Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. desember 1972 TÍMINN 19 við efnahagsráðstafanir rikis- stjórnarinnar. En mér er spurn: Hvað vildu þeir gera? Þeir fengu allar upplýsingar með það góðum fyrirvara, að þeim var i lófa lagið að koma fram með tillögur sínar engu sið- ur en okkur. En ég hygg, að i þeim umræðum, sem fram fóru, hafi enginn einasti maður skilið, hvað þeir vildu gera. Formaður Alþýðuflokksins er þar frá undan- tekning. Hann lýsti þvi að hann vildi niðurfærsluleið og væntan- lega þá með þeirri kjaraskerð- ingu, er henni fylgir i bili. Stjórnarandstaðan gerði sér iengi vonir um, að stjórnin kæmi sér ekki saman um ráðstafanir i efnahagsmálum. Var hún þvi far- in að búa sig undir að setjast i ráðherrastólana. En Morgunblaðsvéfréttin reyndist röng. Eru nú Sjálfstæðis- menn æva reiðir hinum slétt- kembda forstöðumanni hennar. Hafa þeir við orð, að kasta rit- stjórnarmönnum Morgunblaðsins fyrir róða. Það gæti óneitanlega orðið rikisstjórninni nokkurt ógagn, ef Morgunblaðið rétti sig af. En eins og eðlilegt var, að fenginni „véfréttinni”, urðu það Sjálfstæðismönnum sár vonbrigði að sjá, að full eining var innan rikisstjórnarinnar um lausn efna- hagsmálanna. I örvæntingu sinni gripu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins til þess frumhlaups að bera fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vantraust á rikisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. Þetta er enn eitt dæmi um ör- þrifaráð reikullar og ráðvilltrar stjórnarandstöðu til þess að reyna að vekja á sér athygli og skrásetja óskhyggju sina i þing- tiðindunum og meðal þjóðarinn- ar. Ég skal -engu spá um langlifi núverandi rikisstjórnar. Þeir lifa oft lengst, sem með orðum eru vegnir. En hún fellur varla fyrir þessu vantrausti. Sú tillaga er sýndarmennska og annað ekki sem bezt sést af þvi, að þeir ósk- uðu ekki eftir að ræða hana fyrr en að loknu þingleyfi. Það vantar svo sem ekki, að það er nógur vindgangur i stjórnarandstöð- unni, en hann verður engum að grandi. Framtíðarverkefni Ég gerði grein fyrir stefnu rikisstjórnarinnar i stefnuræðu á Alþingi i október s.l. og vil enn árétta það, að stefnan er óbreytt. Hún byggist á málefnasamningi þeim, sem rikisstjórnin birti við valdatöku sina, og munum við halda áfram að framkvæma hann. Þegar litið er yfir starfsferil núverandi rikisstjórnar má með sanni segja, að hún hafi verið óvenjulega athafnasöm. Hefur þegar ótrúlega margt af þvi, sem stefnt er að i málefnasamningn- um, komið til framkvæmda eða er þegar komið á hagnýtt undir- búningsstig. Vel má vera að við höfum farið full geyst. En hver vill biða? Ekki hafa stjórnarand- stæðingar verið eftirbátar ann- arra um kröfugerð, hvort heldur hefur verið um framkvæmdir, skipakaup, lánamál eða kaup- hækkanir. Nú er nauðsynlegt að minum dómi að stinga nokkuð við fótum. Að sjálfsögðu mun land- helgismálið hafa algjöran for- gang hjá stjórninni á næsta ári eins og verið hefur fram að þessu. Mun ekkert til sparað og öllum tiltækum ráðum beitt til þess að við fáum fullan sigur i þvi máli. Gera má ráð fyrir að varnar- liðsviðræður við Bandarikjamenn hefjist fljótlega upp úr áramótum og siðan unnið að málinu á grund- velli stjórnarsáttmálans. Unnið verður áfram að eflingu iðnaðarins i landinu og endur- skoðun á skólakerfinu meðal ann- ars með það fyrir augum að skapa námsgleði i stað hins út- breidda námsleiða,- að opna fleiri námsbrautir og möguleika til meira vals i námi; að koma á hagnýtari tengslum á milli skóla og atvinnu- og framleiðslulifsins með þvi að stórauka búnaðar- fræðslu og fiskvinnslufræðslu; að láta framhaldsdeildir gagnfræða- skólanna annast verzlunar- fræðslu til verzlunarprófs og hag- nýts undirbúnings undir verzlun- ar-og skrifstofustörf; að stórefla iðnmenntun og tækniþekkingu þannig að við verðum betur undir það búnir, fslendingar, að valda þeim miklu framförum i iðju og iðnaði, sem við stefnum að með iðnþróunaráætluninni. Hin stórfellda endurnýjun skipaflotans mun halda áfram, og að þvi stefnt að dreifa nýtizku skipum til allra landshluta með það fyrir augum að leggja grund- völl að hráefnisöflun fyrir frysti- hús og aukinni atvinnu um land allt. Þá standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir i