Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 18. júlí 2004 11 „Ég horfi með mikilli tilhlökkun til komandi viku þar sem blandast saman eftirlætisiðja mín tónlist og kvikmyndagerð,“ segir Jakob. Hljómsveit Jakobs, Stuðmenn, er við tökur á kvikmyndinni í Takt við Tímann sem að öllu jöfnu fara fram milli klukkan sjö á morgn- ana og sjö á kvöldin. Eftir vinn- una við kvikmyndina tekur svo við tónlistarvinnslan, svo næsti tökudagur geti farið fram með eðlilegum hætti. Tónlistarvinns- lan teygir sig oft fram yfir mið- nætti. „Þegar vinnan er manni jafn kær og mér þá er hún ekki þreytandi heldur þvert á móti nærandi,“ segir tónlistarmaður- inn síungi. „Auk þess mun ég aðstoða nokkra tónlistarmenn af yngri kynslóð við upptökustjórn og val á lögum fyrir komandi breið- skífur þeirra. Það er manni ljúft og skylt að miðla uppsafnaðri reynslu og þekkingu til yngri kynslóða,“ segir Jakob. Stuðmað- urinn segist gjarnan vilja komast í bíó til að sjá heimildarmyndina um hljómsveitina Metallica sem hann hefur heyrt látið vel af en býst ekki við sér gefist tími til þess að berja hana augum fyrr en í þarnæstu viku. Á föstudaginn mun Jakob svo kasta mæðinni og fara í matarboð í heimahúsi og svo út að skemmta sér í góðra vina hópi. Um næstu helgi munu Stuð- menn svo halda til Vopnafjarðar og taka þátt í árlegu Vopnaskaki þeirra Vopnfirðinga. ■ VIKAN SEM VERÐUR JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON TÓNLISTARMAÐUR FER MIKINN BLAÐBERINN ÞETTA GERÐIST LÍKA 1841 Pedró II er krýndur keisari Brasilíu. 1899 Rithöfundurinn Horatio Alger yngri deyr af völdum hjarta- og lungna- sjúkdóma. Hann var 67 ára gamall. 1936 Borgarastyrjöld brýst út á Spáni. 1943 Göngin undir Mersey ána á Englandi eru opnuð fyrir umferð. 1951 „Jersey“ Joe Walcott rotar Ezzard Charles og verður heimsmeistari í þungavigtarhnefaleikum. 1969 Edward Kennedy, öldungardeildar- þingmaður, ekur bíl sínum fram af brú ofan í á. Hann slapp ómeiddur en farþegi hans, Mary Jo Kopechne, drukknaði. 1984 Brjálaður byssumaður skaut 21 til bana á McDonalds veitingastað í Kaliforníu. Hann var síðan skotinn til bana af lögreglu. JFM Langar að sjá heimildarmyndina um hljómsveitina Metallica Vinna og Vopnaskak GUÐMUNDUR FREYR BÖÐVARSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann lætur sig ekki muna um að bera út í fjögur hverfi og er þó kvartanalaus, auk þess sem hann er duglegur að taka afleysingar. Hvað heitir blaðberinn? Guðmundur Freyr Böðvarsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Tæplega eitt og hálft ár. Hvað ertu með í vösun- um? Lykla og síma. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Vera á jet-ski. Hvert er þitt lífsmottó? Bera út á réttum tíma. JOHN GLENN Þessi gamli geimfari og öldungardeildar- þingmaður er 83 ára í dag. 10-11 tímamót-nýtt 17.7.2004 22:45 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.