Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 28
FÓTBOLTI „Við erum betur í stakk búnir til að mæta þeim núna og á meðan við fáum ekki á okkur mark tel ég okkur alltaf vera í séns,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær um síðari leikinn gegn Shelbourne í for- keppni meistarardeildar Evrópu, en hann fer fram í kvöld. KR-ing- ar mæta til leiks í Írlandi með 2- 2 jafntefli á bakinu og verða nauðsynlega að skora mark til að komast áfram. „Það er vissulega rétt, en við munum samt ekki æða í þá með látum. Það þýðir samt ekki að við munum leggjast í vörn. Leik- menn liðsins vita nú hvernig er að spila á móti þessu liði og það skiptir miklu máli í undir- búningnum. Shelbourne er dæmi- gert enskt lið sem pressar stíft og við náðum að leysa það ágæt- lega í fyrri leiknum, þar sem við vorum einfald- lega óheppnir að tapa,“ segir Will- um, en eins og menn kannski muna fengu KR- ingar á sig tvö mörk á lokamín- útunum í fyrri leiknum á Laug- ardalsvellinum fyrir viku síðan. Bæði stuðn- ingsmenn og að- standendur Shel- bourne- l iðs ins eru mjög bjart- sýnir fyrir leikinn á morgun og telja það aðeins formatriði að klára leik- inn. Pat Fenlon, knattspyrnu- stjóri liðsins, stillti ekki upp sínu sterkasta liði í deildarleik um helgina og tapaði Shelbourne þeim leik á heimavelli. Var þetta aðeins annað tap liðsins í írsku deildinni í sumar þar sem liðið hefur mikla yfirburði. Það er því greinilegt að félagið er með hugann við Evrópuleikinn í kvöld og ætla að leggja allt í söl- urnar til að yfirstíga þá hindrun sem KR er. Willum er þó ekki á því að leyfa þeim það baráttulaust. Lík- legt er að hann stilli upp í leik- kerfinu 4-3-3 og að þrír fremstu menn spili hátt uppi. Þá kemur hinn bráðefnilegi Kjartan Henry Finnbogason líklega aftur inn í liðið eftir að hafa verið hvíldur gegn Keflavík í Landsbanka- deildinni um helgina. Hjá Shel- bourne verða þrír fastamenn, sem léku ekki í fyrri leik liðanna vegna meiðsla, væntanlega orðnir klárir í slaginn. Mikil stemning er fyrir leiknum í Shel- bourne og er búist er við að hátt í 4000 manns mæti á völlinn til að styðja við bakið á heima- mönnum, en það er mun meiri fjöldi en mætir venjulega á heimaleiki liðsins. Fyrirfram má því búast við að það verði við ramman reip að draga hjá Íslandsmeisturum KR og ljóst að liðið þarf að spila mun betur en gegn Keflavík um helgina ætli liðið sér áfram. vignir@frettabladid.is Við hrósum... Kristni Kjærnstested, Höskuldi Höskuldssyni og öllum öðrum sem koma að KR-útvarpinu. Boðið verður upp á þá frábæru þjónustu við fjölmarga stuðningsmenn KR að lýsa síðari leiknum gegn Shelbourne í forkeppni meistaradeildarinnar í beinni útsendingu, bæði í útvarpinu og á netinu. 20 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is KAPPHLAUP UM BOLTANN Í FYRRI LEIKNUM KR-ingar fengu á sig tvö klaufamörk á lokamínútunum í fyrri leiknum gegn Shelbourne og fara því með erfiða stöðu í þann síðari. Hér sést Sigmundur Kristjánsson reyna að ná til boltans á undan varnarmanni Shelbourne. Vissir þú að... ...íslensk félagslið hafa aðeins unnið tvo af 47 útileikjum sínum í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu en KR-ingar þurfa einmitt sigur gegn írsku meisturunum í Shelbourne á Írlandi í kvöld til að komast í 2. umferð forkeppninnar. Töpin eru alls 41 talsins en fjórum sinnum hefur niðurstaðan orðið jafntefli. Shelbourne telur það forms- atriði að slá KR út úr keppni KR-ingar mæta írska liðinu Shelbourne í síðari leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í kvöld. Heimamenn eru sigurvissir en leikmenn KR ætla að berjast til síðasta blóðdropa. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Miðvikudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  18.45 Shelbourne og KR leika í forkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Endursýndur undanúrslita- leikur frá því gærkvöldi.  18.25 US PGA Tour á Sýn.  19.20 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  20.50 Meistaradeildin á Sýn. Sýndur verður klassískur leikur frá fyrri árum.  00.35 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Bein útsending frá síðari undanúrslitaleiknum. ,,Við munum ekki koma til með að æða í þá með látum en það þýðir samt ekki að við munum leggjast í vörn. Sundlið ÓL orðið klárt: Örn með í einni grein SUND Örn Arnarson mun aðeins keppa í einni grein Ólympíuleik- unum í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði – í 50 metra skriðsundi. Hann tekur ekki þátt í neinni af baksundskeppnunum, sem hafa verið sterkasta hlið Arnar í gegn- um tíðina. Örn hefur átt við meiðsli í öxl að stríða og ekki náð að beita sér af fullum krafti í undirbúningnum fyrir leikana. Sá frestur sem SSÍ gaf til að ná lágmörkum á Ólympíuleikana rann út í gær og er orðið ljóst hverjir keppa fyrir Íslands hönd á leikunum. Auk Arnar eru það Hjörtur Már Reynisson, Íris Edda Heimisdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, Lára Hrund Bjargardóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir sem taka þátt. 28-29 (20-21) Sport 20.7.2004 20:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.