Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 26
„Fólkið á landsbyggðinni er að eld- ast,“ segir Sigurður Sigurðarson rekstrarráðgjafi. Sigurður tók saman aldursskiptingu á lands- byggðinni árin 1992 og 2002 og komst að þeirri niðurstöðu að fólksfækkunin á landsbyggðinni hefur að miklum hluta verið bund- in við aldurshópana undir fertugu. „Þetta er aldurshópurinn sem hefur mestu tekjurnar, vinnur mest og leggur grunn að framtíð- inni,“ segir Sigurður og bendir á að endurnýjun fari einnig fram í þessum aldurhópi. „Þetta eru máttarstólpar samfélagsins.“ Sigurður segir einnig ljóst að neyslumynstur þessa aldurshóps sé ólíkt neyslumynstri þeirra sem eldri eru. „Yngra fólk eyðir meiru í bíó og skemmtanir, hluti sem eldra fólkið telur óþarfa,“ segir Sigurður. „Þegar þetta fólk vantar í samfélagið minnkar neysla á dýrari vörum í kaupfélaginu eða versluninni á staðnum. Það hefur samdrátt í för með sér og þar af leiðandi greiða verslanirnar minna útsvar. Þá minnka tekjur sveitarfélagsins og þar af leiðandi einnig þeirrar starfsemi sem rek- in er á staðnum, hvort sem um er að ræða blómabúð, rakara eða eitt- hvað annað. Þetta rekur sig hvað á annars horn.“ Sigurður segir þróunina því al- varlega fyrir samfélög lands- byggðarinnar. „Þetta þýðir að sveitarfélögin eiga ekki annarra kosta völ en að draga úr fram- kvæmdum og nota þær tekjur sem inn koma til þess að greiða skuld- ir. Sum sveitarfélög geta einungis greitt niður skuldir og séð um dag- legan rekstur en engir peningar eru aflögu til þess að hefja fram- kvæmdir.“ Haldi þróunin áfram telur Sig- urður að það muni enda með ósköpum. „Unga fólkið fer og fólk- ið í byggðinni eldist. Fólki hættir að fjölga og þegar íbúar verða mjög gamlir eru engir til að sjá um þá,“ segir Sigurður. Erfitt verði að standa undir hvers kyns þjónustu, hún leggist því af og hagkvæmni byggðarlagsins verði að engu. Sigurður telur að hvernig sem á málið sé litið horfi til vandræða nema gripið verði til sérstakra að- gerða. „Boltinn er hjá íbúum landsbyggðarinnar,“ segir Sigurð- ur og bætir við að frumkvæði að uppbyggingu verði að koma það- an. Mestu máli skipti að efla at- vinnustarfsemi í byggðarlögum landsbyggðarinnar. „Það þarf að fá íslensk og erlend fyrirtæki til að byggja upp starfsemi á lands- byggðinni,“ segir Sigurður. „Þannig er hægt að efla lands- byggðina.“ Skuldirnar hverfa ekki „Fólksfækkun getur valdið sveit- arfélögum á landsbyggðinni vand- kvæðum,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upp- lýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Skuldir sveitarfé- laganna hverfa ekki en færri stan- da eftir til að greiða þær.“ „Ef íbúum fækkar verulega í sveitarfélagi meðan skuldirnar verða áfram þær sömu fer hlut- fallslega stærri hluti af tekjum sveitarfélagsins til að greiða skuldirnar niður,“ segir Gunnlaug- ur. „Þá hefur fólksfækkunin í för með sér að færri borga í sameigin- lega sjóði.“ Ýmis sveitarfélög úti á landi eiga í erfiðleikum af þessum völd- um að sögn Gunnlaugs. „Þetta er sveitarfélögunum miserfitt en veldur mörgum sveitarfélögum erfiðleikum úti á landi þar sem fólki hefur fækkað.“ Gunnlaugur bendir þó á að miklu skipti hversu vel á veg sveitarfélagið sé komið við að byggja upp þá þjónustu sem sveit- arfélaginu sé skylt að veita. Þannig sé sveitarfélag sem lokið hafi uppbyggingu í mun betri stöðu en jafnskuldsett sveitarfé- lag sem ekki hafi hafið verkið. Gunnlaugur segir að reynt sé að grípa til aðgerða áður en fjár- mál sveitarfélags fari í óefni. „Sveitarfélagið getur endurskoðað forgangsröðun verkefna og þan- nig haft stífara aðhald með rekstri og útgjöldum, auk þess að draga úr verkefnum sem ekki eru lög- bundin,“ segir Gunnlaugur. „Þannig er verulega hægt að draga úr ýmsum kostnaðarliðum.