Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 37
29MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2004 STEVIE Í STOKKHÓLMI Bandaríski tónlistamaðurinn Stevie Wonder sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn á tónleikum sínum í Stokkhólmi fyrir skömmu. Tónleikarnir voru hluti af árlegri djasshátíð sem haldin er borginni. Eldmóðurinn er mikill Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óða- önn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar,“ segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíð- arinnar Eldur í Húnaþingi. „Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgar- virki.“ En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húna- þingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýning- ar verði í boði, útvarpsstöð starf- rækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. „Stefnan er að hafa hátíðina ár- lega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunar- mannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu.“ Hugmyndin að hátíðinni kvikn- aði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. „Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað,“ segir Kjartan og bætir því við að nafnið, „Eldur í Húnaþingi“, vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga. ■ Graham leikur í Scrubs Leikkonan Heather Graham mun koma við sögu í átta þáttum í fjórðu þáttaröð Scrubs sem hefst í Bandaríkjunum í haust. Mun hún leika hæfan sálfræðing sem á sjálfur í mestu vandræðum í einkalífinu. Graham er þekktust fyrir hlut- verk sín í Boogie Nights, Swing- ers og Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Nýjasta mynd hennar er Cake þar sem mót- leikkona hennar er Sarah Chalke sem fer með hlutverk Elliot Reid í Scrubs. ■ Söngkonan Linda Ronstadt varrekin sem fastráðin söngkona á Alladdin-hótelinu í Las Vegas eftir að hún hrósaði Michael Moore og mynd hans Fahrenheit 9/11 upp á sviði. Áður en hún söng lagið Desperado kallaði hún Moore föður- landsvin sem væri að reyna breiða út sann- leikann. Hún hvatti svo alla til þess að sjá mynd hans. Fjöldi fólks púaði á hana og gekk svo út af skemmtun- inni. Í kjölfarið ákvað hótelstjórinn að það væri kominn tími til þess að losa sig við söngkonuna af dagskránni. Tom Cruise er í uppnámi eftir aðleikstjóri myndarinnar Mission: Impossible 3 sagði starfi sínu lausu, a ð e i n s nokkrum vik- um áður en tökur áttu að hefjast í Berl- ín. Leikstjórinn Joe Carnahan hætti eftir „ l i s t r æ n a n ágreining“ og þarf Cruise, sem er fram- l e i ð a n d i myndarinnar auk þess að leika aðal- hlutverkið, að finna nýjan mann á hættulega skömmum tíma. Auk Cruise leika í myndinni Scarlett Johannsson, Carrie-Anne Moss og Kenneth Branagh. Það rigndi heldur betur upp ínefið á leikaranum Ben Kings- ley við tökur á nýj- ustu mynd hans Mrs Harris, samkvæmt tökuliði myndarinnar. Eins og einhverjir muna var leikarinn sleginn til riddara fyrir stuttu og ákvað hann að hunsa alla þá sem gáfu því ekki gaum þegar þau yrtu á hann. Samkvæmt hefð- inni fá þeir sem Bret- landsdrottning sæmir þessum heiðri nafn- bótina Sir fyrir framan nafn sitt. FRÉTTIR AF FÓLKI■ TÓNLIST ■ SJÓNVARP ■ ÚTIHÁTÍÐ TÓNLEIKAR Mikið af hljómsveitum stíga á stokk á unglistarhátiðinni í Húnaþingi vestra. Ein hljómsveitanna kom á tónleikasvæðið á dráttarvél. 36-37 (28-29) TV 20.7.2004 19:27 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.