Fréttablaðið - 21.07.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 21.07.2004, Síða 1
● willum nokkuð bjartsýnn Evrópukeppnin: ▲ SÍÐA 20 Shelbourne eru sigurvissir ● undirskriftarsöfnun hafin Jójó: ▲ SÍÐA 38 Vill lokun Austurstrætis MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR Hljómsveitin Dúndurfréttir leikur bestu lög Pink Floyd og Led Zeppelin á skemmtistaðn- um Gauk á Stöng í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA LÉTTSKÝJAÐ Einkum á vesturhelmingi landsins. Fer að rigna suðaustan og austan til í kvöld. Hiti 10–20 stig. Sjá síðu 6. 21. júlí 2004 – 197. tölublað – 4. árgangur ENDUR HVERFA Nokkrum öndum var rænt við andapoll í Laugardalnum í gær. Sjónarvottar sem létu lögreglu vita voru ekki með farsíma á sér og gátu ekki tilkynnt málið fyrr en anda- ræningjarnir voru á bak og burt. Sjá síðu 6 BLÓÐIÐ ER ÚR SRI Maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Sri Rah- mawati er grunaður um að hafa banað henni. Í íbúð mannsins voru merki um barsmíðar, þar fannst blóð auk ummerkja um blóð sem hafði verið þrifið eða reynt að þrífa. Sjá síðu 2 SH KAUPIR BRESKT FÉLAG Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna keypti breskt matvæla- fyrirtæki sem sérhæfir sig í kældum fisk- afurðum. Gengi bréfa í SH tók kipp upp við tíðindin. Forstjórinn segir kaupin í samræmi við stefnumótun félagsins. Sjá síðu 8 HÁSPENNULÍNUR VIÐ GLUGGANN Bóndinn á Eyrarteigi vill fá bætt að fullu íbúðar- hús sem hann segir ónýtt vegna nálægðar við fyrirhugaða Fljótsdalslínu 3 og 4. Landsvirkjun hefur sótt um heimild ráðherra til eignarnáms á fimm jörðum vegna línunnar. Sjá síðu 12 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 21 Berglind Björk Jónasdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Röndótti sófinn góð kaup ● fjármál Kristín Linda Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Ritstýrir Húsfreyjunni ● hefur komið út í 55 ár AFTURKÖLLUN „Ég hygg að það sé vilji allra að setja lög um fjölmiðla, hvort sem það gerist á þessu þingi eða næsta haust,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. Á fundinum var rætt um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi fjölmiðlalögin sem forseti synjaði staðfestingar og jafn- framt að hætta við að setja ný lög. „Það telja allir, nema þeir sem eru hrein handbendi aðila úti í bæ, að það eigi að setja reglur um fjölmiðla,“ sagði Davíð. „Stjórnmálamenn eiga að setja fram sjónarmið sín og berjast fyrir þeim. Ég tel að þegar rykið hefur sest munum við sjá hverjir hafa staðið málefnalega að málunum og hverjir ekki. Það er leiðinlegt að forseti skyldi ákveða að ráðast á Alþingi,“ sagði Davíð. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagðist hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með málalyktir. „Það auðvitað blasir við að þær tillögur sem forsætisráðherra hefur teflt fram og þingflokkur okkar hefur stutt á þingi hafa ekki náð fram að ganga,“ sagði Bjarni. Jónína Bjartmarz, varaformaður nefndarinnar, sagði niðurstöðuna hvorki sigur né ósigur nokkurs. „Við erum með þessari leið að reyna að skapa sátt í samfélaginu og koma í veg fyrir aukna sundrung,“ sagði Jónína. Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna sögðust telja það lýðræðis- legast og jafnframt öruggast gagn- vart stjórnarskránni að þjóðar- atkvæðagreiðslan færi fram. „Þetta er stórsigur þeirra sem hafa barist frá upphafi gegn þessum fráleita málatilbúningi ríkisstjórn- arinnar og að sama skapi gríðarlegt áfall fyrir stjórnina,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Þinghald heldur áfram í dag og er búist við skjótri afgreiðslu málsins. sda@frettabladid.is Sjá nánar á síðum 4 og 10. Ríkisstjórnin vill enn fjölmiðlalög Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina. HEYFENGUR MIKILL Einmuna hagstætt veðurfar í vor og sumar hefur komið sér vel fyrir bændur um allt land. Heyfengur er víða mjög mikill og er Álftanesið engin undantekning þar á. Heyskapur stóð þar yfir af fullum krafti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið þar um. Flótti úr fangelsi: Flýðu til að sækja bjór BANDARÍKIN, AP Fjórir fangar flýðu fangelsi sitt í Tennessee í Bandaríkjunum til þess eins að snúa aftur sama kvöld, með fjóra kassa af bjór. Fangarnir flýðu þegar þeir komust að því að fangelsið var ólæst. Tveir þeirra fóru í næstu kjörbúð og keyptu bjór sem þeir sneru aftur með. Fjórmenning- arnir hafa verið ákærðir fyrir flótta og að smygla áfengi inn í fangelsi. Fangar eru alla jafna í bún- ingum sem eiga að gera þá áberandi ef þeir flýja. Svo var ekki í þessu tilfelli því of fáir fangabúningar eru til í fangels- inu sem hýsir fleiri fanga en það var byggt fyrir. ■ RAMALLAH, AP Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia, gerir kröfur um að heimastjórn hans fái aukin völd ella láti hann af störfum. Qureia skýrði Jasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, frá ákvörðun sinni í gær en mun þó starfa áfram til bráðabirgða. Átökin milli Qureia og Arafat ganga út á það hvort Arafat sé til- búinn til að gefa eftir hluta af al- gjörum yfirráðum sínum. Þá deila þeir um yfirráð yfir öryggissveit- um Palestínumanna og hvort Qureia sitji áfram í embætti. Ísraelsk stjórnvöld líta á sterk tök Arafat á málefnum Palestínumanna sem ógn við friðarvonir í Miðausturlöndum. Haft er eftir háttsettum embætt- ismanni innan heimastjórnarinnar að deila mannanna tveggja hafi ekki verið leyst. Arafat neiti enn að taka afsögn Qureia síðan í síðustu viku gilda meðan Qureia haldi henni til streitu. Ef Qureia lætur af störfum og stjórnin fellur án þess að hafa starf- að í heilt ár verður það bakslag fyrir viðleitni Arafats að sýna fram á hreyfingu í átt til lýðræðislegri stjórnunarhátta í Palestínu. ■ Forsætisráðherra Palestínu: Gerir kröfur um aukin völd LEIÐTOGAR FUNDA Forsætisráðherra og leiðtogi Palestínumanna funduðu í gær vegna deilna um afsögn. Forsætisráðherrann mun starfa áfram til bráðabirgða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA M YN D /A P ÍSLANDSBANKI Markaðurinn bíður átekta eftir næstu skrefum. Viðskipti með bréf Íslandsbanka: Vekja athygli á markaði VIÐSKIPTI Kaup Bykofjölskyldunn- ar á tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka hafa vakið athygli á fjármálamarkaði. Hugsanlegt er að þessi kaup séu upphafið að stærri fléttu sem skerpi eignar- haldið á bankanum. Aðilar á markaði velta vöngum yfir framhaldinu eða hver þróun- in verði á bankamarkið næstu mánuðina. Markmiðið með kaup- unum mun skýrast í næstu skrefum. Sjá síðu 6 01 20.7.2004 21:43 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.