Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 31. desembcr 1972 Margir, sem fara til Kanaricyja efta Spánar, byrja aö drekka i flugvélunum og eru siðan ölvaöir hvern dag meðan ieyfiö varir. Ódýrt áfengi í Suður- löndum háskaleg gildra Mikill fjöldi fólks kallar ævi- langa ógæfu yfir sig og sina í sumarleyfum sinum. t þeim stig- ur þaö þau spor, sem seinna meir leiöir til iillæknanlegs eða ólæknanlegs sjúkdóms, eða elur á þeim sjúkdómi, sem þegar hefur náö tökum á þvi. Sjúkdóinurinn er áfengissýki, og þeir eru i lang- mcstri hættu, sem fara til suð- rænna landa, þar sem áfengi er hræódýrt. — Enginn maður, seni ekki hef- ur á sér fulla stjórn, þegar áfengi er annars vegar, ætti að fara til Suðurlanda i leyfi sinu, segir Gunn&r Lundqvist í Karólinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi. Ódýrt áfengi er þar sú freisting, sem þeir fá ekki staðizt, og afleið- ingarnar eru ófyrirsjáanlegar. Eigi að siður er það staðreynd, að margir, sem sizt mega við þvi, leggja leið sina suður i lönd i leyf- um sinum til þess að komast i ódýrt áfengi. Þannig leita þeir sjálfir ógæfu sinnar. NTB-Miami 156 manns fórust og II komust lifs af, er þota af gerðinni Tristar 1011 fórst i fyrrinótt, skömmu fyr- ir lendingu i Miami i Flórida. Er þetta i fyrsta sinn, sem flugvél af þessari gerð ferst, en Tristar 1011 hóf flug á áætlunarlciðum i aprll sl. í fyrstu var ekki vitað, hvort einhverjir hefðu lifað slysið af, þvi erfitt var að komast að flak- inu, þar sem það liggur i fenja- mýrum um 10 km. NV við Miami. Um fimmtán þyrlur voru þegar sendar á staðinn og nokkrir sér- smíðaðir flatbotna fenjabátar. I bjarma ljóskastara fundust nokkrir á lifi og þegar voru send skeyti til sjúkrahúsa um að undir- búa móttöku margra slasaðra. Þegar allt kom til alls, reynduzt aðeins 11 manns á lifi og óttast er Þetta fólk byrjar að drekka undir eins i flugvélunum á leið til hins fyrirheitna lands, hvort sem það er Spánn eöa Kanarieyj- ar, og þegar það er komið á áfangastað, hefst drykkjan morg- un hvern, jafnskjótt og það er komið á fætur. Þannig er haldið áfram i hálfan mánuð. — Þeim verstu veröum við að koma i geðdeildir sjúkrahúsanna, segir einn fararstjórinn. Dæmi er tekið af tveim Svium, sem fara til Kanarieyja — Jó- hanni og Kent. Þeir hefja ferðina á Arlandaflugvelli á gljáburstuð- um skóm og með stórrósótt bindi. Þeir höfðu beöið um sæti nálægt salerninu, og ferðin hófst, og þeir báðu um viski. — Svo kom strákfjandi,sem fór að jagast við okkur. Hann klór- aði mig i auga, og okkur lenti saman. Maður lætur ekki bjóða sér allt, og ég varð fokvondur. Ég rétti honum vel útilátið högg, og það ætlaði allt um koll að keyra, um lif margra þeirra. Margir eru illa brenndir og brotnir. Einn þeirra sem lifðu, sagði að enginn hefði haft minnsta grun um að flugvélin myndi hrapa. Engin örvænting hefði heldur gripið um sig eftir slysið, meðal þeirra sem voru lifandi. Annar sagöi, að rétt eftir að hann hafði spennt öryggisbeltið, hefði hann séð skæran blossa og síðan ekki vitað neitt, fyrr en hann var á sundi i fenjunum. Flugvélin var á leið frá New York og var hálftima á eftir áætl- un. Tristar 1011 er næststærsta farþegaþota, sem nú er i notkun, tekur allt að 400 farþega og hefur 13 manna áhöfn. Þrir þotuhreyfl- ar eru i vélinni, hvor á sinum væng og