frystihúsarekstri landsmanna, bæði bygging nýrra frystihúsa i stað gamalla og mikl- ar endurbætur á þeim, sem fyrir eru, til þess að uppfylla ströng- ustu hreinlætiskröfur. Vinnur Framkvæmdastofnunin nú að áætlun um eflingu frystihúsanna. Jafnframt munu verða settar strangar reglur um hagnýtingu veiða á íslandsmiðum með það fyrir augum að fyrirbyggja rán- yrkju og koma við skynsamlegri hagnýtingu fiskistofnanna. Unnið verður áfram að endur- skoðun og endurbótum á sam- göngukerfinu, þar á meðal fram- kvæmd vegaáætlunar, gerð hringvegar um landið, skipulagn- ingu farþegaflutninga á sjó um- hverfis landið og unnið að frekari skipulagningu flugsamgangna, bæði innanlands og milli landa. Framkvæmdastofnun ríkisins, sem hóf starfsemi sina i byrjun þessa árs, mun nú halda áfram starfi sinu af enn meiri þrótti. Meðal annars mun hún vinna að skipulegri áætlunargerð um veit- ingu fjármagns i arðbærar fram- kvæmdir og þjóðhagslega mikil- vægar og stuðla að jafnvægi i byggð landsins. 1 þvi sambandi er fyrst og fremst gert ráð fyrir þvi, að það viðhorf. riki til atvinnu- mála, að atvinnutækjunum verði dreift sem mest um landið, byggðasjóður verði stórefldur og rikisstofnunum og sérstökum deildum þeirra, þ.á.m. stofnun- um i sjávarútvegi, verði valinn staður utan Reykjavikur eftir þvi sem skilyrði leyfa. Um verkefni og stefnu rikis- stjórnarinnar visa ég að öðru leyti til stefnuræðu þeirrar, sem ég flutti i Alþingi i október sl. og birt var i Timanum. Eflum Framsóknarflokkinn og treystum stjórnarsamstarfið Þegar litið er yfir sögu Fram- sóknarflokksins frá þvi að hann var stofnaður á Alþingi árið 1916 og skoðuð þau spor, sem hann hefur markað i islenzku þjóðlifi, þá getur engum dulizt, hvern þátl Framsóknarflokkurinn hefur átt i framfaraþróuninni á Islandi. Það hefur orðið gerbreyting á lifskjörum tslendinga siðustu 50 árin. Um það leyti, sem Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður, var tekju-, eigna- og gæða- skiptingin i landinu mjög misjöfn og óréttlát. Fyrir tilstilli Fram- sóknarflokksins og pólitiskra bandamanna hans, ásamt þeim félagsmálahreyfingum, sem næst honum hafa staðið, svo sem bændasamtökunum og sam- vinnusamtökunum, hefur mikil framsókn átt sér stað á öllum sviðum þjóðlifsins. Gildir þetta ekki aðeins um hin einföldustu efnahagslegu gæði svo sem launatekjur, fæði, klæði og hús- næði, heldur lika á sviði menning- ar og félagsmála svo sem um að- gang að menntun, tryggðum hvildartima og orlofi, öryggi i veikindum og fleira af þvi tagi. 1 þessu öllu á auðvitað verkalýðs- hreyfingin einnig sinn stórkost- lega og ómælda þátt þó að hún hafi verið tengdari öðrum flokk- um. An hennar áhrifa væri hér allt annað þjóðfélag i dag en er. 1 dag er verkalýðshreyfingin orðin voldug og sterk, og gerir sér auð- vitað grein fyrir þvi um leið, að valdi fylgir ábyrgð. Þó að Framsóknarflokkurinn sé i stjórnarsamvinnu við aðra flokka, má ekkert lát verða á að vinna að eflingu hans. Ég held að sjaldan hafi rikt meiri eining i Framsóknarflokknum en einmitt nú. Stefnum þvi fram og öll sem eitt. Hinu skulum við ekki gleyma, að við verðum að sýna samstarfs- flokkunum fulla sanngirni og taka til þeirra fullt tillit. Og i þvi efni vil ég segja, að sérstök skylda hviliá Framsóknarflokknum sem stærsta flokknum og þess, sem hefur forstöðu i stjórninni. Yfir- gangur i samstarfi verður aldrei neinum til framdráttar, þegar til lengdar lætur. Ég veit, að það er ákveðinn vilji i Framsóknar- flokknum að standa traustan vörð um stjórnarsamstarfið. Eflum þvi samheldni stjórnarflokkanna og eyðum tortryggni. Að lokum þakka ég Fram- sóknarmönnum um land allt fyrir samstarfiðá árinu, hvet þá til öfl- ugrar félagsstarfsemi á nýja ár- inu og óska þeim og landsmönn- um öllum árs og friðar á komandi ári. A árinu 1972 var skipt um vélar i Þór, Hvalur 9 tekinn Ieigunámi og útbúinn sem varðskipið Týr, fjórar flugvélar keyptar, þar af ein Fokker Friendship vél, ein Sikorsky þyrla og tvær Bell þyrlur og Alþingi samþykkti nýlega heimiid fyrir rikisstjórnina til þess að semja um smiði nýs varðskips. — Myndin sýnir varðskipið Albert iiggja við hliðina á Hval 9 rétt áður en skipið var tekið ieigunámi og útbúið sem varðskipið Týr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.