Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 6
6 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Bíræfnir þjófar á ferð: Öndum rænt í Laugardal LÖGREGLUMÁL Nokkrum öndum var rænt við andapoll í Laugardalnum í gær samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík. Þeim barst tilkynning frá sjónarvottum sem sögðu menn hafa komið með net og lagt fyrir endurnar, stungið þeim í poka og haldið sína leið, en skilið ósjálfbjarga unga eftir. Sjónarvottar sem létu lögreglu vita voru ekki með farsíma á sér og gátu ekki tilkynnt málið fyrr en andaræningjarnir voru á bak og burt. Einn sjónarvotta segir þetta ekki í fyrsta sinn sem svona gerist og yfirleitt séu mennirnir fimm til sex saman. Lögreglan rannsakar málið en hefur engar áreiðanlegar vísbendingar um hver tók fuglana. Að öllum líkindum voru end- urnar ætlaðar til neyslu. Lögregl- an gat ekki staðfest hvort þetta væri í fyrsta skipti sem þetta gerist, starfsmenn Umhverfis- og náttúruverndarstofnun Reykja- víkur sögðu í samtali við Frétta- blaðið ekki hafa orðið vara við mál af þessum toga, en það sé mjög alvarlegt ef þetta reynist rétt. ■ Nýjar stoðir í burðarvirki banka Bykofjölskyldan hefur eignast tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Ekki er loku fyrir það skotið að framhald verði á kaupum og fjölskyldan bætist í hóp kjölfestufjárfesta bankans. VIÐSKIPTI Kaup Bykofjölskyldunnar á hlut í Íslandsbanka hafa vakið at- hygli á fjármálamarkaði. Hugsan- legt er að þessi kaup séu byrjunin á stærri fléttu sem eigi eftir að skerpa eignarhaldið á bankanum. Úti á markaðinum velta menn vöngum yfir framhaldinu og hver þróunin muni verða á bankamarkið næstu mánuðina. Þótt kaupin séu nafni Steinunnar dóttur Jóns Helga í Byko er talið að Jón Helgi sé við stýrið í þessum viðskiptum. Hlutur- inn sem var keyptur í þessari lotu var innan við fimm prósent. Þar með þarf ekki að tilkynna viðskiptin á markaði. Glöggur á tækifæri Jón Helgi er bæði farsæll rekstr- armaður og fjárfestir með mikið fjárhagslegt bolmagn. Byko og Kaupás sem er í eigu fjölskyldunnar reka matvöru-, byggingavöru-, sport- og húsgagnaverslanir, auk raftækja- verslunarinnar Elko. Þar fyrir utan er fjölskyldan með ráðandi hlut í Flugleiðum og umtalsverða erlenda starfsemi. Jón Helgi hefur að undan- förnu verið glöggur á tækifæri á markaði. Margir eru á því að kaupin í Íslandsbanka bendi til þess að hann vilji ná áhrifastöðu í bankanum. Íslandsbanki hafði milligöngu um kaupin og þykir flest benda til þess að stjórnendur bankans og ráðandi eigendur séu mjög hlynntir aðkomu Jóns Helga að bankanum. Forstjóri Íslandsbanka, Bjarni Ármannsson, hefur marga fjöruna sopið þegar litið er til eigendahóps bankans. Hann hefur lengi sóst eftir traustu baklandi í eigendahópnum og að átökum um völd í bankanum linni. Heimildarmenn á fjármálamarkaðin- um telja líklegt að aðkoma Byko- fjölskyldunnar sé til þess fallinn að styrkja eigendahópinn og skapa festu í bankanum. Talið er líklegt að Bjarni hafi ráðið nokkru um aðkomu fjölskyldunnar að bankanum. Unnið með mörgum Jón Helgi hefur sjálfur lýst sér sem tækifærissinna í viðskiptum. Hann hefur unnið með ólíkum hóp- um í viðskiptalífinu. Þannig seldi hann Landsbankanum lykilhlut í Straumi fjárfestingarbanka þegar Landsbankamenn gerðu atlögu að Kolkrabbanum. Þá fjárfesti hann með Ólafi Ólafssyni, forystumanni S-hópsins, í olíufélaginu Keri. Menn velta því vöngum yfir því hvert Jón Helgi stefni með fjárfestingu sinni. Eitt sé hins vegar öruggt, svo stór fjárfesting er ekki vanhugsuð af hans hálfu. Hlutleysi hefur ekki ein- kennt fjárfestingar fjölskyldunnar. Viðskiptin á markaði hafa markast af sýn á tækifæri til skemmri tíma eða að því að eignast ráðandi hlut til þess að marka stefnu fyrirtækjanna sem keypt er í. Selur fyrir rétt verð Kaupin hafa gefið þeim byr í seglin sem telja líklegt að Lands- bankinn og Íslandsbanki sameinist. Sæki Landsbankinn á áhrif í Ís- landsbanka á ný, þá getur Byko- fjölskyldan aftur ráðið lykilhlut líkt og gerðist þegar barist var um Straum. Það þykir einkenna Jón Helga að hann sé alltaf