á stéliny. Ekki er vitað, hvað orsakaði slysið, en vélin hvarf af radar- skermum, hálftima, áður en hún átti að lenda. og við fengum ekki dropa meira. Um morguninn lenti flugvélin i Las Palmas. Jóhann var tæpast gangfær, en Kent leiddi hann. Myndavélin dinglaði á vinstri handleggnum, og neftóbakið rann niður i munn á honum. Þegar kom i biðsalinn i flug stöðinni á Gandó, lifnaði yfir Jó- hanni. Hann sveiflaði myndavél- inni i kringum sig og æpti: — Nú gefum við skit í Stráng (fjármálaráðherra Svia) og allt klabbið! Svo er ekið inn til Las Palmas. Jóhann og Kent eiga að vera sam- an í herbergi. En hér hafa einhver mistök orðið: Þeir fá heila ibúð. — Sjáum bara til! hrópar Kent. Konungleg svita! Þeir leggja af stað upp á Katalínatorgið klukkan hálf- ellefu. Sól skin i heiöi, og það er heitt. Danskar stúlkur, sem eru i hópnum, forða sér á veitingastað. — Drottinn minn dýri, hvað áfengið er ódýrt! stynur Kent. — Fimm romm og kóla, hrópar Jóhann með sigin augnalokin til afgreiðslustúlkunnar. — Við skulum bara drekka romm, segir Kent. Drekka óblandað — maður á alltaf að drekka óblandað. Ekki hella sam- an gini og einhverju sulli. Og nú drekkum við okkur blindfulla. Maöur eyðileggur í sér lifrina með þvi að drekka einhvern samanhelling. Kortasölukerling nemur staðar við borð þeirra Jóhanns og Kents. — Kaupa? spyr hún — Kaupa? rymja þeir. Komdu hingað með allt helvitis draslið. Og Kent treður hundrað króna seðli i lúkurnar á henni. — Jóhann, segir hann svo — nú förum við á baðströndina. Við verðum liklega að fara á bað- ströndina. Við megum bara ekki fá bát eins og i fyrra, þvi að þá komumst við ekki i land aftur. Jóhann vill ekki fara niður á baðströndina. Hann vill drekka meira romm. Hann reynir lika að mynda Kent, en það gengur illa, þvi fæturnir vefjast undir honum. Hann verður að gefast upp viö það. — Nú förum viö, segir Kent og þrifur i jakkaermina á Jóhanni. — Nei, argar Jóhann og veltur um leið út af stólnum. Kent röltir einn á milli pálm- anna. Honum er gefið hornauga. Fararstjórar frá öðrum löndum bera litla virðingu fyrir þessum norrænu mönnum, sem koma til Kanarieyja til þess eins að drekka sig fulla, segja þeir. — Það er mikið til i þessu, segir Birgitta, sem hefur verið farar- stjóri á þessum slóðum i tiu ár. Fjöldi fólks kemur blindfullur úr flugvélunum, og suma verður að bera. Iðulega verða slagsmál i gistihúsunum, og þar er allt brot- ið og bramlað. Hina allra verstu verður að vista i Qunita Reposa, geðsjúkrahúsi i Las Palmas. Þarna eru þeir f jötraðir, og þaðan er þeim ekki sleppt fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Þetta fólk hirðir ekki að sjá neitt — nema grisahátiðina. Þar bregzt ekki, að illa fer fyrir mörg- um. Það er ekki að ástæðulausu, að þessi ferð er alltaf farin sið- asta daginn. Þar er ókeypis vin með matnum. Árangurinn leynir sér ekki eftir nokkra stund. Og Gunnar Lundqvist prófessor endurtekur: — Enginn, sem veikur er fyrir vini, ætti að fara i leyfi sinu til Kanarieyja eða annarra þeirra staða, þar sem áfengi er ódýrt. Þeir eru orðnir margir, áfengis- sjúklingarnir, sem við höfum læknað hér, en siðan hafa þeir farið sér að voða að nýju i slikum ferðum — sokkið aftur niður i sama farið. Þeir hafa ekki staðizt freistinguna. Það er rangt, að likamanum verði minna um áfengi, þar sem loftslag er heitt. Það tekur alls staðar jafnlangan tima að alkóhól hverfi úr likamanum. 