Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR Óljóst Allir hafa á tilfinningunni aðstjórnmál, eins og við þekkjum þau, séu úrelt fyrir löngu og óhætt að afskrifa þau eins og hverja aðra hjátrú. Þrátt fyrir það halda þau áfram að skipa sér í flokka sem eru nokkurn veginn eins. ALLIR hafa á tilfinningunni að einu gildi hver sjónvarpsstöðin er, á þeim er öll kvöld verið að sýna, ljúka við að sýna eða verða brátt sýndir bandarískir framhaldsþætt- ir, allir nokkurn veginn eins: Eins- konar fjölskylda á heima í húsi þar sem er stofa með sófa fyrir fram- an sjónvarp og einskonar eldhús- krókur til hliðar. Fólkið í einskonar fjölskyldunni er alltaf að hringja dyrabjöllunni, rjúka inn, skella sér í sófann, lyfta augabrúnum, baða út höndum og segja útþynnta brandara, þá sömu og í fyrra og hittifyrra. En stundum er farið á krá þar sem brandararnir halda áfram, augnagoturnar og fyndnir menn geifla sig. ALLIR hafa á tilfinningunni að þrátt fyrir frelsisstríðið í Afganist- an haldi konur þar áfram að vera í búrku og landið hafi aldrei fram- leitt meira af eiturlyfjum, þótt hugsjónabarátta kristinna karla og kvenna hafi átt að hindra hvorttveggja. ALLIR vita að Saddam Hussein beið ósigur og hefur verið dreginn fyrir lög og dóm af áður helsta samstarfsmanni sínum við ódæðið, manni sem varð saklaus við það að vera settur í æðsta embætti þjóð- arinnar af réttlátasta forseta hins kristna heims. Kannski hefur fyr- irbyggjandi stríð hans kostað færri mannslíf en einræði Sadd- ams en eyðilegging á landi og mannvirkjum er meiri og niður- staðan verður líklega sú að hryðju- verkamenn komast til valda í lok- in. ALLIR vita að hér er háð barátta milli laga og löggjafarvalds og lög- fræðingar til með hreinar hendur sem vilja halda uppi lögum og kannski líka rétti og svipað hafi áður gerst í löndum á meginland- inu með þeim árangri að andi Berlusconi ríkir: Að forsætisráð- herra skuli sitja að völdum þótt allt hafi hrunið undan stjórn- sýslunni. Lýðræði hans er það að fara aldrei frá völdum. VIÐ lifum á óljósum tímum með óljósa framtíð, en framtíð samt. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma 40 (32) bakhlidin 17.7.2004 22:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.