Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur :il. desember 1972 TÍMINN 13 Opið bréf til Brezhnevs Á liðnu sumri hófu nokkrir vinir Vladimirs Ashkenazys, pianóleikara, að safna undir- skriftum undir opið bréf til Leonids I. Brezhnevs, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, þar sem hann er kvattur til að beita sérstökum áhrifum sin- um i þvi skyni, að faðir Vladimirs Ashkenazys fái leyfi til að heim- sækja son sinn á tslandi. Nú eru um þrjú ár liðin siðan hann sótti fyrst um leyfi til slikrar ferðar. Efnt var til undirskrifta- söfnunarinnar með fullu sam- þykki og hvatningu frá Vladimir Ashkenazy, en söfnunin var á engan hátt skipuleg. I samráði við Ashkenazy hefur verið ákveð- ið að senda opna bréfið ásamt undirskriftunum til viðtakanda i Moskvu i dag, 29. desember. Hér á eftir fer texti bréfsins og nöfn þeirra 129 manna, sem undir það rituðu: Hr. aðalritari Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna Leonid I. Brezhnev Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, 4 Staraya ploshchad, Moskvu. Oss undirrituðum rikisborgur- um lýðveldisins tsiands er kunn- ugt, hversu erfitt það hefur verið fyrir David Ashkenazy, pianó- leikara i Moskvu, að fá leyfi til að heimsækja son sinn, hinn heims- fræga pianósnilling Vladimir Ashkenazy, sem búsettur er i landi voru, tslandi ásamt fjöl- skyldu sinni. Tregða yfirvalda og embættis- manna i Moskvu til að veita David Ashkenazy þetta leyfi er i algjörri andstöðu við hugmyndir vorar um mannréttindi, þvi að hverjum manni skyldi óhindrað heimilt að heimsækja fjölskyldu sina, enda þótt hún búi i öðru landi. Að þessu tilefni snúum vér oss til yðar og hvetjum yður i nafni mannúðar og réttlætis til að beita sérstökum áhrifum yðar i þvi skyni, að horfið verði frá þessu ranglæti og David Ashkenazy heimilað að heimsækja son sinn. Aðalsteinn Pétursson, héraðs- læknir, Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, Ágúst Þorvalds- son, alþingismaður, Alfreð Flóki, listmálari, Árni Kristjánsson, tónlistarstjóri, Asgeir Bjarnason, alþingismaður, Ási i Bæ, rithöf- undur, Ásmundur Sveinsson. myndhöggvari, Auður Auðuns, alþingismaður, Auður Þorbergs- dóttir, dómari, Baldur Öskars- son, fræðslustj. MFA, Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri. Benedikt Gröndal, alþm., Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri, Bjarni Guðnason, alþingismaður, Björn Bjarnason, lögfræðingur, Björn Fr. Björnsson, alþingis- maður, Björn Jónsson, alþingis- maður, Björn Ólafsson, konsert- meistari, Björn Pálsson, 58 banaslys á árinu Á árinu 1972 létuzt alls 58 ts- lendingar af völdum slysa, en árið áður urðu 82 banaslys. Banaslysin skiptast þannig, að 21 fórust i slóslysum, eða drukknuðu, þar af 3 erlendis. 1971 voru slik slys 36. 24 fórust i umferðarslysum á þessu ári þar af 1 erlendis. Umferðar- slysin voru jafnmörg árið 1971. 2 fórust i flugslysum, annar þeirra erlendis. 3 fórust i flugslysum á siðasta ári. önnur banaslys voru 11 á þessu ári, en 19 á siðasta ári. Skáklistarstef einvígisárið mikla á íslandi 1972 Aö setjast viö borð og tefla tafl er tvimenningsleikur og -raun. ; Listin aö baki er óþekkt afl. i Sé spurt eftir dæmi um aödráttarafl ( er oss ekki vandsvarað því: i Þaö er viö borö, þarsem tefltertafl. Hvaö er þá frjótt við hiö teflda tafl? Þaö temur oss víðara skyn, — gefur viljanum aukiö afl. Þvi tala margir um uppeldisafl og einbeitnihvetjandi geir, i sem brýnist, heröist viö torsótt tafl. Á íslandi löngum var iðkaö tafl af iþrótt og list og grein svo mjög, aö talið var manndómsafl. Hér er því fólgiö slíkt úrræðaafl, sem enginn fær skilið til fulls, að fremstu menn heims geta háð hér tafl. Heill snillingum, — öllum, sem iöka tafl af einurð og gleði og sæmd. Svo vaxi skáklistar óþekkt afl! Meðan heimsmeistaraeinvigið i skák var þreytt hér á liðnu sumri, var ég öðru hverju að setja saman þessi stef, þvi að svo sterkt ork- aði atburðurinn á mig og margan skákunnanda. Og áður en þetta inerkisár er runnið út i eilifðarsjóinn, bið ég Timann að Ijá þeim rúm. Baldur Pálmason. alþingismaður, Bragi Sigurjóns- son, alþingismaður, Bragi Þor- steinsson, verkfræðingur. Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður. Einar Bjarnason, prófessor, Einar Ólafur Sveinsson, prófess- or, Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavöröur, Ellert B. Schram, alþingismaður. Else Mia Sigurðsson, bókavörður, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, Friðgeir Björnsson, lögfræðingur, Friðjón Þórðarson, alþingismaður, Geir Hallgrimsson, alþingismaður, Gils Guðmundsson, alþingismað- ur, Gisli Jónsson, menntaskóla- kennari, Guðlaugur Gislason, al- þingismaður, Guðlaugur Rósin- kranz, fyrrv. Þjóðleikhússtjóri, Guðmundur G. Hagalin, rithöf- undur, Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, Gunnar J. Frið- riksson, form. Félags isl. iðnrek- enda, Gunnar Gislason, alþingis- maður, Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Gunnar Thoroddsen, alþingismaður, Gunnlaugur Snædal, læknir, Gylfi Þ. Gislason, alþingismaður, Halldór Kristjánsson, alþingis- maður, Halldór Laxness, rithöf- undur, Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, Hallfreður örn Eiriksson, cand. mag., Hannes Kr. Daviðsson, form. Bandalags isl. listamanna, Hannes Jónsson, blaðafulltrúi, Hannes Pálsson, útibússtjóri, Helgi Skúlason, leikari, Hjörleif- ur Sigurðsson, listmálari, Hjörtur Þórarinsson, skólastjóri, Hörður Bjarnason, húsameistari rikisins, Hörður Einarsson, lögfræðingur, Hörður Sigurgestsson, deildar- stjóri, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Indriði G. Þorsteins- son, rithöfundur, Ingólfur Jóns- son, alþingismaður, Ingvar Gislason, alþingismaður, Jakob Benediktsson, ritstjóri orðabókar H. I., Jóhann Hafstein, alþingis- maður, Jóhann Hjálmarssori, skáld, Jóhannes Eliasson, banka- stjóri, Jón H. Bergs, forstjóri, Jón Björnsson, rithöfundur, Jón Ár- mann Héðinsson, alþingismaður, Jón Kjartansson, forstjóri, Jón Nordal, tónskáld, Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri, Jón Þórarinsson, tónskáid, Jónas Árnason, alþingismaður, Jónas Sigurðsson, skólastjóri, Jónatan Þórmundsson, prófessor, Kalman Stefánsson, bóndi, Karvel Pálma- son, alþingismaður, Kristján Karlsson, bókmenntafræðingur, Lárus Jónsson, alþingismaður, Magnús Jónsson, alþingismaður, Magnús Kjartansson, ráðherra, Magnús Magnússon, prófessor, Magnús T. Ólafsson, ráðherra, Magnús Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, Már Pétursson, lögfræðingur, Markús örn Antonsson, borgarfulltrúi, Matthias Bjarnason, alþingis- maður, Matthias Á. Mathiesen, alþingismaður, Njörður P. Njarð- vik, lektor, Oddur ólafsson, al- þingismaður, Ólafur G. Einars- son, alþingismaður, ólafur Ragn- ar Grimsson, lektor, Óli Þ. Guð- bjartsson, oddviti, Óskar Aðal- steinn, rithöfundur, Páll Isólfss., tónskáld, Páll Þorsteinsson, al- þingismaður, Pálmi Jónsson, al- þingismaður, Pétur Pétursson, alþingismaður, Ragnar Arnalds, alþingismaður, Ragnar Jónsson, form. Tónlistarfélagsins, Ragn- hildur Helgadóttir, alþingismað- ur, Róbert A. Ottósson, söng- málastjóri, Rögnvaldur Sigur- jónsson, píanóleikari, Sigurður Blöndal, alþingismaður, Sigurður Lindal, prófessor, Sigurður Samúelsson, prófessor, Sigurjón Ingi Hilariusson, kennari, Stefán Karlsson, handritafræöingur, Stefán Valgeirsson, alþingismað- ur, Steindór Steindórsson, fyrrv. skólameistari, Steingrimur Her- mannsson, alþingismaður, Sein- unn Marteinsdóttir, leirmuna- smiöur, Steinþór Gestsson, al- þingismaður, Styrmir Gunnars- son, ritstjóri, Svavar Guðnason, listmálari, Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri, Sverrir Her- mannsson, alþingismaður, Sverr- ir Hólmarsson, menntaskóla- kennari, Thor Vilhjálmsson, rit- höfundur, Tómas Guðmundsson, skáld, Tómas Karlsson, ritstjóri, Torfi Hjartarson, tollstjóri, Vésteinn Ólason, bókmennta- fræðingur, Vilhjálmur Hjálmars- son, alþingismaður, Þorbjörn Broddason, lektor, Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, Þorvaldur Búason, eðiisfræðingur, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður, Þorvarður Helgason, leikgagnrýnandi. Jónas Guðmundsson stýrimaður Jólanótt Kyrrt er á jolum, þau komu i nótt og kysstu mig bliölega á vangann. Barniö þaö vakti í vöggunni rótt, við horfðum á Ijósbogann langan. Á stjörnu, sem lýsti himin og hjarn, svo hörfaöi náttmyrkrið svarta. Á jólunum maðurinn breytist í barn, það birtir i sál hans og hjarta. Jóhannes S. Kjarval Augu sjáandans átti Kjarval ævilangt. Honum stóðu opin huldulönd hraunbyggða. Orti Kjarval sér ævintýra óð i myndum. Fjallheim fann hann framtið þjóðar. Lék Kjarval á litahörpu lengst og bezt. Gróa þvi áfram gæfublóm gengins snillings. M.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.