1 ofanálag stofnar svo sá sér i meiri hættu, sem drekkur sig fullan i miklum hita. Hann getur til dæmis hæglega sofnað úti við og fengið hitaslag. Það eru ýmsir aðilar i Sviþjóð, sem hafa látið þessi mál til sin taka, þar á meðal ferðaskrif- stofurnar. 1 vor mun til dæmis verða gefinn út bæklingur, sem saminn hefur verið af fulltrúum fræðslumálastjórnarinnar, tryggingafélaganna og ferða- skrifstofanna i sameiningu, og heitir Tiu gildrur i utanlandsferð- um og hversu þú skalt varast þær. Þar kemur meðal annars fram, að niu af hverjum tiu, sem drukkna i slikum ferðum, hafa veriö ölvaðir. Þar er lika sýnt fram á, aö margir hafa á seinni árum orðið áfengissjúklingar upp úr skyndiferðum til Suðurlanda. Átta brennur á Akureyri ED-Akureyri. Atta áramótabrennur veröa hér á Akureyri i kvöld, helmingi færri en voru i fyrra. Virðist það nú efst á baugi að fækka brennunum, og er það þó sumum nokkurt áhyggjuefni. Brezkur togari fékk d sig brotsjó Klp—Reykjavik, laugardag. Um klukkan niu i morgun kall- aði brezki togarinn Wyre Captain, og sagði að hann hefði fengið á sig hrotsjó, sem hefði brotið brúna að framan og gert öll siglingatæki skipsins óvirk. Þegar þetta gerð- ist var skipið statt um 120 sjómil- ur austur af Eystra-Horni, og sagði skipstjórinn, að hann héidi skipinu upp I sjó og veður, en á þessum slóðum var hvasst og ölduhæð mikil i morgun. Annar brezkur togari, Starella, mun hafa verið skammt frá Wyre Captain þegar óhappið varð og mun hann fylgja honum til hafnar i Færeyjum. Brezka herskipið Rhyl mun einnig hafa verið þarna skammt frá og sigldi á staðinn á fullri ferð. Vilja fá íþróttaþáttinn endurtekinn Blaðið hefur verið beðið um að koma þvi áleiðis til forráða- manna rikisútvarpsins, að þeir sjái til þess, að iþróttaþáttur Jóns Ásgeirssonar, sem fluttur var á 2. dag jóla, verði endurtekinn, sem allra fyrst. Þessi þáttur mun hafa verið all sérstæður, þvi þar gáfust m.a. tækifæri til að hlýða á iþróttamenn syngja jólalög og einnig mun hafa verið getraun i þessum þætti, sem sumir náðu ekki nægilega vel. Það er aðal- lega fólk út á landsbyggðinni, sem hefur óskað eftir þessu, og er þvi hér með komið á framfæri við rétta aðila. Mikil ölvun og mörg innbrot Reykvikingar keyptu flestir áramótaáfengið i tæka tið til að forðast ösina i áfengisverzlunun- um. Lögreglan varð heldur betur vör við þessa forsjálni aðfaranótt laugardags, þvi greinilega hófu menn drykkjuna lika i tæka tið. Alla nóttina linnti ekki hringing- um viðs vegar úr borginni þar sem beðið var um aðstoð vegna drukkinna manna og kvenna. Aberandi var hve mikið var drukkið i heimahúsum en minna var um að vera á veitingastöðun- um. Fangageymslur fylltust snemma kvölds, og varð sifellt að rýma fyrir nýjum birgðum fram undir morgun. Sex innbrot voru framin i verzlanir i miðborginni og Vesturbænum um nóttina, en miklu var ekki, stolið, aðallega skiptimynt og einhverju af varn- ingi. Á föstudag var stolið 60 þúsund króna myndavél, sem stillt var út i glugga verzlunarinnar Týli i Austurstræti. Var sá þjófnaður framinn á verzlunartima. Myndavélin er af Canon gerð. Fyrsta Tristar-þotan ferst: 156 létu lífið, en 11 komust af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.