tilbúinn að selja fyrir rétt verð. Verði valda- barátt í bankanum gæti hann fengið gott verð fyrir núverandi eign. Hinn möguleikinn er að Jón Helgi vilji koma sér fyrir sem einn af stærstu hluthöfum bankans og beina kröftum sínum að því að efla bankann og marka honum stefnu. Íslandsbanki er vel rekinn og jafn fær rekstrarmaður og Jón Helgi kann örugglega vel að meta slíkt. Stjórnendur hans eru öflugir, en mat margra er að veikleikar hafi legið í ósamstæðu bankaráði. Innan úr bankanum heyrist þó að nú um stundir að bankaráðið vinni vel saman. Jón Helgi er talinn flinkur kaupsýslumaður og líklegur til þess að geta leitt bankaráð Íslandsbanka með farsælum hætti. Möguleikar á sterkri stöðu Eignarhald Íslandsbanka er dreift. Stórir eigendur eru með framvirka samninga. Landsbankinn hefur kauprétt á samningi Helga Magnússonar á genginu 8,6 sem er undir lokagengi síðustu daga. Þar með gæti bankinn hagnast á að nýta kaupréttinn og annaðhvort selja Helga með nýjum samningi eða Jóni Helga, sækist hann eftir auknum hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna á einnig stóran hlut í bankanum. Þegar Landsbankinn keypti hlut í Íslandsbanka reyndu fjárfestar að bjóða í hlut Lífeyrissjóðsins. Þá vildi sjóðurinn fá töluvert hærra gengi en almennt var í viðskiptum á þeim tíma. Gengi bankans nú er mjög nærri því gengi sem lífeyrissjóður- inn hafði skilgreint sem ásættanlegt fyrir sig. Möguleikar Bykofjölskyldunnar til þess að ná sterkri stöðu í bankan- um eru þónokkrir. Steinunn Jóns- dóttir, dóttir Jóns Helga, vildi ekki tjá sig um þessi viðskipti. Forystu- menn Íslandsbanka sem rætt var við vildu heldur ekkert tjá sig um málið. Markmiðið með kaupunum mun skýrast í næstu skrefum. ■ Flugfarþegi: Barinn af flugþjónum RÚSSLAND, AP Tveir drukknir flug- þjónar börðu farþega eftir að hann gerði athugasemd við drykkju þeirra og bað um að vera afgreiddur af allsgáðum flug- þjóni. Í Rússlandi er nokkuð algengt að flugfarþegar gangi í skrokk á flugþjónum og flugfreyjum. Það er hins vegar einsdæmi, eftir því sem næst verður komist, að hlut- verkin snúist við. Það gerðist þó í innanlandsflugi hjá Aeroflot. Far- þeginn var blár og marinn að flugi loknu og fór beint til læknis til að fá áverkavottorð. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,16 0,28% Sterlingspund 132,21 -0,42% Dönsk króna 11,87 0,12% Evra 88,28 0,11% Gengisvísitala krónu 122,71 -0,01% Kauphöll Íslands - hlutabréf Fjöldi viðskipta 241 Velta 1.169 milljónir ICEX-15 3.092 0,59% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 318.045 Landsbanki Íslands hf. 153.059 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 149.104 Mesta hækkun Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. 3,39% Íslandsbanki hf. 2,84% Burðarás hf. 2,83% Mesta lækkun Össur hf. -1,47% SÍF hf . -1,43% Og fjarskipti hf. -1,42% Erlendar vísitölur DJ * 10.106,4 0,12% Nasdaq * 1.901,8 0,95% FTSE 4.339,4 0,42% DAX 3.837,6 0,65% NIKKEI 11.258,4 -1,55% S&P * 1.103,9 0,27% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hver er forstjóri Landsvirkjunar? 2Hvaða stofnun tók nýtt símkerfi ogsímanúmer í notkun í fyrradag? 3Eignarhaldsfélag hvaða konu hefurkeypt tæp 5% í Íslandsbanka? Svörin eru á bls. 22 BLAÐ LEYFT Á NÝ Íraski forsætisráðherrann, Iyad Allawi, hefur heimilað útgáfu vikublaðs sem bandaríska her- námsstjórnin bannaði á sínum tíma. Al-Hawza var málgagn rót- tæka sjíaklerksins Mutqtada al- Sadr. Í því birtust ræður klerks- ins og gagnrýni á hernámsliðið. ■ ÍRAK Í LAUGARDAL Sjónarvottur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem endur eru teknar úr tjörninni. UNNIÐ MEÐ MÖRGUM Jón Helgi Guðmundsson hefur unnið með mörgum helstu kaupsýslumönnum landsins. Hann er stór hluthafi í Flugleiðum og vann þar með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um tíma. Á jörðu niðri áttu þeir í samkeppni sem eigendur tveggja stærstu verslanakeðja landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÍSLENSKIR BANKAR ERU Í MIKILLI SÓKN Á ERLENDUM MARKAÐI 06-07 20.7.2004 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.