Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 25
17MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2004 Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með úrdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Halló, staldraðu við! Björgvin Ólafsson skrifar um fjölmiðla: „Mér hefur virst fjölmiðlaumræðan snúast svolítið um keisarans skegg og vanta stefnu- mótunarumræðu og yfirsýn. Hvernig fjöl- miðla viljum við? Ég veit ekki um neina nema harðsvíraða frjálshyggjupostula sem eru ekki sammála því að það verði að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og flestir eru sammála um að það þurfi að taka á málefnum RÚV og nefna nefskatt í stað af- notagjalda, setja það á fjárlög, breyta því í hlutafélag eða jafnvel selja það. En hvað svo?“ Greinin í heild - Vísir.is Mannréttindi eftir 11. september Kristín María Birgisdóttir skrifar um mann- réttindahugsjónir og baráttuna gegn hryðju- verkum: „Það má með sanni segja að sú hugsjón sem Bandaríkin boðuðu með til- komu stjórnarskrár sinnar árið 1776 um al- menn mannréttindi hafi horfið fyrir lítið eftir árásina 11. september 2001. Sagt er að hug- sjón um almenn mannréttindi hafi verið uppistaðan í stjórnmálahefð Vesturlanda- manna og það hafi mátt sjá í sjálfstæðisyfir- lýsingu þeirra vestra. En hvernig má það standast eftir allt sem gengið hefur á með fanga í Afganistan, Írak og nú síðast á Guan- tanamo-flóa?“ Greinin í heild - Vísir.is Valdhafar og þjóðin Ingólfur Margeirsson skrifar um inntak fjöl- miðlamálsins: „Svokallað fjölmiðlafrumvarp, sem nú hefur verið afturkallað, var fyrir löngu hætt að snúast um eignarrétt á fjölmiðlum. Í meðferð stjórnarherranna fjallaði málið um vald, valdbeitingu, og stjórnarfarslegan rétt þjóðar. Málið snerist um lýðræðið og lýð- veldið. Hinn gamli, franski byltingarsinni Danton sagði eitt sinn í frægri ræðu: „Þjóðin er ætíð æðri valdhöfunum“. Hárrétt hjá hon- um. Þjóðin kýs valdherrana. Valdherrarnir kjósa ekki þjóðina. Á hvaða stoðum hvílir lýðveldið ef valdhafar eru orðnir þjóðinni meiri og máttugri? Er það ekki einmitt það sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ætlaði að framkvæma? Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi en ekki meðal þjóðarinnar. Þess vegna er mikilvægt að þjóðin – fólkið í landinu – ráði sem minnst í sínum málum og komist ekki nálægt ákvarðanatöku um eigin mál- efni. Það skulu Davíð og félagar gera“. Greinin í heild - Vísir.is Ríkisstjórnin gafst upp Björgvin Guðmundsson skrifar um lyktir fjölmiðamálsins: „Ég tel víst, að ríkisstjórnin ætli síðar að leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Út af fyrir sig er ekk- ert við því að segja, ef staðið er rétt að mál- inu og þess freistað að ná víðtækri samstöðu um málið. Nýtt frumvarp má ekki snúast um eitt fyrirtæki eins og frumvarp forsætisráð- herra gerði. Það stenst ekki að setja lög á eitt fyrirtæki í landinu. Nýtt frumvarp verður að að vera alhliða og á að snúast um vernd fréttamanna og blaðamanna, svo eigendur fjölmiðla geti ekki haft áhrif á þá. Það þarf að vernda rétt blaðamanna“. Greinin í heild - Vísir.is SKOÐANIR Á visi.is Útgjöld ár eftir ár umfram fjárlög Í desember á hverju ári samþykkir Al- þingi fjárlög komandi árs, sem gefur til kynna hversu háa upphæð hver ríkis- stofnun og hvert ráðuneyti hefur til ráð- stöfunar yfir árið. Í fjárlögum kemur því fram áætlun um útgjöld komandi árs og ef niðurstaðan er önnur þarf fjár- aukalög til að dekka mismuninn. Ríkis- endurskoðun gerir síðan reglulega út- tekt á framkvæmd fjárlaga að árinu loknu. Nú liggur fyrir úttekt á fram- kvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af fjár- málaráðherra. En þótt margt megi vissulega gagnrýna í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá er nið- urstaðan ljós. Útgjöld ríkissjóðs undan- farin ár hafa alltaf farið töluvert umfram fjárlög og var árið í fyrra engin undant- ekning. Samkvæmt fjáraukalögum var útlit fyrir að útgjöldin yrðu 5% hærri en fjárlögin, en þar til ríkisreikningur fyrir árið 2003 liggur fyrir, vitum við ekki ná- kvæmlega niðurstöðuna. Bæði ríkis- reikningur og fjárlög eru á rekstrar- grunni og sýna því samanburðarhæfar tölur. Ef við skoðum niðurstöður áranna 1998-2002, þá sjáum við að öll árin eru útgjöld umfram fjárlög. Á árinu 2001 voru útgjöld 4,3% um- fram fjárlög, en þetta er minnsta um- framkeyrsla síðan uppsetningu fjárlaga var breytt árið 1997. Mest fóru útgjöldin 18,5% umfram fjárlög á árinu 2000. Að meðaltali voru útgjöld ársins 11,6% hærri en fjárlög sögðu til um á árunum 1998-2002. Þetta vekur mann til um- hugsunar um hvort eitthvað sé að marka fjárlögin. Ef við hugsum fjárlög sem áætlun, þá eru flestar áætlanir þannig að stundum eru þær of háar og stundum of lágar. En ef áætlunin er alltaf of lág, þá læð- ist að manni sá grunur að þar sé vilj- andi vanáætlun, eða í áætlun séu áform um aðhald í rekstri sem síðan verður minna úr en ætlað var. Auðvitað getur ýmislegt gerst á heilu ári sem ekki er hægt að sjá fyrir, en ef slíkir at- burðir gerast á hverju ári væri eðlilegast að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum. Þannig væri einn liður í fjárlögum kall- aður Óvænt útgjöld og á þeim lið væri upphæð á bilinu 19-39 milljarðar sem er sú upphæð sem eytt hefur verið ár- lega umfram fjárlög síðustu ár. Ég vil því taka undir orð Ríkisendur- skoðunar þar sem hún segir í saman- tekt: „Sú umframkeyrsla sem viðgeng- ist hefur hjá ráðuneytum og einstök- um stofnunum ár eftir ár hefur leitt til þess að markmið stjórnvalda um hóf- lega aukningu ríkisútgjalda og halla- lausan rekstur síðustu ár hafa ekki gengið eftir. ... Sérstaklega þarf að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætl- aðar í fjárlögum“. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR 16-25 (16-17) Leiðari 20.7.2004 19:09 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.