Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 38
Tvíburasysturnar Brynja og Drífa Sigurðardætur, sem þekktar urðu undir nafninu Real Flavaz, eru loksins komnar fram á sjónarsviðið aftur eftir að hafa farið huldu höfði undanfarin ár. Systurnar hafa samið og flutt tvö lög sem notuð eru í stór- myndinni The Door in the Floor og frumsýnd var í Bandaríkjun- um á dögunum. Tod Williams leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar sem byggð er á skáldsögunni A Widow for One Year eftir John Irving en Kim Basinger og Jeff Bridges fara með aðalhlutverk- in. Myndarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda bók Irvings lesin um allan heim. Jeff Bridges er víðsvegar spáð óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í myndinni sem er tilfinningadrama af bestu gerð. Sagan gerist í East Hampton í New York og segir frá hjónabandi þekkts barna- bókahöfundar, Ted Cole (Bridges), og hinnar fallegu Marion (Basinger). Hjónin eiga ýmislegt óútkljáð eftir óum- ræddan harmleik en þegar Cole ræður til sín sumaraðstoðar- mann tekur líf þeirra óvæntum stakkaskiptum. Lög Brynju og Drífu, eða B&D, eins og þær kjósa nú að kalla sig, eru rólegar soulpop ballöður og hljóma á hátt í tvær mínútur í The Door on the Floor en það þykir mjög langur tími í kvikmynd. Á undanförnum árum hafa út- gefendarisar vestan hafs veitt tvíburunum gaum en þær hafa starfað og tekið upp tónlist með mörgum þekktustu útsetjurum tónlistarbransans. Kingsley Gardner og Gerrard Baker höfðu m.a. unnið með Mary J. Blige og Diana King þegar þeir komu til Íslands eingöngu til að útsetja lög með systrunum. Síð- ustu ár hafa stelpurnar flakkað milli Íslands og New York og tekið upp tónlist í þekktum hljóðverum. Afraksturinn er þrjátíu fullunnin lög sem óvíst er hvenær heyrast á Íslandi. B&D voru valdar úr hópi um- sækjenda af sjónvarpsstöðinni MTV til að koma fram fyrir Íslands hönd í Trevor Nelsons Lick Party sem haldið var í fyrra á Broadway. Sjónvarpsþátturinn The Lick sýndi frá partíinu á MTV um allan heim. Lög systr- anna hafa einnig verið spiluð víðsvegar á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og af plötusnúð- um í New York. Óhætt er að seg- ja að þær séu orðnar vel þekktar neðanjarðar í bandaríska tónlist- argeiranum og tímaspursmál hvenær restin af heiminum upp- götva þær. Stelpurnar eru staddar í New York um þessar mundir og einbeita sér nú helst að lagasmíðum. ■ 30 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR ... fá aðstandendur Tom Selleck hormottukeppninnar sem haldin var á Sirkus fyrir að lífga upp á tilveruna. HRÓSIÐ TÓNLIST BRYNJA OG DRÍFA ■ Byrjuðu að rappa á Íslandi en eiga nú tvö lög í stórmyndinni The Door in the Floor sem skartar Kim Basinger og Jeff Bridges í aðahlutverkum. FRÉTTIR AF FÓLKI ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Björgólfur Jóhannsson Skagafirði Patrick Vieira www.gitarskoli.com Laugavegi 32 sími 561 0075 Að frumkvæði Leikfélags Akureyr- ar leggur söngleikurinn Hárið land undir fót í september til að flytja verkið fyrir norðlenska áhorfendur. Framtakið er hluti af stefnu Leikfé- lagsins að bjóða upp á fjölbreytt leikhús í hæsta gæðaflokki en Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri á Akureyri, segir miðasöluna á Hárið fara í gang í næsta mánuði um leið og Leikfélag Akureyrar kynnir kröftuga vetrardagskrá leik- hússins. Með Magnús Geir í broddi fylk- ingar má búast við því að Leikfélag Akureyrar eigi eftir að setja sinn lit á leikhúslíf landsmanna í vetur. Áætlað er að frumsýna fjögur verk á næsta leikári leikfélagsins og margir af fremstu listamönnum landsins koma til með að taka þátt í sýningunum. Stefnt er einnig á fjórar gestasýningar, þrjár koma frá Reykjavík og í þeim hópi er söng- leikurinn Hárið, en ein kemur er- lendis frá. Hárið, sem sýnt er nú við góðar undirtektir í Austurbæ um þessar mundir, verður sett upp í íþrótta- höllinni á Akureyri 24. september en húsið tekur um 1.700 manns í sæti. ■ „Þetta er besta partíplata sög- unnar,“ segir tónlistarmaðurinn Love Guru en í síðustu viku gaf hann út plötuna Partý hetja. „Þarna er að finna lög á borð við Einn, tveir Selfoss og Skíta- móralsklassíkina, Farinn, sem ég syng með stelpunum í Nylon,“ segir Love Guru en Hreimur í Landi og sonum og Tinna Marína eru meðal þeirra sem leggja honum lið á nýju plötunni. „Eins og platan gefur til kynna þá er ég náttúrlega ofurhetja þegar kemur að partíum. Ef þú ert staddur á Esjunni og það er ver- ið að ræna þig þá get ég lítið gert en með ofurheyrninni minni heyri ég alltaf þegar það er lé- legt samkvæmi í bænum og þá mæti ég á svæðið og bjarga stemningunni.