Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2004 Loksins komust FH-ing- ar alla leið á toppinn FH er komið í efsta sæti Landsbankadeildar karla, rúmum níu árum eftir að þeir voru þar síðast – í maímánuði 1995. FLESTIR LEIKIR FH Í RÖÐ ÁN TAPS Á EINU TÍMABILI 9, 2004 (3.–11. leik, 4 sigrar, 5 jafntefli) 8, 1993 (2.–8. leik, 7 sig., 1 jafnt.) 8, 1993 (11.–18. leik, 5 sig., 1 jafnt.) 8, 1989 (7.–14. leik, 4 sig., 4 jafnt.) 6, 2001 (11.–16. leik, 4 sig., 2 jafnt.) 6, 1977 (13.–18. leik, 1 sig., 5 jafnt.) FÓTBOLTI FH-ingar fögnuðu ekki bara þremur stigum í húsi eftir 1- 0 sigur þeirra á Fylki í fyrrakvöld því þeir voru einnig komnir í toppsæti Landsbankadeild karla í fyrsta sinn í rúmlega níu ár eða síðan þeir voru í efsta sætinu eftir aðra umferð 1995. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem FH-liðið fékk tækifæri til að komast alla leið á toppinn og nú tókst það loks- ins. FH hafði verið 20 sinnum meðal efstu þriggja liða frá því að þeir komu aftur upp í efstu deild fyrir fjórum árum, þar af 11 sinn- um í öðru sætinu en nú fóru þeir loksins alla leið í toppsætið. FH-ingar náðu líka fram hefnd- um gegn Fylkisliðinu sem hefur strítt þeim oft og mikið í gegnum tíðina. Fylkir var sem dæmi eina liðið sem var búið að vinna FH í sumar auk þess sem Árbæingar höfðu unnið fimm síðustu deildar- leiki liðanna með markatölunni 11-2. Nú tók FH hinsvegar topp- sætið af Fylki en það voru einmitt Fylkismenn sem komu í veg fyrir það fyrir 15 árum að FH-ingar yrðu Íslandsmeistarar. Fylkir vann þá leik liðanna í 18. og síðustu umferð Íslandsmótsins og færði KA-mönnum titilinn en með sigri hefði FH orðið Íslandsmeist- ari í fyrsta og eina skiptið. Þess í stað endaði FH í öðru sæti líkt og þeir gerðu á bæði Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fyrra og hafa auk þess gert tvisvar til við- bótar síðan þá. Stóru titlarnir hafa hvorugir komið í hús og það er ljóst að FH-ingar stefna beina leið að því að bæta snarlega úr því í sumar. Það var ekki bara að FH-ingar kæmust í toppsætið í fyrsta sinn því þeir náðu öðru stóru takmarki í umræddum sigurleik á Fylki. FH- liðið setti félagsmet með sigri á Fylki því þetta var níundi deildar- leikur liðsins í röð án taps. Þetta er lengsta taplausa hrina liðsins á einu tímabili í tíu liða efstu deild en FH-liðið hafði mest náð að spila átta leiki í röð án þess að tapa. Þeim árangri náði Hafnarfjarðar- liðið sumrin 1989 og 1993 en bæði þessi ár endaði liðið í 2. sæti á Íslandsmótinu. FH hefur reyndar einu sinni leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa því þeir spiluðu alls tíu leiki í röð 1993–1994 án þess að bíða ósigur, léku átta síðustu leiki sína 1993 og svo tvo þá fyrstu sumarið eftir án þess að lúta í gras. Það góða við stöðu FH-ingar eru að þeir eru búnir með báða leikina gegn KR og Fylki og úti- leikinn við Skagamenn en fyrir- fram var álitið að þessi þrjú lið myndu berjast við þá um titilinn. FH-liðið á reyndar eftir að fara til Eyja en að öðru leyti gefur leikja- dagskrá liðsins fulla ástæðu til mikillar bjartsýni. Íslandsmeist- arabikarinn er líklegur til að vera á leiðinni í Fjörðinn í fyrsta sinn. ooj@frettabladid.is SÆTASKIPAN FH-INGA Í EFSTU DEILD 2001-2004 Umferðir 65 