Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 190 stk. Keypt & selt 24 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 25 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 3 stk. Hvað kostar golfið? BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 21. júlí, 203. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.00 13.34 23.06 Akureyri 3.20 13.19 23.14 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Bestu kaupin eru pottþétt sófasett sem ég keypti í Húsgagnalagernum fyrir margt löngu,“ segir Berglind Björk Jónasdóttir, Borgardóttir með meiru. „Þetta er svona gamaldags, amerískt með svuntu, ekta teiknimyndasófasett,“ segir hún og skelli- hlær, Berglind segist hafa fengið settið á verði eins stóls sem hafi óneitanlega verið vel sloppið. „Jafnvel þó áklæðið væri röndótt og frekar ljótt og enginn annar hafi kært sig um það. En það hefur dugað mér vel síðan þó ég auglýsi hér með eftir nýju áklæði.“ Berglind segist ekkert vera brjálæðislega upptekin af því að gera góð kaup, en hún get- ur ekki stillt sig um að segja frá því hvað hún græddi ofboðslega þegar hún tók að sér blaðamennsku fyrir NBC-sjónvarpsstöðina. „Það var þegar Reagan og Gorbatsjov komu hingað. Ég var einstæð móðir og átti ekki bót fyrir boruna á mér. Ég samdi um einhver laun í upphafi en þegar upp var staðið borguðu þeir mér tvöfalt meira. Svo tók ég viðtal á barnum á Hótel Loftleiðum við einhvern sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hver var, en NBC-mönnum fannst teppið á gólfinu ómögulegt og keyptu nýtt. Ég fékk svo að eiga teppið, sem dugði á alla íbúðina mína, og átti það í mörg ár,“ segir Berglind og auglýsir jafnframt eftir svona frábærum vinnuveitendum. edda@frettabladid.is Bestu kaupin: Röndótt „teikni- myndasófasett“ fjarmal@frettabladid.is Verðbólga á þeim svæðum sem nota evruna sem gjaldmiðil mældist 2,4 prósent í júní. Verð- bólgan hefur því minnkað síðan í maí en þá mældist hún 2,5 prós- ent. Lækkandi orkuverð og verð- lækkun á fatnaði kom í veg fyrir almennar hækkanir. Hagvöxtur á evru- svæðinu var 1,3 prós- ent á fyrsta ársfjórð- ungi. Á sama tímabili var hagvöxtur 4,8 prós- ent í Bandaríkjunum og 5,6 prósent í Japan. Tólf fyrirtæki uppfylla 1,5 prós- enta verðbil sem sett er sem skil- yrði fyrir að vera í úrvalsvísitölunni. Þessi skilyrði útiloka þó ekki fyrir- tæki og eru nokkur fyrirtæki í úr- valsvísitölunni sem ekki uppfylla þau. Verðbil er hlutfallslegur munur á hagstæðasta kauptilboði og sölu- tilboði en það er um leið helsti mælikvarði á seljanleika hlutabréfa. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú ákveðið í samvinnu við Landsbanka Íslands að jafna verð- launafé í Landsbankadeildum karla og kvenna. Veru- leg hækkun verður þá á verðlaunafé til meist- araflokka kvenna í knattspyrnu. Með þessu er mikilvægi kvenna- knattspyrnu undir- strikað vegna uppbyggingar íþróttagreinarinnar í landinu. Með þessari ákvörðun er Knattspyrnu- samband Íslands komið í forystu knattspyrnusambanda í heiminum og jafnar verðlaunafé í efstu deildum karla og kvenna með afgerandi hætti. Gamla sófasettið úr Húsgagnalagernum hefur dugað Berglindi vel. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM Vantar þig bát, mótor, mæla, lúgur, fest- ingar, öryggisbúnað eða annað tengt bátum? Bátaland ehf, Óseyrarbraut Hafnarfirði, S. 565 2680, www.bataland.is Íbúðarhús til sölu úti á landi. Upplýs- ingar í síma 894 3101. Til sölu amerískir cocker paniel hvolpar. Uppl. í s. 557 4931 & 865 7151. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á 17 (01) Allt forsíða 20.7.2004 19:14 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.