Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. desember 1972 TÍMINN 3 Timamynd —GE Þessi mynd var tekin við gjaldskýlið i Straumi Á næsta ári stanza menn ekki lengur við Straum Erl—Reykjavík. Nú um áramótin fellur úr gildi reglugerð um innheimtu umferöar- gjalds af bifreiðum og öðrum ökutækjum, sem akaum Reykjanesbraut. Eftir kl. 12 á miðnætti á gamlárskvöld verður því öllum ökutækjum frjáls hindrunarlaus umferð um veginn. Gjaldskýlið mun þó standa eitthvað enn.og breytingar verða ekki gerðar á veginum, þ.e.a.s. umferðareyjan verður ekki fjarlægð, fyrr en á vori komanda, ef þá verður ekki búið að samþykkja upptöku nýs gjalds, en frumvarp þar að lútandi liggur nú fyrir alþingi. Innheimta veggjaldsins hófst 26. október 1965, en siðan fyrsta heila árið, eða 1966, sem innheimtan fór fram, hefur umferð á Reykjanesbraut aukizt um 64%, eða úr 1369 bilum á dag að meðaltali i 2241 á þessu ári. A sama tima hafa nettótekjur af gjaldinu vaxiö úr 12,1 milljón 1966 i um 18 milljónir á þessu ári. Þeim hefur verið varið til greiðslu afborgana og vaxta af lánum þeim, sem i upphafi voru tekin til vegageröarinnar. Ekki er að efa, að Suður- nesjabúar og aðrir þeir, sem oft eiga leið um veginn, taka niðurfellingu gjaldsins fagn- andi, en ekki er vist, að hið sama verði sagt um alla þá, sem hossast dag eftir dag á hinum dæmigerðu islenzku vegum. Margir þeirra vildu áreiðanlega borga 40 eða 50 krónur fyrir að fá að aka svo sléttan vegarspotta og spara með þvi slit á ökutækjum sinum, sem vafalaust nemur ekki langt frá þeirri upphæð. Kaupgreiðslu- vísitala fyrir janúar og febrúar Samkvæmt útreikningi Kaup- lagsnefndar skal á timabilinu 1. janúar til 28. febrúar 1973 greiða 17% verðlagsuppbót á laun, eða óbreytta frá þvi, sem gilt hefur siðan 1. júni 1972. Er þetta niður- staða útreiknings á kaupgreiðslu- visitölu fyrir þessa tvo mánuði, sem mælt er fyrir um i lögum nr. 100, 28. desember 1972, en þau voru samþykkt á Alþingi 21. þ.m. Útreikningur þessi er i aðal- atriðum sem hér segir: Við gild- andi kaupgreiðsluvisitölu, 117 stig, leggjast 2,5 stig, sem laun- þegar eiga eftir að fá verðbætt, en hins vegar koma hér til frá- dráttar 0,8 stig, er eigi skulu verðbætt samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Einnig kemur til frádráttar eitt visitölustig vegna ákvæða i siðari málsgrein 1. greinar i fyrr nefndum lögum. Þar er Kauplagsnefnd heimilað að meta allt að einu visitölustigi þá hagsmuni, ,,sem launþegar geta talizt hafa af þvi, að fram verði haldið að fullu niðurgreiðslu búvöruverðs, samkvæmt bráða- birgðalögum um timabundnar efnahagsráðstafanir frá 11. júli 1972, mánuðina janúar og febrúar 1973. Þetta skal þó ekki metið til meira en 1 stigs lækkunar kaup- greiðsluvisitölu”. Kauplagsnefnd mat þessa hagsmuni þannig, að rétt væri að nota þessa heimild að fullu, og kemur þvi eitt visitölu- stig, ásamt 0,8 stigum, til frá- dráttar 119.5 stigum ( þ.e. 117 + 2.5 stigum). Fást þá 117,7 stig. Rikisstjórnin ákvað að auka fjölskyldubætur i janúar og febrúar 1973 sem svarar mismun 117.7 stiga og 117.0 stiga, enda skal samkvæmt 1. gr. fyrr nefndra laga taka tillit til sliks við útreikning þennan. Helzt þvi verölagsuppbót óbreytt 17%, eins og áður segir. Hækkun þessi á fjölskyldubótum er sem svarar 1320 kr. með hverju barni á árs- grundvelli. Rændu tómum peningaveskjum ÍZ Þrir menn kærðu rán i Reykjavik i fyrrinótt. Voru sömu ræningjarnir að verki i öllum tilfellunum. Það eru fjórir ungir menn, allir um tvitugsaldur og allir nýkomnir frá Litla-Hrauni. Voru þeir handteknir um nóttina, tveim var sleppt lausum i gær, en hinir úr- skurðaðir i gæzluvarðhald. Ráðizt var á mann utan viö Hábæ milli kl. 23 og 24. Arásarmennirnir fjórir héldu honum meðan þeir náðu veskinu úr vasa hans. Milli kl. 24og 1 e.m. var ráðizt á annan mann i Grjótagötu, og fékk hann sömu útreið. Klukkan að verða 2 um nóttina kærði sá þriðji yfir þvi aö hafa verið rændur. Voru ungu mennirnir fjórir heima hjá honum og varð eitthvert missætti, sem endaði meö handalögmálum