Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 26
Kristín Linda Jónsdóttir, kúa- bóndi í Miðhvammi í Þingeyjar- sýslu, er ritstjóri tímaritsins Hús- freyjunnar sem er 55 ára á þessu ári. Kristín tók við blaðinu í byrj- un þessa árs og hefur nýlokið við að ritstýra öðru tölublaði ársins en alls verða þau fjögur talsins. Aðspurð segir Kristín að mikið lesefni aðgreini Húsfreyjuna frá öðrum kvennatímaritum hér á landi. „Mér finnst leiðinlegt að kaupa tímarit þegar það er svo mikið af myndum og auglýsing- um að ég klára þau á einu kvöldi. Í hverju blaði hjá okkur er til dæmis bæði vandaður mat- reiðsluþáttur og handavinnuþátt- ur sem gera það að verkum að blöðin eldast vel. Húsfreyjan er ekki bara búin að lifa í 55 ár held- ur lifir hún líka lengur en vikuna á borðinu hjá fólki,“ segir Kristín. Hún segir að markmið blaðs- ins sé að tala við spennandi konur sem eru að ná árangri í lífi sínu sem lesendur geti speglað sig í og lært af. Til dæmis var viðtal við Margréti Bóasdóttur, söngkonu og formanns Félags íslenskra tón- listarmanna, í nýjasta tölublað- inu. „Blaðið á að vera jákvætt og hvetjandi og það þarf að skilja eftir góða tilfinningu í hjartanu hjá lesendum,“ segir hún. Kristín segir að Húsfreyjan hafi haldið velli býsna vel á þeim 55 árum sem eru liðin frá fyrsta tölublaðinu. Alltaf sé reynt að fylgja kalli tímans, m.a. með út- liti og umbroti. Ráðning hennar hafi einnig verið liður í því. „Með tölvutæknina að vopni er það kona sem er kúabóndi í hjarta Norðurlands sem er rit- stjóri. Þetta ber merki um fram- sýnina hjá Kvenfélagssambandi Íslands sem á blaðið og sýnir að þær þora að breyta til og nýja tæknina.“ Hún segir það mjög skemmti- legan lífsstíl að blanda saman sveitastörfunum og ritstjórninni. „Það er mjög gaman að vakna að morgni í Miðhvammi og taka þátt í störfunum þar, fara út á tún á dráttarvélinni og slá nokkra hekt- ara af túni, fara svo inn og skrifa upp viðtal sem maður hefur tekið við einhverja skemmtilega konu.“ Kristín vill ekki meina að Hús- freyjan eigi síður upp á pallborð- ið nú en fyrir 55 árum. „Allar kon- ur sem taka þátt í að halda heim- ili eru í raun húsfreyjur og hús- freyjan er drottning í ríki sínu en ekki þjónustustúlka með svuntu. Húsbóndi á heimilinu er virðing- arheiti og þannig á það líka að vera með húsfreyjuna. freyr@frettabladid.is 18 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR ROBIN WILLIAMS Leikarinn og grínistinn sem sýndi magnaða takta í Good Morning Vietnam er 52 ára í dag. AFMÆLI Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, Goða- braut 21, Dalvík, er 40 ára í dag. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orða- bókar Háskólans, er 61 árs. Steinar Berg Ísleifsson framkvæmda- stjóri er 52 ára. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur er 40 ára. Guðni Bergsson fótboltakappi er 39 ára. Þorvaldur Gröndal tónlistarmaður er 32 ára. ANDLÁT Árný Ólína Sigurjónsdóttir lést laugar- daginn 17. júlí. Jóhanna Margrét Hlynsdóttir, Dalbraut 54, Bíldudal, lést fimmtudaginn 15. júlí. Karl Friðrik Kristjánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Skeljatanga 3, Mos- fellsbæ, lést laugardaginn 17. júlí. Kristný Hulda Guðlaugsdóttir, Skóla- vegi 6, Vestmannaeyjum, lést sunnudag- inn 18. júlí. Lára Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Sólvallagötu 47, Keflavík, lést sunnu- daginn 18. júlí. Margeir Jónsson, fyrrverandi útgerðar- maður úr Keflavík, lést sunnudaginn 18. júlí. Ragnhildur Kristín Pálsdóttir, Teigaseli 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. júlí. Rannveig Kristjana Bjarnadóttir, Jönköping, Svíþjóð, lést sunnudaginn 11. júlí. Stefanía Sigurðardóttir, Sólheimum 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. júlí. Sölvi Ólason andaðist laugardaginn 17. júlí. JARÐARFARIR 13.00 Ragnheiður Ingvarsdóttir, áður til heimilis í Hraunbæ 32, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju. 13.30 Björg Gunnlaugsdóttir, hjúkrun- arheimilinu Grund, áður til heimil- is í Melgerði 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30. Rósa Þorsteinsdóttir, frá Lang- holti, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.30 Hafdís