“ Einnig er hægt að sameina sveitarfélög að sögn Gunnlaugs. „Hægt er að ná fram ákveðinni hagkvæmni með því að gera ekki á tveimur stöðum það sem nóg er að gera á einum,“ segir Gunnlaugur. Lokaúrræði er að sameina sveitar- félög með stuðningi eða niður- greiðslu skulda úr jöfnunarsjóði að sögn Gunnlaugs. Einungis sé gripið til þess úrræðis geti sveit- arfélag með engu móti staðið við skuldbindingar sínar. Gunnlaugur segir þó stöðuna sem betur fer á fæstum stöðum svo alvarlega. „Þetta þyngir þó á þar sem fólki hefur fækkað auk þess sem sveitarfélög eru mjög mismunandi skuldsett.“ „Almennt séð finnst mér þetta vera neikvæð þróun,“ segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. „Það verður auðvitað erfitt að halda landinu í byggð ef yngra fólkið flyst þaðan.“ Að sögn Árna hefur ríkis- stjórnin þó verið að reyna ýmsar leiðir til þess að snúa þróuninni við. „Við erum að reyna að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggð- inni bæði í áliðnaði og á fleiri sviðum,“ segir Árni. „Eitt af stóru verkefnunum í ráðuneytinu þessi misserin er verkefni sem lýtur að því að efla sveitarfélögin. Ég held að það geti skipt mjög miklu máli í þessu samhengi að þau verði af þeirri stærðargráðu að þau ráði við að halda úti þeirri þjónustu sem við gerum kröfu til.“ Árni segir þó of snemmt að segja til um árangur af aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Þessi vinna hefur staðið yfir frá síðastliðnu hausti og við förum að sjá tillögur þeirra hópa sem verið hafa að vinna að þessu á næstu vikum,“ segir Árni sem gerir ráð fyrir að tillögurnar feli í sér talsvert mikla sameiningu sveitarfélaga og flutning á stórum málaflokkum frá ríki til sveitarfélaga. Hann nefnir sem dæmi málefni fatl- aðra, hluta af heilbrigðisþjónustu og jafnvel fleiri málaflokkum. Árni viðurkennir að engin vinna hafi farið fram í ráðuneyt- inu um hugsanlegar afleiðingar þess að þróunin haldi áfram á sömu braut. „Það hafa engar rannsóknir farið fram á þessu hjá okkur.“ 18 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR Ungu fólki hefur fækkað mun hraðar en því eldra á landsbyggðinni síð- ustu árin. Þróunin er sú sama víða um land og veldur stjórnendum sveitarfélaganna áhyggjum. Erfiðara er að reka sveitarfélögin og skuld- irnar skiptast milli færri greiðenda. Félagsmálaráðherra segir ráðuneytið með aðgerðir í undirbúningi en of snemmt sé að segja til um árangur. Máttarstólparnir fara HELGA TRYGGVADÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FÓLKSFJÖLDAÞRÓUN Á LANDSBYGGÐINNI Fr ét ta bl að ið /G VA SIGURÐUR SIGURÐARSON GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON ÁRNI MAGNÚSSON Neikvæð þróun Fr ét ta bl að ið /R ób er t Fr ét ta bl að ið /R ób er t Fr ét ta bl að ið /P ét ur SKULDIR SVEITARFÉLAGANNA Hafa aukist sífellt á síðustu árum. Meðal skýringa þess má nefna auk- in verkefni sveitarfélaganna, til að mynda í umhverfismálum. Skulda- söfnun getur þó verið talsvert vandamál í sveitarfélögum þar sem íbúum fækkar og færri sitja eftir með skuldirnar. *skuldir sveitarsjóða án skuldbindinga. Hafa ber í huga að reikningsskilum var breytt árið 2002. Skuldir sveitarfélaganna á íbúa framreiknaðar á núverandi verðlag 2002 266.000* 2001 248.000 2000 236.000 26-27 (18-19) Fréttaúttekt BS 17.7.2004 21:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.