Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 30
22 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. ALLT Á HÁLFVIRÐI Á STÓRÚTSÖLUNNI Gerið frábær kaup á sumar og heilsársfatnaði Í menntó tilh- eyrði ég hreyf- ingu sem kenndi sig við skjald- meyjar. Þar var að finna helstu valkyrjur skól- ans og ég fann mig í blóðugum baráttuanda hóps sem vissi ekkert af hverju hann kom saman en kom saman engu að síður. Skjaldmeyjanafnið vísaði til kvenhetja fortíðarinnar sem lögðu stund á vopnaskak og veiðar og voru konur í krapinu eins og við. Okkur fannst töff að skjald- meyjarnar forðum skeyttu ekki um hvort þær voru með lítil, stór, silíkon- eða saltvatnsbrjóst heldur skáru af sér annað brjóstið til að vera færari um að skjóta af boga. Á göngum Menntaskólans í Reykjavík ‘96 heilsuðust skjald- meyjar með því að leggja höndina á annað brjóstið og kreista fast. Einkennismerki okkar var túrtap- pi sem við nældum í barminn og við lögðum undir okkur félagsað- stöðuna einu sinni í viku til að halda lokaða fundi. Strákunum var illa við sam- kundurnar og sannfærðust þeir fljótt um að skjaldmeyjarnar stefndu að valdaráni innan skóla- félagsins. Þeir gripu til örþrifa- ráða og sendu frá sér lagabreyt- ingartillögu þar sem lagt var til að kosningarréttur stelpna innan skólafélagsins yrði afnuminn. Þá fyrst fékk skjaldmeyjafélagið til- gang og upphófst metnaðarfull jafnréttisbarátta sem endaði reyndar eins og amerísk klisja með því að strákarnir báðust af- sökunar og afhentu hverri skjald- mey eina rós. Kannski var full ástæða fyrir strákana að hræðast leynimakk skjaldmeyjanna. Heiðursfélagar á samkomunum voru ætíð þær stelp- ur sem voru á túr hverju sinni. Þær voru settar í sérstakt hásæti þar sem þær voru tignaðar og upphafð- ar. Enda var yfirmarkmið skjald- meyjanna að samstilla tíðahring- inn. Ef til vill hættulegra markmið en okkur óraði fyrir og aldrei að vita hvað gerist í heiminum ef kon- ur ná þess háttar samstöðu. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRA KARÍTAS SEGIR SKJALDMEYJARNAR FORÐUM EKKI HAFA SKEYTT STÆRÐ BRJÓSTA, ÚR SILÍKONI EÐA SALTVATNI. MEÐ TÚRTAPPA AÐ VOPNI M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Það er óhljóð í viftu- reiminni og dæld á stuðaranum. Heyrir þú í mér, Reidar? Já, MAMMA! Og ekki gleyma stefnuljósinu og nýjum kertum! Ég sæki bílinn á morgun, Reidar! Jájá, mamma, fínt! Afsakaðu þetta! Að sjálf- sögðu! Eigum við í alvöru að fara í þetta kokteilboð? Ég held ekki út með svona vatnsgreiddum siglingahnökkum! Þið VERÐIÐ að koma með, ég get ekki staðið þarna og hlustað á siglingarblaðrið einn! Díses! Þeir eru ALLIR í bláum skyrtum! Er þetta Police and Fire Games hérna? Hmm... þessi í rauða bolnum með stóru brjóstin lítur mjög við- kunnanlega út... Þarna er Pierce Brosnan! Eins og ég sagði var ég að komast fram hjá skerjunum við Sandhöfn þegar bla bla bla... Er þetta ekki Christopher Reeves? Hann getur GENGIÐ! Fyrirgefðu, áttu eld? Dýra- spítali Mamma! Hannes er aftur að eyðileggja! Hann vill bara leika við þig Solla. Jæja, OK Í staðinn fyrir að kvarta, af hverju leyfir þú honum ekki bara að vera með? 30-31 (22-23) Skrípó 20.7.2004 19:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.