Jónsdóttir, Rauðalæk 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík. 14.00 Guðrún Ingólfsdóttir verður jarð- sungin frá Hafnarkirkju. Á þessum degi árið 1925 var kennari í Tennessee, John T. Scopes, dæmdur fyrir að brjóta gegn lögum Tennessee-fylkis með því að kenna þróunarkenn- ingu Darwins í opinberum skól- um. Málið var kallað „Dómsmál aldarinnar“ en aldrei var efast um niðurstöðuna. Það tók kvið- dóm aðeins nokkrar mínútur að komast að niðurstöðu. Þrátt fyrir dómsniðurstöðuna er talið að stuðningsmenn þróunarkenning- arinnar hafi unnið fjölmiðlabar- áttuna, sem var aðalmálið. Þann 4. maí birtu bandarísk réttindasamtök auglýsingu, þar sem þau buðust til að aðstoða hvern þann kennara í Tennessee sem vildi rísa gegn nýjum lögum sem bönnuðu að þróunarkenning- in yrði kennd. George W. Rapp- leyea, sem var nýfluttur til Dayton í Tennessee frá New York sá auglýsinguna og sannfærði íbúa Dayton að réttarhöldin ættu að fara fram þar til að vekja áhuga á bænum. Allir þeir sem áttu aðild að dómsmálinu tóku þátt á forsendum Rappleyea. Að síðustu átti bara eftir að finna sakborning. Hinn 24 ára John T. Scopes, náttúruvísindakennari og þjálfari í amerískum fótbolta, samþykkti að leika það hlutverk, enda ætlaði hann ekki að dvelja lengi í Dayton. Enginn hafði miklar áhyggjur af því hvort Scopes hafi einhvern tíman kennt þróunarkenninguna. Það þótti nóg að í kennslubókinni sem hann kenndi var kafli um þá kenningu. Dómsmálið fékk mikla um- fjöllun í fjölmiðlum og þar kom skýrt fram að rök fyrir þróunar- kenningunni urðu ofan á. Scopes hins vegar var fundinn sekur og dæmdur til að borga 100 dollara í sekt. ÞETTA GERÐIST ÞRÓUNARKENNING BÖNNUÐ 21. júlí 1925 „Kókaín er leið guðs til að segja að þú hafir of há laun.“ Robin Williams er ekki þekktur fyrir annað en að láta skoðun sína í ljós á ýmsum málefnum. Sumar hans skoðanir hafa ekki verið vinsælar, enda umdeildari en þessi hér. AFMÆLI HÚSFREYJAN ER 55 ÁRA DARWIN Ríkisstjórn Tennessee-fylkis í Bandaríkjun- um bannaði að kennd væri þróunarkenn- ing Darwins. Ekki af öpumÍTR starfrækir tólf smíðavelli ásvæðinu frá Kjalarnesi út í Vest- urbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir hand- leiðslu tveggja leiðbeinenda. „Við viljum kenna börnunum að búa til fallega og vandaða kofa,“ segir Sigurður Már Helgason sem stýrir verkefninu innan ÍTR. Sigurður segir að enginn kofi sé fluttur heim til barnanna nema hann sé vel smíðaður. ÍTR flutti 230 kofa heim til barna í fyrra en aðsóknin er heldur minni í ár. Einn strákur á smíðavöllun- um telur sig eiga í sérstöku sam- bandi við Jesús. Í staðinn fyrir að smíða venjulegt þak á kofann sinn hafði hann það flatt svo hann gæti legið þar í sólbaði. Þegar hann lá ekki þar lét hann stóran kross sem hann hafði smíðað ofan á þakið til að Jesús gæti séð hann frá himnum. Þeg- ar leiðbeinandi smíðavallarins spurði strákinn af hverju hann væri alltaf að negla á puttann á sér sagði litli strákurinn að það væri ekki honum að kenna held- ur Guði sem léti hann meiða sig. Ýmsar skrýtnar og skemmtileg- ar sögur verða því til í kringum starfsemina eins og sjá má. Nokkuð er að foreldrar barn- anna komi og taki í hamrana hjá börnunum. Kappið verður stund- um það mikið að þau gleyma sér og taka yfir kofasmíðina. Það eru greinilega ekki bara börnin sem hafa gaman að því að saga og negla. Starfsmenn smíðavallanna segja að útlendingar stansi iðu- lega til þess að grennslast fyrir um hvað sé þarna á seyði. Slík starfsemi mun víst vera sér- íslenskt fyrirbæri því útlending- arnir koma af fjöllum þegar þeir heyra hvað sé í gangi. Starfsemi smíðavallanna lýk- ur í lok mánaðarins þannig að enn er tími fyrir börn og for- eldra þeirra að byggja sér kofa fyrir veturinn. ■ KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR Kristín ritstýrir Húsfreyjunni frá Miðhvammi í Þingeyjarsýslu. Hún er einnig ritstjóri kjot.is sem er neytendasíða íslenskra nautgripabænda. M YN D /P JE TU R Smíða fallega kofa SAGA OG NEGLA ÍTR býður börnum upp á leiðsögn í smíðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Kúabóndi ritstýrir kvennatímariti 26-27 (18-19) tímamót 20.7.2004 19:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.