Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 12
12 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR KATTARKONAN FRUMSÝND Bandaríska leikkonan Halle Berry veifar til aðdáenda fyrir frumsýningu myndarinnar Catwoman í Los Angeles í fyrradag. HÓLMAVÍK Hólmvíkingar vígðu fyrstu sundlaug staðarins á laug- ardag. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri segir fólk gífurlega ánægt með að nú sé loks komin sundlaug á stað- inn. „Ég hafði rekist á bókun frá 1946 þar sem stefnt var að því að byggja sundlaug á Hólmavík. En mér skyldist það á oddvitanum það sé líka til bókun frá 1943 þannig að þetta er orðinn meira en 60 ára draumur.“ Ásdís segir að nú þurfi að inn- leiða ákveðna sundmenningu á staðnum. „Miðað við viðbrögðin fyrstu dagana held ég ekki að það muni standa okkur fyrir þrifum.“ Ásdís segir að sundlaugin verði opnuð formlega með viðhöfn í haust þegar íþróttamiðstöðin öll er tilbúin. ■ KÁRAHNJÚKAR Landsvirkjun hef- ur boðið 1,2 milljónir króna í bætur vegna nálægðar Fljóts- dalslínu 3 og 4 við íbúðarhús á jörðinni Eyrarteigi á Austur- Héraði. Sigurður Arnarson, bóndi á Eyrarteigi, vill hins veg- ar fá húsið bætt að fullu. „Þetta tilboð er auðvitað bara móðg- un,“ segir hann og bætir við að þetta sé eina tilboðið sem hann hafi fengið frá Landsvirkjun. „Fyrst ég vildi ekki ganga að þessu þá fer þetta bara í eignar- nám,“ segir hann. Sigurður segist ítrekað hafa mótmælt legu háspennulínanna á öllum stigum skipulagningar bæði þegar framkvæmdir voru fyrst kynntar og svo aftur þegar þær fóru í lögformlegt um- hverfismat án þess að nokkurt tillit hafi til þess verið tekið. „Landsvirkjun hefur sagst bæta fólki allt tjón sem það verður fyrir og ber skylda til þess sam- kvæmt stjórnarskrá. Ég vil meina að vísbendingar séu um að slæmt sé fyrir heilsu fólks að búa í svo mikilli nálægð við raf- magnslínur, innan við 150 metra fjarlægð, og fjölmargar rann- sóknir sem benda til þess. Svo má líka vera ljóst, burtséð frá hvað er sannað í þessum efnum, að enginn vill búa svo nálægt raflínu. Þar með hefur húsið mitt verið gert verðlaust,“ segir Sigurður. „Það var talað við alla land- eigendur og reynt að ná sanngj- arnri niðurstöðu,“ segir Sigurð- ur Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar. „Ef ekki nást samningar þá fer bara í gang ákveðið ferli þar sem ósk- að er eignarnáms og mál fara fyrir matsnefnd eignarnáms- bóta. Þar fara óvilhallir menn yfir málin og Landsvirkjun, eins og aðrir, tekur niðurstöðunni sem út úr því mati kemur.“ Pétur Örn Sverrisson, deild- arsérfræðingur iðnaðarráðun- eytisins á orkusviði, segir að beiðni um heimild ráðherra til eignarnáms á fimm jörðum vegna Fljótsdalslínu 3 og 4 hafi borist frá Landsvirkjun. Hann segir verið að senda bréf á land- eigendur þar sem þeim eru gefnar þrjár vikur til að skýra sína hlið á málum og koma með athugasemdir. „Við vitum svo sem ekki hvaða athugasemdir eiga eftir að koma fram, en það má vænta þess að í lok ágúst liggi fyrir niðurstaða ráðherra,“ sagði Pétur og bætti við að feng- ist heimild til eignarnáms færu málin áfram til matsnefndar eignarnámsbóta. „Og það ferli getur svo tekið einhverja mán- uði.“ olikr@frettabladid.is SUNDLAUG HÓLMAVÍKUR Gestir fyrsta daginn voru um 170. Áður þurftu Hólmvíkingar að sækja tæplega 30 kílómetra leið í næstu laug í Bjarnarfirði. ÍBÚÐAVERÐ Mest hækkun á fer- metraverði íbúðarhúsnæðis í fjöl- býli síðustu ár hefur átt sér stað í Grindavík og í Reykjanesbæ. Hús- næðisverð í Grindavík er þó ekki nema rúmlega tveir þriðju af hús- næðisverði í Reykjavík og í Reyk- janesbæ er hlutfallið um þrír fjórðu. Jón Þórisson, skrifstofustjóri Grindavíkurbæjar, segir atvinnu- ástand í bænum hafa verið þokka- legt, en ekkert sérstakt nýtt í at- vinnumálum sem skýrt gæti hækk- un íbúðaverðs. „Fólk keyrir mikið á milli,“ sagði hann og taldi marga flýja fasteignaverð í Reykjavík. Þá segir Jón að í Grindavík hafi verið mjög gott ástand í leikskóla- og skólamálum. „Þau mál vega þungt þegar fólk velur sér búsetu, en hér hefur nánast allt selst sem er til sölu,“ sagði hann. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir þróun íbúða- verðs ánægjulega og bætir við að henni sé svarað af hálfu bæjarins með uppbyggingu í umhverfismál- um og bættri aðstöðu fyrir íbúana. Þá segir Árni fleira til í atvinnumál- um Reykjanesbæjar en varnarliðið og bendir m.a. á uppbyggingu Reykjanesvirkjunar sem er að fara í gang og iðngarða í Helguvík þar sem fyrirhugað er að stálpípuverk- smiðja rísi, en fjármögnun hennar á að ljúka eftir rúma þrjá mánuði. ■ Fólk flýr fasteignaverð í Reykjavík: Byggð dafnar á Suðurnesjum TENGIVIRKI Í SKRIÐDAL Tengivirki Landsvirkjunar í Skriðdal, skammt frá Eyrarteigi, þar sem Fljótsdalslínum 3 og 4 verður skipt upp og beint í sinn dalinn hvorri á leið sinni niður að álveri Fjarðaáls í Reyð- arfirði. ■ EVRÓPA TONY BLAIR Meirihluti Breta telur hann hafa talað gegn betri vitund. Skoðanakönnun: Blair laug LONDON, AP Meirihluti Breta telur að Tony Blair forsætisráðherra hafi logið að þjóð sinni í aðdrag- anda innrásarinnar í Írak sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. 55 prósent telja Blair hafa log- ið en aðeins 37 prósent telja hann hafa sagt sannleikann eins og hann lá fyrir honum. Meirihluti telur ennfremur að innrásin hafi ekki verið réttlætanleg. 56 pró- sent eru þeirrar skoðunar en 38 prósent telja það hafa verið rétt- láta ákvörðun að gera innrás í Írak. ■ SPRENGJA FRÁ SÍÐARI HEIMS- STYRJÖLD Tvöhundruð kílóa sprengja fannst í jörðu í bænum Radekhov í Úkraínu þegar verið var að grafa fyrir ruslahaugum. Þúsundir sprengja liggja á víð og dreif um landið eftir harða bar- daga Þjóðverja og Sovétmanna þar í síðari heimsstyrjöldinni. KYNNINGARFULLTRÚI KÁRAHNJÚKA- VIRKJUNAR Sigurður Arnalds, kynningarfulltrúi Kára- hnjúkavirkjunar, segir að í þeim tilvikum þar sem ekki náist samningar um bætur milli Landsvirkjunar og landeigenda vegna framkvæmda tengdum virkjuninni þá fari yfir málin óvilhallir menn í matsnefnd eignarnámsbóta. Fyrsta sundlaugin: Mikil ánægja Háspennulínur við svefnherbergisgluggann Bóndinn á Eyrarteigi vill fá bætt að fullu íbúðarhús sem hann segir ónýtt vegna nálægðar við fyrirhugaða Fljótsdalslínu 3 og 4. Landsvirkjun hefur sótt um heimild ráðherra til eignarnáms á fimm jörðum vegna línunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G AG Grinda- vík Reykja- nesbær Mos- fellsbær Hvera- gerði Sv.fél. Árborg Sv.fél. Ölfus Akranes Reykja- vík Vestm.- eyjar 6 6 ,7 % 6 4 ,2 % 5 2 ,1 % 74 ,3 % 3 3 ,5 % 10 2 ,2 % 3 0 ,7 % 6 7, 6 % 3 0 ,5 % 76 ,3 % 2 6 ,4 % 5 9 ,0 % 2 5 ,9 % 6 4 ,7 % 2 5 ,6 % 10 0 ,0 % 10 ,0 % 4 0 ,7 % * ÞRÓUN FERMETRAVERÐS ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS SÍÐUSTU ÁR hækkun frá árinu 2000 hlutfall fermetraverðs miðað við Reykjavík Pirraður lögreglumaður: Skaut á vegfaranda PRAG, AP Lögreglumaður í Tékk- landi hefur verið sakaður um að hafa skotið að vegfaranda sem gekk yfir gangbraut á rauðu ljósi. Gramdist lögreglumannin- um mjög þegar vegfarandinn sinnti í engu hrópum hans og köllum heldur gekk rakleitt yfir götuna. Lögreglumaður hleypti fyrsta af byssu sinni upp í loftið en þeg- ar það hafði engin áhrif á vegfar- andann skaut hann tvívegis í átt- ina að honum. Bæði skotin misstu marks en önnur kúlan lenti í bíl sem ók framhjá án þess þó að valda manntjóni. ■ *Fermetraverð í einbýli 12-13 20.7.2004 19:30 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.