Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 2
ELDUR Eldur kom upp í klæðningu gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárdal í gær. Elliðaárdalur: Eldur í gömlu rafstöðinni ELDSVOÐI Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í El- liðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla. Enginn var inni í hús- inu þegar eldurinn kom upp. Upptök eldsins voru í einangrun og þurfti slökkvilið að rífa klæðningu af gafli til þess að komast að eldin- um. Tók það nokkurn tíma en eftir það gekk slökkvistarf fljótt og vel fyrir sig. Nokkrar skemmdir urðu á gafli og þaki hússins. Garðyrkjufólk var á staðnum þegar eldurinn kom upp en talið er að kviknað hafi í út frá lömpum sem notaðir eru til þess að brenna ill- gresi. ■ 2 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Innbrot og skemmdarverk í vexti: Skera upp herör gegn afbrotum BÆJARMÁL „Bæjarstjórnin var sammála um að taka frumkvæði og reyna að skera upp herör gegn vaxandi innbrotum og skemmdarverkum á Seltjarnar- nesi sem er, eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, í vexti,“ segir Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi. Jónmundur segir að ákveðið hafi verið á setja á laggirnar hóp sem hafi það verkefni að marka stefnu bæjarins gegn slíkum afbrotum. Hann segir þá vinnu þegar hafna þar eð til að marka stefnu þurfi að sjá hver staðan er. Jónmundur segir innbrot og skemmdarverk í bænum vera orðið nær dagleg brauð. Á síð- ustu mánuðum hafi til að mynda þrívegis verið brotist inn í bæj- arskrifstofurnar auk annarra fyrirtækja og heimila á Sel- tjarnarnesi. Hann segir bæinn hafa sér- stöðu þar sem nánd og sam- heldni íbúa sé mikil og því ætti að vera vænlegt til árangurs að taka höndum saman og reyna að stöðva þessa óheillaþróun. Starfshópurinn mun leita eftir samstarfi við lögregluyfirvöld og dóms- og kirkjumálaráðneyti um mótun tillagna. ■ Blóðið í íbúð og bíl mannsins er úr Sri Maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Sri Rahmawati er grunaður um að hafa banað henni. Í íbúð mannsins voru merki um barsmíðar, þar fannst blóð auk ummerkja um blóð sem hafði verið þrifið eða reynt að þrífa. Varðskip Landhelgisgæslunnar öll í landi: Landhelgin óvarin um tíma MORÐRANNSÓKN Blóðið sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem nú sit- ur í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Sri Rahmawati er hennar. Maður- inn er talinn vera valdur að dauða konunnar en síðast er vitað af Sri Rahmawati á heimili mannsins við Stórholt. Í dag verður farið fram á að gæsluvarðhald yfir manninum verði framlengt. DNA-rannsókn á blóðinu fór fram í Noregi og hefur niður- staðnanna verið beðið í nokkurn tíma og er málið nú formlega rannsakað sem morð. „Við höfð- um grunsemdir sem nú hafa verið staðfestar. Við lét- um fjölskyldu hennar strax vita af grunsemdum okkar og höfum tjáð þeim niður- stöður rannsókn- anna,“ segir Sig- urbjörn Víðir Eggertsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregla hefur ráðið af ummerkjum á vettvangi að Sri Rahmawati hafi verið ráð- inn bani. „Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, þar fannst blóð og þar voru jafnframt ummerki um blóð sem hafði verið þrifið og reynt að þrífa,“ segir í frétta- tilkynningu frá lögreglunni. Í gær leitaði lögreglan kon- unnar á einu svæði í nágrenni Reykjavíkur án árangurs. Leit þriggja kafara í sjónum við bryggjuna á Geldinganesi á mánudag var einnig árangursl- aus. Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið konunni bana er 45 ára. Hann hefur setið í gæslu- varðhaldi síðan 7. júlí en hann var handtekinn degi áður. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prent- un í gær hversu langa framleng- ingu á gæsluvarðhaldinu lögregl- an fer fram á í dag. Maðurinn sem er barnsfaðir og fyrrum sambýlismaður Sri Rahmawati neitar enn staðfastlega að eiga nokkurn þátt í hvarfi hennar. hrs@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Útlit er fyrir að ekk- ert íslenskt varðskip gæti land- helgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí. Munu samkvæmt heimildum blaðsins einhverjir dagar líða áður en annað varðskip fer út í staðinn og því verður landhelgi Íslands óvarin með öllu á meðan. Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, viðurkennir að til þess gæti komið að öll varðskipin séu í höfn í einu í stuttan tíma en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Málefni LHG hafa lengi ver- ið í lausu lofti. Fjárskortur hef- ur hrjáð um langan tíma og hef- ur forsvarsmönnum stofnunar- innar ítrekað verið gert að skera niður ár frá ári. Til að halda sig innan fjár- laga er gripið til ráða á borð við það að kaupa olíu og vistir af Færeyingum þegar þess er nokkur kostur enda kostnaður þar talsvert minni en hér. Sá fjöldi daga sem skip Gæslunnar eru á sjó fer árlega fækkandi fyrir utan þá staðreynd að öll skip hennar eru komin vel til ára sinna. Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, sem fer með málefni LHG, vísaði fyrirspurnum vegna þessa á stjórnendur Landhelgisgæslunnar. ■ Tvöföldun Vesturlandsvegar: Jarðvélar buðu lægst SAMGÖNGUR Jarðvélar í Kópa- vogi áttu lægsta tilboð í tvö- földun Vesturlandsvegar frá gatnamótum Víkurvegar að Skarhólabraut sem er þriggja og hálfs kílómetra vegkafli. Tilboðið hljóðar upp á 576 milljónir króna sem er töluvert lægra en áætlaður kostnaður. Næstlægsta tilboðið átti K.N.H. ehf. á Ísafirði eða tæpar 590 milljónir króna. Ístak ehf. átti hæsta tilboðið í verkið, rúmar 773 milljónir. ■ LAUS ÚR HALDI Mannræningjar slepptu Angelo dela Cruz. Filippseyski gíslinn: Frjáls á ný FILIPPSEYJAR, AP Filippseyska gíslin- um í Írak, Angelo dela Cruz, var sleppt úr haldi uppreisnarmanna í gær. Þá höfðu filippseysk stjórn- völd orðið við kröfum mannræning- janna um að kalla allt lið sitt frá landinu. Lausn Cruz var fagnað. Eigin- kona hans sem var komin til Jórdan- íu til að vera nær atburðunum táraðist þegar fréttist að hann væri laus úr haldi. „Við hljótum að fagna þessum góðu fréttum,“ sagði Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, skæl- brosandi í sjónvarpsávarpi. Bandarískir og íraskir embættis- menn gagnrýndu filippseysk stjórn- völd harkalega fyrir að láta undan kröfum mannræningja. Þeir óttast að það verði til að ástandið versni enn. ■ ■ EFNAHAGSMÁL ,,Við létum fjölskyldu hennar strax vita af grunsemd- um okkar og höfum tjáð þeim niðurstöður rannsókn- anna. „Nei, ég á ekki von á því. Ætli það verði ekki sama góða fólkið.“ Geir Jón Þórisson er yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík er komin með nýtt síma- númer og símkerfi. Nýja númerið er 444 1000. SPURNING DAGSINS Geir Jón, hringir skemmtilegra fólk í nýja númerið? EINKANEYSLA VEX HÆGAR Grein- ingardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í gær að svo virðist sem hægt hafi á vexti einka- neyslu á síðustu mánuðum. Mikill vöxtur hefur verið í neyslu undan- farið en nú virðist tiltrú almenn- ings hafa minnkað, þótt enn sé gert ráð fyrir 3,7% hagvexti. LÍTIL SÓKN Í HÚSBRÉF Í júlí í ár hafa einungis verið samþykkt íbúðalán fyrir um 800 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra námu lánveitingar Íbúðalánasjóðs 1,9 milljarði. Þetta kom fram í Morg- unkorni Íslandsbanka. FJÁRFESTA ERLENDIS Í Vegvísi Landsbanka Íslands í gær kom fram að mikill vöxtur hefur verið í fjárfestingum Íslendinga erlendis. Árið 2003 nam fjárfesting erlendis 119 milljörðum króna og jókst um 17,6 prósent. Mest fjárfesta Íslend- ingar í matvælafyrirtækjum, fjár- málastarfsemi og verslun. VARÐSKIP GÆSLUNNAR Öll þrjú varðskipin eru komin vel til ára sinna og þurfa sífellt viðameira viðhald. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON BÆJARSTJÓRI Hópur til að marka stefnu bæjarins gegn innbrotum og skemmdarverkum verður settur á laggirnar á Seltjarnarnesi. Tillögur hópsins verða kynntar um miðjan janúar. LÖGREGLA HEFUR LEITAÐ SRI Í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR Grunur lögreglunnar um morð hefur verið staðfestur. Lögregla lét fjölskyldur Sri strax vita af grunsemdum sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Tvær bílveltur: Fimm á sjúkrahús UMFERÐARSLYS Fimm slösuðust í tveimur bílveltum í gær. Kona slasaðist alvarlega þegar bíll valt í innan við Hólabæ í Langa- dal. Þrír voru með henni í bílnum og slösuðust þeir minna. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti konuna á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún gekkst undir aðgerð. Ekki feng- ust upplýsingar um líðan hennar í gærkvöldi. Þá slasaðist maður lítils- háttar þegar bíll hans valt í Villinga- holtshreppi. Hann var fluttur á sjúkrahús á Selfossi til skoðunar. ■ Ólympíuleikarnir í Aþenu: Íslenskt kerfi notað VIÐSKIPTI Hugbúnaðarlausnir frá Landsteinum - Strengi verða notað- ar í öllum verslunum á Ólympíuleik- unum í Aþenu sem hefjast í ágúst. Í fréttatilkynningu frá félaginu kem- ur fram að um 110 verslanir sé að ræða og að í kjölfar leikanna verði kerfi frá íslenska fyrirtækinu tekin í notkun á flughöfnum víðs vegar um Grikkland. Þar segir einnig að grískur sam- starfsaðili Landsteina - Strengs hafi sett upp kerfið fyrir ástralskt fyrir- tæki sem sér um rekstur verslana á leikunum. ■ 02-03 20.7.2004 21:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.