Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 32
24 21. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sér- stakan gaum. Eins og þeir þekkja sem búa í sveitinni þá verður lækjaniðurinn svo mikilvægur hluti af tilveru þeirra. Get nú kannski ekki alveg sagt það sama um þessa plötu, en hún náði svo sannarlega að nálgast mig á réttan hátt. Rólega, og þægilega eins og kött- ur sem vill bara láta strjúka sér. Ég lét undan og renndi fingrum mínum eftir loðnum felldi Badly Drawn Boy og við urðum bara nokkuð vinalegir. Á One Plus One is One sýnir kapp- inn á sér nokkrar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Hikar ekki við að nota banjó, harmonikur, flautur eða önnur lífræn hljóðfæri. Píanóið er mjög áberandi á plötunni. Þá er spilað á það eins og er gert á barnum, ekki eins og í ballöðunum. Badly Drawn Boy er hæfileika- ríkur köttur og gott ef hann hljómar ekki bara nokkuð hamingjusamur á þessari plötu. Lífið hefur líka leikið við hann frá því að frumraun hans, The Hour of the Bewilderbeast, kom út fyrir fjórum árum síðan. Þá var hann trúbadúr sem fann ekki alveg sinn stað, en í dag er hann atvinnu- tónlistarmaður og vel virtur í heima- landinu. Enda er hann álíka jafn breskur og fiskur með kartöflum. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna. Birgir Örn Steinarsson Sama húfan, betri tónlist BADLY DRAWN BOY: ONE PLUS ONE IS ONE ■ TÓNLIST T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g Vertu áskrifandi fyrir aðeins 2.495 kr. á ári Gönguferðir Skíðaferðir Fjallaferðir Jeppaferðir Vélsleðaferðir Vélhjólaferðir Fjallahjólaferðir Kajakferðir Fréttir og fróðleikur Feröasögur Búnaðarprófun Nýr búnaður Sérfræðingar svara Ljósmyndir Getraunir w w w. u t i v e r a . i s u t i v e r a @ u t i v e r a . i s S í m i : 8 9 7 - 1 7 5 7 Eina sinnar tegundar á Íslandi Í s l e n s k t t í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g Skoska rokkhljómsveitin FranzFerdinand og The Streets eru á meðal þeirra sem hafa verið til- nefndar til bresku Mercury- verðlaunanna. Fleiri tilnefndir eru Keane, Snow Patrol, The Zutons, Belle and Sebastian, Basement Jaxx, rapparinn Ty, R&B söngkonan Jamelia, Joss Stone, Amy Winehouse og Robert Wyatt. Taldar eru mestar líkur á að annað hvort Franz eða The Streets hreppi hnossið. Franz Ferdinand fyrir samnefnda plötu sem hefur notið mikillar hylli gagnrýnenda og The Streets fyrir plötuna A Grand Don’t Come For Free. Sú sveit er hugarfóstur hins 22 ára Breta, Mike Skinner. Mercury-verðlaunin eru afar virt í tónlistarbransanum. Til að mynda vöktu þau mikla athygli á rapparanum Dizzee Rascal og Ms Dynamite, sem unnu í fyrra og hitteðfyrra og juku vinsældir þeirra til muna. Verðlaunin verða afhent 7. september. ■ Franz og The Streets tilnefndar FRANZ FERDINAND Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand er tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Hún spilar hér á landi í desember. FRÉTTIR AF FÓLKI Nokkrir dansaranna sem eru hluti afsýningu Madonnu kvarta sáran yfir lélegum kjörum. Þeir segja launin vera lág, auk þess sem aðstæður á sviðinu séu ekki sæmandi stór- stjörnu. Loftræst- ing sé engin, og hitinn nær óbærilegur. Vegna þessa neyðist dansararnir til þess að hafa súr- efniskúta í búningsherbergjum sínum. Michael Mooresegir að leikar- inn Mel Gibson hafi hætt við að fjármagna heimild- armynd sína, Fahrenheit 9/11, eftir að honum bár- ust hótanir frá Hvíta húsinu. Þar var leikaranum sagt að ef hann styddi Moore yrði honum aldrei boðið í Hvíta húsið aftur. Leikkonan Halle Berry segist hafanotið þess að klæðast þröngum spandex-gallanum í væntanlegri mynd um ofurhetjuna Cat Woman. Hún fílaði búninginn svo vel að hún bað um að fá að eiga hann eftir að tökum á myndinni lauk. Hún óttaðist það að ef búningurinn yrði seldur þá myndi hann rata á Ebay. Frekar vildi hún geta rennt sér í hann heima næst þegar gott tækifæri gæfist. 32-33 (24-25) Fólk 20.7.2004 20:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.