1. sæti 1 sinni 2. sæti 11 sinnum 3. sæti 9 sinnum Meðal 3ja efstu 21 sinni Í efri hluta 45 sinnum Í neðri hluta 20 sinnum Í fallsæti 2 sinnum EMIL SKAUT FH Á TOPPINN Hinn tvítugi Emil Hallfreðsson skaut Fylkismenn niður af toppnum og sína menn í FH þangað í staðinn þegar hann gerði sigurmarkið í leik liðanna í fyrrakvöld. Þjálfari Katar í knattspyrnu: Rekinn í miðju móti FÓTBOLTI Það er ekki mikil þolin- mæðin í Katar ef marka má at- burði gærdagsins en þá var þjálf- ari knattspyrnulandsliðsins rekinn eftir fyrsta leik liðsins í Asíukeppni landsliða. Þjálfarinn sem um ræðir, Philippe Troussier, hafði tilkynnt að hann hætti eftir mótið en eftir óvænt 1-2 tap fyrir Indónesíu í fyrsta leik biðu for- ráðamenn landsliðsins ekki boðanna og ráku hann aðeins tveimur dögum eftir tapið. Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn en víst er talið að aðstoðar- þjálfarinn, Saeed Al Meshed, stjórni liðinu í öðrum leiknum sem er gegn Barein í dag. Fyrsti dagur Hraðmóts ÍR: Stórir sigrar hjá Njarðvík og KR KÖRFUBOLTI Njarðvík og KR unnu bæði stóra sigra á fyrsta degi Hraðmóts ÍR sem fram fer þessa dagana í Seljaskóla. Njarðvíkingar unnu heimamenn í ÍR, 90-69, en KR- ingar lögðu nýliða Fjölnis, 92-68. ÍR-ingar byrjuðu ágætlega gegn Njarðvík en máttu sín lítils í seinni hálfleik. Guðmundur Jónsson skor- aði 28 stig fyrir Njarðvík, Jóhann Árni Ólafsson bætti við 17 stigum og 13 fráköstum og þá var Ólafur Aron Ingvason með 16 stig og sjö stoðsendingar. Þá má ekki gleyma Agli Jónassyni sem var með 15 frá- köst og 10 varin (sex í fyrsta leik- hluta) auk fimm stiga. Hjá ÍR vour þeir Sveinbjörn Claesen og Fannar Freyr Helgason báðir með 12 stig inn af bekknum og Ásgeir Örn Hlöðversson bætti við 11 stigum, 12 fráköstum og fjórum stoðsending- um. KR-ingar höfðu tögl og haldir allan tímann gegn ungu og óreyndu liði Fjölnis. Hjalti Krist- insson fór mikinn hjá Vesturbæjar- liðinu, skoraði 31 stig á aðeins 26 mínútum auk þess að taka níu frá- köst og verja þrjú skot. Sindri Páll Sigurðsson átti einnig mjög góðan leik (22 stig, átta fráköst, fjögur varin skot), Ólafur Már Ægisson skoraði 11 stig og Níels Dungal var með átta stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Hjá Fjölni var Pálm- ar Ragnarsson allt í öllu með 16 stig, átta fráköst og sjö stoðsend- ingar. TAPSÁRIR Í KATAR Philippe Troussier fékk ekki tækifæri til að bæta fyrir tapið gegn Indónesíu. Meistarakeppni kvenna: KR sigraði í Slóveníu FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR 1-0 sigur á hollensku meisturunum, Ter Leede, í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni meist- araliða í kvennaflokki í gær. KR spilar í riðli sem fram fer í Sló- veníu. KR spilaði vel í leiknum og átti sigurinn skilið en sigurmarkið skoraði Hólmfríður með skoti af löngu færi þegar tíu mínútur voru eftir. Evrópukeppni kvennaliða er með breyttu sniði í ár. Und- ankeppnin fer fram að sumri og í fyrstu umferð keppninnar er leik- ið í níu fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar riðlanna kom- ast áfram. Næsti leikur liðsins er gegn finnsku meisturunum í MPS (Malmin Palloseura) á morgun. 28-29 (20-21) Sport 20.7.2004 20:48 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.