantekningarlitið. Þótt við minnumst sveltandi þjóða svona fyrir siðasakir, þá sýnum við litla samúð i verki og það er það eina, sem sveltandi þjóðir varðar um. Við þurfum raunar ekki að fara út fyrir landsteinana. Það eru margir hér á landi, sem þarfnast meiri umhyggju en við sýnum þeim. En það er segin saga, að þegar gera á eitthvert átak til að bæta úr þvi, þá tekur það kvenfé- lög og góðgerðastofnanir mörg ár að öngla saman krónum til styrktar, og hrekkur sjaldnast langt. Það hefur upp á siðkastið verið mikið vandamál á Islandi að skapa konum aðstöðu til að fæða börn svo dæmi sé nefnt. Þá eru gamalmenni ekki litill baggi á velferðar þjóðfélaginu og vand- fengin hver krónan sem nota á til að bæta aðstöðu þess. Það er þvi ekki um það að ræða að fólk neyðist til að halda iburðarmikil jól til að koma pen- ingunum sinum i lóg, það er hægt að nota þá til annars. Ég efast ekkert um að fjöldi fólks mælir af heilum hug, þegar það talar um að einfaldleikinn sé horfinn úr jólahaldinu og finnst að íburður- inn gangi út i öfgar. En einfald- leikinn kostar minni peninga en iburðurinn, og hvi skyldi fólk þá ekki veita sér hann. Afgreiðslustúlka. Ílögfræði- "l j SKRIFSTOFA j | Vilhjálmur Amason, hrl. j Lckjargötu 12. | Idðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Slmar 24635 7 16307. I Op/ð til kl. 10 í kvöld r r r Snjókeðjur til sölu á flestar stærðir hjólbarða Gerum við gamlar snjókeðjur Setjum keðjur undir bíla FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA GÚMMIVNNUSTOFAN HF SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.