Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 14
Bestu íbúðahverfin Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi á bæjarstjóra- árum Sigurðar. „Ég hef alltaf tek- ið að mér eitthvað sem er kyrrs- tætt og komið því á hreyfingu,“ segir hann. „Ég var framkvæmda- stjóri Ungmennafélags Íslands í 16 ár. Félagið var í lægð þegar ég tók við. Nú er Ungmennafélagið eitt af öflugustu félagssamtökum á landinu, vel rekið fjárhagslega og þar er unnið mikið starf. Ég varð framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins árið 1986. Þegar ég hóf störf var hvorki til merki né bréfhaus og vantaði allt til alls. Menn voru að gera það sama og þeir höfðu gert síðustu þrjátíu til fjörutíu ár þannig að það þurfti ansi mörgu að breyta. Í Kópavogi var mikil kyrrstaða á árunum 1986-1990 og sáralitlar framkvæmdir í gangi. Ég hugsaði með mér að það tæki um það bil tólf ár að bylta þessum bæ og vissi að það yrði best gert með trú á því að hann gæti orðið sá besti á landinu. Þetta er sama regla og í íþróttunum, maður verður að trúa því að maður geti orðið bestur. Enginn nær árangri með því að halda að hann sé verri en aðrir. Ég fullyrði það blákalt að nýju hverf- in í Kópavogu eru fullkomnustu og bestu íbúðahverfi sem hafa verið byggð á Íslandi. Það er ákveðin hugmyndafræði á bak við þessi 3.000 manna hverfi, leik- skólar, grunnskóli og þjónustu- miðstöð og þarna blandast allt mannlífið saman. Við erum búnir með þrjú 3.000 manna hverfi, Dal- inn, Lindirnar og Salirnar og nú er verið að hefja framkvæmdir við tvö ný hverfi á Vatnsenda.“ Pólitísk störf eru vanþakklát Sigurður segist vera stoltur af verkum sínum. „Í síðustu kosn- ingabaráttu var verið að skamm- ast vegna glæsilegrar byggingar Salaskóla þar sem er innisundl- aug, útisundlaug og íþróttahús. Það var fullyrt að þetta væri monthöll. Samherjar mínir þræt- tu þessi ósköp fyrir það og sögðu húsið ekki svo dýrt. Ég sagði, auð- vitað er þetta monthöll, ég vil ekki að allar monthallirnar séu í mið- bænum í Kópavogi, íbúar í þessu hverfi ættu að eiga hús sem þeir væru ánægðir með og ekkert vera feimnir við það.“ Stundum er hvíslað að það sé í raun Sjálfstæðisflokkurinn sem öllu ráði í Kópavogi og þér sé bara beitt fyrir vagninn. Hvað segirðu um það? „Eigum við ekki bara að leyfa mönnum að halda það? Ég hef aldrei gefið neitt fyrir þetta tal. Mér er svo nákvæmlega sama. Ég var sterkur framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands á sínum tíma og mér fannst bara fínt ef stjórninni var þakkað allt. En það ætti að sýna að Sjálfstæðisflokk- urinn ræður ekki öllu að ég hef þrefaldað fylgi Framsóknar- flokksins, úr einum bæjarfulltrúa í þrjá og úr 13 prósentum í 28. En allt byggist þetta í raun á góðu samstarfi. Í sjálfu sér eru pólitísk störf vanþakklát. Það þýðir lítið að bíða eftir því að einhver komi og þakki manni fyrir. Þú verður að horfa yfir sviðið, muna hvern- ig landið var sem þú komst að, svo þegar starfi er lokið þá metur maður hvaða breytingar áttu sér raunverulega stað í þinni starfs- tíð og hvaða þátt þú áttir í þeim og hvort þær teljast breyting til batnaðar eða ekki. Ég held að enginn geti haldið öðru fram en að það hafi verið mikill og góður áfangi fyrir Kópavog að snúa sér að menningarmálunum og efla menningarstofnanir. Ef maður ætlar að byggja upp samfélag þá er ekki nóg að hafa bara eitt öflugt frystihús í bænum, svo dæmi sé tekið. Það þarf að huga að menningunni, félagsstörfum og öllu hinu.“ Hvernig bæjarstjóri heldurðu að Gunnar Birgisson verði? „Það kemur í ljós.“ Ónæmur fyrir skoðanakönnunum Miklar væringar hafa verið í landsmálapólitíkinni. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi Framsóknarflokksins ein- ungis 7,5 prósent. Þegar staða Framsóknarflokksins berst í tal er Sigurður fljótur til svars: „Hún er góð í Kópavogi.“ Hann segist vera stuðningsmaður hins um- deilda fjölmiðlafrumvarps sem sumir segja að hafi skaðað Fram- sóknarflokkinn. „Þetta er frum- varp sem frétta- og blaðamenn um allan heim hafa verið að biðja um. Þeir vilja reglur um eignar- hald á fjölmiðlum. Mín skoðun er 14 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR Frá kyrrstöðu til hreyfingar Sigurður Geirdal lætur af störfum sem bæjarstjóri Kópavogs á næsta ári. Í bæjarstjóratíð hans hefur gríðar- leg uppbygging átt sér stað í Kópavogi „Maður getur vandað sig og gert hluti skammlaust og ég læt aldrei neitt frá mér opinberlega sem ég er ekki búinn að vinna eins vel og ég get. En ég held að ég yrði aldrei mikið meira en miðlungslistamaður.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þ að styttist í að Sigurður Geirdal láti af embætti bæjar- stjóra í Kópavogi en næsta vor tekur Gunnar Birgisson við embættinu og Sigurður verður formaður bæjarráðs. „Bæ- jarráð hefur eftirlit með öllum framkvæmdum og þar er nóg að gera svo ekki verð ég iðjulaus,“ segir Sigurður. Þegar hann er spurður hvort ekki sé erfitt að lækka í tign segir hann: „Það skiptir mig engu máli. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast slíkt erfitt. Það sem skiptir mestu er að vinna ötullega að þeim málum sem maður vill koma áfram. Ég fer úr sviðsljósinu en ég hef reyndar alltaf reynt að sleppa eins auðveldlega undan því og hægt er.“ 14-15 sigurður geirdal 17.7.2004 19:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.