og meintu ráni. Enginn mann- anna, sem ráðizt var á, er meiddur eftir átökin. En veskin voru tekin af þeim, en skemmst er frá að segja, að þau voru öll tóm og þeir rændu félausir og eru nú auk þess buddulausir. Höfðu þvi fram- kvæmdamennirnir fjórir litið upp úr ránum sinum annað en gistingu i fangageymslum ÞEGAR SIGLT VAR Á ÓÐIN Myndirnar voru teknar i vikunni, eftir að brezki togarinn Brucella H- 291 sigldi aftan á varöskipið Óðin, innan 50 mílna markanna út af Austfjörðum. Svo sem sjá má á efri myndinni, þá skemmdist Óðinn sem betur fer ekki mikið, og má efiaust þakka það snarræði varðskips- manna, sem reyndu að forða árekstri. A neðri myndinni má sjá hvar tveir af tíu togurum sigla f humátt á eftir Óðni siðar um daginn, en um stund virtist svo sem togaraflotinn, sem varðskipin höfðu verið að stugga við, ætlaði að sigla bæði óðin og Ægi niður. i báðum þessum tilvikum kom I Ijós, að þörf er á,að varö- skipin scu bæði lipur i snúningum og gangmikil, þvi annars er ekki að vita livað æstir brezkir togaraskipstjórar geta gert. (Ljósm. Landhelgisgæzlan) „Albanska” í Alþýðublaðinu Það þótti þægilegt, hér einu sinni hjá Rússum, aö skamma Albani, þegar beina þurfti skeytum til Kina. Leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins notaði þessa aöferð i gær og skammaði Fram- sóknarflokkinn heiftúðlega og þó sérstaklega ráðherra flokksins. Hefur Alþýðublaðið svo þungar áhyggjur yfir þvi að Framsóknarflokkurinn sé að falla i áliti með kjósendum landsins, að með eindæmum má telja og er það vist, að Alþýöublaöiö hefur aldrei i annan tima sýnt annan eins áhuga á eflingu Framsóknar- flokksins og birtist i þessum leiðara. Astæðan til þessarar óvæntu umhyggju fyrir vexti og viö- gangi Framsóknarflokksins er sú. að leiðarahöfundurinn er að tala „albönsku". Allt sem hann segir um Framsóknar- flokkinn er nefnilega ádeila á foringja Alþýðuflokksins og krafa um nýja forystu i flokknum. Þannig hljóðar textinn í íslenzkri þýðingu: Alþýöuflokksmönnum til hægðarauka skal hér birt niðurlag Alþýðublaðsleiðar- ans i gær með þýðingu úr „albönsku”, þ.e. þar sem Fra msóknarflokkurinn er ncfndurkemur Alþýðuflokkur i staðinn ásamt þeim breyt- ingum öðrum sem af þvi lciðir: „Það dylst engum, sizt Alþýðuflokksm önnum að þristirnið Gylfi, Eggert og Gröndal, hefur ekki til að bera þá hæfileika og þann dug, sem forysta flokka þarf nauðsyn- lega að vera búin, ef vel á að fara. Þar með er alls ekki sagt, að þessir þrir ágætu menn séu einhverjar sér- stakar liöleskjur eða ónyt- jungar. Langt i frá. Þeir eru frekar geðþekkir menn og sjálfsagt drengir góðir, — en þeir eru ekki mikilhæfir foringjar og fyrst foringja- hæfileikana vantar þá eru þeir rangir menn á röngum staö. Hvaða islendingur, hvaða Alþýðuflokksmaður, myndi t.d. likja þeim saman Gylfa Þ. Gislasyni og Jóni Baldvins- syni sem flokksformanni og stjórnmálaskörungi? Gylfi er ekkert ógreindari maður en Jón Baldvinsson, ekkert siður að sér um ýmsa hluti og þckkir sig ekkert siður vel i heimi stjórnmálanna. En Gylfi cr enginn foringi eins og Jón Baldvinsson var. Til þess skortir hann reisn, skapfestu, dug og kjark. Hann lætur bjóða sér hluti, sem enginn hefði þoraö að sýna Jóni Bald- vinssyni, og um leið og Gylfi Þ. Gislason og félagar hans Eggert og Gröndal leyfðu Sjálfstæðismönnum aö vaða yfir hausinn á sér, leyföu þeir þeim að fótumtroða það álit og það traust, sem almenningur bar til Alþýðuflokksins. Þaö er einmitt þetta, sem gerzt hefur. Alþýðuflokkurinn er nú flakandi i sárum og rúinn trausti. Hann er ekki forystulaus. Astandið er enn vcrra.Forystahanser óhæf og flokknum til byrði en ekki bjargar”. Þannig hljóðar þessi ágæti leiðari, þegar búið er að þýða hann úr albönsku. Það eru áreiðanlega margir, sem munu taka undir niðurlags- orðin um að gömlu Ihalds- þjónarnir i forystu Alþýðu- flokksins séu flokknum til byrði en ekki bjargar. Og sannleikurinn er sá, að nú virðist fátt geta orðið Alþýðu- flokknum til bjargar nema Hannibal! —-TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.