Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. desember 1972 TÍMINN „Kannski kem ég aftur heim með farfuglunum” - segir Jóhann Svarfdælingur, sem kveðst hafa verið fundvís á hugblæ gömlu jólanna sinna — Við fórum i róður á ferming- ardaginn, beint frá altari i kirkj- unni á Völlum, sagði Jóhann Svarfdælingur, þegar Timinn átti tal við hann i gær. Siðan hefur margt breytzt. Nú er Dalvik orðin stærðar kaupstaður, þar sem stórir bátar liggja við bryggjur, og húsin gefa þvi ekkert eftir, er gerist i Reykjavik — alls staðar blómgun að sjá. En við, sem séra Stefán Kristinsson fermdi vorið góða, erum farin að láta á sjá i veraldarvolkinu. Mikið var samt gaman að hitta þetta fólk aftur, alla jafnaldrana og kunningjana frá fyrri tið. Jóhann var sem sagt um jólin á Dalvik hjá systur sinni, Stein- unni, og Jóhannesi Haraldssyni, mági sinum, og undi hag sinum með ágætum. Um áramótin verð- ur hann á Akureyri hjá annarri systur sinni, Onnu, og Árna Valmundssyni, manni hennar. — Það var raunar dálitið kulda- legt úti i Svarfaðardal, þvi að þar var allt á kafi i fönn um tima, og § Ef ykkur vantar loftpressu, þá hringið og £ reynið viðskiptin. $ § Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. 1 LOFTPRESSA Það ergott | ^að muna | 22-0-95J það eru talsverð viðbrigði fyrir mann, sem lengi hefur haft vetur- setu á Flóridaskaga, og orðinn af- vanur snjó, sagði Jóhann. En maður fer ekki norður i Svarfað- ardal i þvi skyni að spóka sig i pálmalundum. Ég hef verið að rifja upp gamla daga, og það er margs að minnast á sjó og landi. Einu sinni var ég fjármaður hjá Vilhjálmi á Bakka og annan vetur hirti ég hestana hjá Sigurjóni lækni i Argerði. Þá urðu læknar að eiga-góða hesta, sem óhætt var að treysta á, hvort heldur var vetur eða sumar. Núna um daginn, brá ég mér fram i Svarfaðardal, svo að ég gæti rennt augum yfir sveitina mina. Ekki kom ég samt á neinn bæ, þvi að það var mikill snjór, en ég heldur óduglegur að brjótast um i sköflum. Aftur á móti langar mig mikið til þess að ferðast um landið að sumarlagi, þegar allt er greiðfært. Við spurðúm Jóhann, hvort hann hefði i hyggju að setjast að i ættlandi sinu eftir langa útivist. — Mér hefur liðið ágætlega þessar vikur, sem ég hef verið hér, svaraði Jóhann, og það er búið að bjóða mér að vera hér i vetur. Það get ég þó ekki þegið. Ég fer vestur um haf fljótlega eftir áramótin, þvi að ég þarf að ganga þar frá ársuppgjöri og öðru sliku. Ég hef þar ofurlitinn sjálf- stæðan atvinnurekstur, og svo eru skattaskýrslur og þess konar, sem maður kemst ekki hjá að gera, ef maður á ekki aö lenda i ónáð. Þetta eru svo sem ekki nein ósköp. En einhvers staðar stend- ur skrifað, ef ég man rétt, að maður eigi að vera trúr yfir litlu. Ég býst við, að ég verði að gefa upp á bátinn það starf, sem ég hef stundað, þvi það er orðið lýjandi fyrir mig, og það ræðst trúlega fljótlega, hvort ég kem alkominn heim, eða verð um kyrrt á er- lendri grund. Þar kemur meðal annars til greina, hvort ég get fengið hér starf við mitt hæfi, verði heilsan sæmileg. Núna i haust kom ég heim til þess að hitta ættingja og vini og vita, hvort ég fyndi ofurlitið af gömlu jólunum, sem ég lifði, þegar ég var barn. Og ég get með sanni sagt, að ég var fundvis á það, sem ég leitaði að. En þar að auki kom ég til þess að fá rækilega læknisskoðun hjá mönnum, sem ég trúði og treysti til fyllstu samvizkusemi. Þvi er þannig varið, að i Bandarikjunum verður fólk að biða von úr viti eftirslikri skoðun, ef þeir eiga að komast i sjúkrahús, sem hafin eru yfir grunsemdir. Ég var fjór- ar vikur i Landspitalanum, og þar var skrokkurinn á mér allur rannsakaður. Ég er með of háan blóðþrýsting, og nú ét ég töflúr við þessum kvilla. Með þær i veganesti fer ég i uppgjörið fyrir vestan. Og svo sjáum við, hvernig mál skiptast. Kannski kem ég aftur heim með farfuglunum, þresti og lóu, og varpa hér akkerum fyrir fullt og allt á fósturjörð minni. — JH. p............ Höfum fyrirliggjandi G. HINRIKSSON Simi 24033 ■ J Óskum viöskiptavinum okkar um land allt farsæls komandi árs og þökkum ánægjuleg samskipti á líöandi ári. j+JLjg. I Sprlngflald. Uliaourl U8A MP Massey Ferguson ALFA-LAVAL HANOMAG HENSCHEL PERKLNS SUÐÖRLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS TIL ALLRA ATTA STOKKHOLMUR KAUPMANNAHÓFN LUXEMBOURG MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA GLASGCW LAUGARDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.