Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.07.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 „Hrífandi og litríkar myndir af fólki sem heyr lífsbaráttuna við grimmilegustu aðstæður.“ Daily Mail „Bóksalinn í Kabúl er ein áhrifamesta bókin í ár.“ Dag og Tid „Áleitin mynd af Afgönum, gjörólík nokkurri annarri bók um landið. Hún er heillandi lesning.“ - Sunday Times „Bókin er fantavel skrifuð, einlæg og grípandi, vekur spurningar, svarar spurningum og ber höfuð og herðar yfir aðrar bækur af þessum meiði sem ég hef lesið. ... bók sem allir hefðu gott af að lesa.“ - Friðrika Benónýs, MBL „Gríðarlega áhrifamikil bók. Það er brýn þörf á að svipta hulunni af þessum óhugnanlegu glæpum.“ - Steinunn Jóhannesdóttir höfundur Reisubókar Guðríðar amazon.fr Áhrifamiklar sögur Saga þeirra Guðríðar Ingólfsdóttur og Hebu Shahin er allt í senn, átakanleg, áleitin og æsipennandi. „Þetta er átakanleg og jafnframt þrælspennandi bók.“ - Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni „Maður svitnar alveg þegar maður les frásögnina af flóttanum, svo spennandi er hún.“ - Sirrý, Fólk á SkjáEinum „Amy TAN eins og hún gerist best“ - San Francisco Chronicle „Dóttir beinagræðarans er dýrðleg saga og gefur fyrri bókum Amy Tan síður en svo eftir.“ - Súsanna Svavarsdóttir „Samband móður og dóttur er Amy Tan hjartfólgið og hér er því lýst af samúð, glettni og djúpum skilningi ... frábær skáldsaga.“ - The Independent edda.is Komnar í kiljuMeð leigubíl á útihátíð Sá um daginn að hægt er að fáágætt tjald fyrir rúmar eitt þús- und krónur. Svefnpokar kosta ámóta lága fjárhæð. Svo erum við hissa á að unglingarnir skilji dótið eftir þeg- ar þeir halda heim af útihátíðunum. Það skal viðurkennt að hefðu tjöld kostað á við hálfa af sterku eða eina af léttu þegar ég var unglingur hefði ég ekki tekið tjaldið með heim. Hefði bara keypt nýtt tjald næsta ár. Engar áhyggjur. ÁÐUR fyrr kostuðu tjöld langtum meira en svo að réttlætanlegt var að skilja þau eftir þegar farið var heim. Jafnvel þó að kæruleysi unglingsins væri í hámarki. Það var þess vegna sem tjaldinu var pakkað niður með einhverjum hætti. Ár eftir ár. Hælar og súlur höfðu aftur á móti orðið eft- ir hér og þar. En tjaldið var alltaf til- búið. Það var þess vegna sem það var dregið fram. Halda átti á útihá- tíð. Hvað þurfti meira en tjald? Vín. Hringt í leigubíl og lagt af stað. Með tjald og glás af víni. Annað ekki. AÐEINS var tekinn einn hæll af hverju tjaldi í næsta nágrenni. Súlur gerðar úr illa fengnu hrífuskafti. Mislangar. En héldu tjaldinu uppi. Nýtt heimili varð til. Ljótt, en hélt bæði vindi og vatni. Vínið sett innst. Ekki skorti plássið. Tveir dreng- staular og kassi af vodka. Undrum sætti að ekki var leitað í hliðinu. Aðr- ir höfðu mætt nokkrum dögum fyrr og grafið vín í jörðu. Sumir tæmt ávaxtadósir með leikni og fyllt aftur með víni. Sætur og vondur vodki þar. Einn vann sem sumarmaður í bakarí og með trixi hafði honum tekist að fela vínflöskur í fransbrauðum. Allt að óþörfu. Ekkert leitað. SUMIR drukku meira en þeir þoldu. Aðrir ekki. Ókunnur drengur var kallaður Hjalli. Hann hét samt Ólafur. Skýringin var sú að hann var bólugrafinn og þess vegna tók ein- hver upp á að kalla hann Bólu- Hjálmar, sem styttist síðar í Hjálm- ar og þaðan í Hjalli. Svo kom mánu- dagur og tjaldið tekið upp. Hrífu- skaftið og hælarnir urðu eftir. Allt sem kostaði minna en ein sterk. Vodkinn búinn. Leigubíllinn löngu farinn. Keypt far með rútunni fyrir síðustu aurana. Ólafur Ketilsson keyrði sjálfur, rólega. Það var hann sem sagði þegar farþegi kallaði: „Það er belja að fara framúr þér.“ „Taktu þér far með henni.“ ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR 40 (32) bak 20.7.2004 19:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.