“ Love Guru hefur túrað um landið í sumar. „Þegar ég skemmti mæti ég á svæðið með Funky Allstars sem samanstend- ur af dönsurum, söngvurum og plötusnúðum sem ferðast með mér og okkur hefur verið tekið bærilega.“ Love Guru er með jákvæðan boðskap í sínum textum og tryllir ungviðið með áróðri um að reykja hvorki né drekka. „Ég byrjaði á að vera með eitthvað gredduhjal í textunum en er búinn að vera að reyna að breiða yfir þann ósóma síðan ég byrj- aði. Yngri krakkarnir virðast vera ginnkeypt fyrir tónlistinni og nú vil ég reyna að koma já- kvæðum boðskap á framfæri og sýna fram á hvað ég er á móti eiturlyfjum og brennivíni.“ Boðskapnum skilar Love Guru í textum sínum. „Til dæmis segi ég í laginu Einn, tveir Selfoss, Allir hér inni í hús- inu/ haldið ykkur frá búsinu/ fáið ykkur frekar rúsínu.“ Love Guru verður á Eskifirði um næstu helgi en heldur uppi stuðinu á Neskaupstað og Akureyri um verslunarmannahelgina. ■ LOVE GURU Hefur snúið frá villu síns vegar og er nú með jákvæðan og uppbyggjandi boðskap í textum sínum fyrir ungviði landsins. TÓNLIST LOVE GURU ■ Er ofurhetja þegar kemur að partíum en Tinna Marína, Hreimur og Nylon eru meðal þeirra sem leggja tónlistarmannin- um lið á nýrri plötu. Halda sig frá búsinu og fá sér rúsínu Hárið til Akureyrar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI HÁRIÐ Leikfélag Akureyrar hefur fengið krakkana í Hárinu til að leggja land undir fót. Lög Brynju og Drífu hljóma í stórmynd: Tvíburadívurnar í Hollywoodmynd BRYNJA OG DRÍFA Kalla sig B&D og eru að gera það gott í Ameríku. Glúmur Baldvinsson, sonur JónsBaldvins Hannibalssonar skrifar reglulega kjallaragreinar í DV. Í helg- arblaðinu gerir hann umfjöllun DV um forræðisdeilu Snæfríðar, systur sinnar, og Marco Brancaccia sem hefur úttalað sig um ósléttar farir sínar í samskiptum við Jón Baldin á síðum DV undan- farið. Glúmur undrast mjög efnistök „blaða- strákanna „ á DV og fær ekki betur séð en að sam- kvæmt DV tilheyri hann einni valdamestu ætt Íslands og að Jón Baldvin sé samkvæmt DV engu minni bógur en sjálfur Guð- faðirinn Don Cor- leone og teygi anga sína og áhrif um heiminn þver- an og endilangan til þess eins að leggja steina í götu Marcos sem virðist samkvæmt pistlahöfundinum vera hið mesta fól sem lemur konur og heldur þeim í hálfgerðu stofufangelsi en réttlætir varðhaldið með aðgang þeirra að greiðslukorti og bíl. Loka- niðurstaða hans í pistlinum er síðan sú að samkvæmt hugmyndafræði DV sé það „bömmer“ að nú- tímakonur geti um frjálst höfuð strok- ið. Ritstjórar DV senda leigupenna sínum tóninn í kjölfar kjallaragreinar- innar og segja greiningu hans byg- gða á „þeim barnalega misskilningi að allt það sem skrifað stendur í dag- blaði sé á einhvern hátt skoðun blaðsins.“ Stjórnmálaskýrandinn vaski EgillHelgason er löngu kominn í sum- arfrí og nýtur lífsins með fjölskyldu sinni í Evr- ópu á með- an trylltir k r a m p a - kippir fara um pólitík- ina heima á klakan- um. Egill lét þó í sér heyra í vik- unni á heimasíðu sinni á Strik.is. Þá var hann staddur í Grikklandi og var að komast í almennilegt netsam- band í fyrsta sinn í nokkrar vikur. Hann lét sér fátt um lætin hér heima finnast þar sem hann „bloggaði“ frá flugvallarhótelinu í Aþenu: „Hef varla haft nema pata af íslenskri pólitík. Hún verður hálf óraunveruleg - kannski líka lítilfjörleg og leiðinleg - þegar maður kemst burt frá henni í smá tíma. Hvað er annars að gerast? Hafa menn misst glóruna eða eru þeir bara svona óforskammaðir? Allavega virðist manni að sumir hafi endanlega misst sjónar á því um hvað stjórnmál snúast. Þetta lítur út eins og tómir útúrsnúningar.“ Svo mörg voru þau orð um hamagang- inn. Egill er að öðru leyti eldhress og tekur myndir með farsímanum sínum og þannig lét hann eina slíka af grískum öndvegissúlum fylgja með pistlinum. 46-47 (30-31) fólk 17.7.2004 19:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.