Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 1
● nýjustu mynd friðriks þórs Sarah Polley: ▲ SÍÐA 38 Fer með aðalkven- hlutverk Bjólfskviðu ● í hinu húsinu Andri Ólafsson: ▲ SÍÐA 32 Færeyskt rokk MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sími 550 5000 FÖSTUDAGUR NORÐURLANDAMÓT HEFST Norðurlandamót landsliða kvenna skipuð leikmönnum sem eru 21 árs og yngri hefst í dag. Ísland mætir Englandi á Sauðárkróksvelli klukkan 16.30. Í 1. deild karla tekur Völsungur á móti Breiðabliki klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA VÆTA SÍÐDEGIS Úrkomulítið framan af. Rigning eða skúrir þegar líður á daginn. Hiti 10-18 stig, hlýjast norðaustantil. Sjá síðu 6. 23. júlí 2004 – 199. tölublað – 4. árgangur SKÝRSLA UM 11. SEPTEMBER Fjórir flugræningjanna voru stöðvaðir á flugvellinum skömmu áður en þeir flugu farþegavél á bandaríska varnarmálaráðu- neytið. Sjá síðu 2 MANNSKÆTT SLYS Í TYRKLANDI Hátt í fjörutíu manns létu lífið þegar há- hraðalest fór út af spori sínu á leiðinni milli Istanbúl og Ankara. Myrkur gerði björgunar- mönnum erfitt fyrir. Sjá síðu 2 FJÓRTÁN BANASLYS Þrír hafa látið líf- ið í umferðinni síðan 11. júlí. Fjórtán hafa alls látið lífið í umferðarslysum á árinu. Flest slysanna eiga sér stað nærri Reykja- vík. Sjá síðu 6 GAGNRÝNIR STJÓRNVÖLD Formað- ur Sjómannasambands Íslands segir stuðn- ing stjórnvalda við útvegsmenn óþolandi og skort á gæslu landhelginnar óásættan- lega. Sjá síðu 12 nr. 29 2004 f|zâÜáàx|ÇÇ dagskráin 23. júlí - 29. júlí www.spar.is Fimm stjörnu fjármálafyrirtæki 20032002200120001999 Sigursteinn Másson: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Lítur í eigin barm birta ● farsímanotkun barna ● sumarhetjan þú Kvikmyndir 30 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 Berglind Guðbrandsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Te og kaffi í 20 ár ● matur ● tilboð KJARAMÁL Verkfall háseta skipa Hafrannsóknarstofnunarinnar hefst klukkan fjögur á mánudag nái Sjómannafélag Reykjavíkur og samningsnefnd fjármálaráðu- neytisins ekki að semja á fundi sama dag. Bitbeinið er sjómanna- afsláttur hásetanna. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, seg- ir félagið vilja að kjarasamning- urinn falli úr gildi eða verði upp- segjanlegur nemi stjórnvöld sjó- mannaafsláttinn úr gildi. Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytis- ins, segir að viðræðurnar strandi á þessu atriði. „Þeim hefur verið boðið að inni í samningnum verði bókun um að verði samið um það í kjarasamningum sjómanna á al- mennum markaði að afnám sjó- mannaafsláttar leiði til þess að kjarasamningar verði uppsegj- anlegir skuli það sama gilda um þennan samning. Ríkið telur eðli- legt að stefnan varðandi atriði sem þetta sé mörkuð í viðræðum aðila á hinum almenna vinnu- markaði en er tilbúið að fallast á að niðurstaða sem þar fæst gildi einnig um sjómenn sem starfa hjá ríkinu.“ Jónas segir slíka bókun ekki hafa gildi. „Við erum að semja beint við fjármálaráðherra. Hann kom með frumvarp um skerðingu sjó- mannaafsláttar. Þess vegna vilj- um við semja beint við hann um að samningurinn verði laus eða upp- segjanlegur nái frumvarpið fram að ganga.“ Næsti fundur viðsemjenda er á mánudaginn klukkan hálf ellefu og hafa þeir þá fimm og hálfa klukkustund til að ná saman. Jónas segir það ekki knappan tíma. „Það þarf ekki nema eina mín- útu. Þetta er ekkert mál til að sitja yfir. Þetta er aðeins spurning um já eða nei.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir það órætt hvernig staðið verði að heimkomu skipanna komi til verkfalls. Hann voni að deilan leysist. „Við erum alltaf í mikil- vægum rannsóknarleiðöngrum og auðvitað er það bagalegt að geta ekki unnið eftir þeim áætlunum sem við setjum okkur.“ gag@frettabladid.is Stefnir í verkfall vegna sjómannaafsláttar Hásetar hafrannsóknarskipa fara í verkfall falli nýr kjarasamningur þeirra ekki úr gildi ef sjómannaafsláttur verður afnuminn. Fjármálaráðuneytið hefur boðið þeim að samningurinn fylgi reglum almenns vinnumarkaðar. RÁÐHERRAR GREIÐA ATKVÆÐI UM NIÐURFELLINGU FJÖLMIÐLALAGANNA Á ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær að fella úr gildi fjölmiðlalögin sem forseti synjaði staðfestingar 2. júní. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en stjórnarandstað- an sat hjá með þeirri skýringu að ekki væri víst að það stæðist stjórnarskrána að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu með þessum hætti. Þinghaldi hefur verið frestað fram til septemberloka. Sjá síðu 4 PALESTÍNA, AP Jasser Arafat Palestínuforseti er sagður hafa lofað því að veita ríkisstjórn Ahmed Qureia forsætisráðherra aukin völd, þess á meðal full yfirráð yfir öryggissveitum Palestínumanna. Þetta sagði palestínski þingmaðurinn Imad Falloyuji eftir að Arafat ræddi við þingmenn. Fallouji sagði Qureia hafa lofað að skoða tilboð Arafats. Arafat hefur áður lofað því að láta af stjórn öryggissveitanna en ekki staðið við það. Stjórn öryggismála er helsta deiluefni forsetans og forsætisráðherrans. Palestínska þingið féll í gær frá hótun sinni um að fara í verk- fall ef Arafat yrði ekki við ósk- um þeirra um að veita ríkis- stjórninni aukin völd og betri að- stöðu til að stjórna málum í Palestínu. Þingmenn kröfðust þess þó að þingið fengi aukin völd og kæmi meðal annars að baráttunni gegn spillingu í öryggissveitunum umdeildu. ■ Jasser Arafat, forseti Palestínu, er sagður reiðubúinn að afsala sér stjórn öryggissveita: Lofar að draga úr völdum sínum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UMBÓTA KRAFIST Vopnaðir vígamenn úr píslarvætta- sveitunum al-Aqsa voru meðal þúsunda Palestínumanna sem kröfðust þess að ráðist yrði gegn spillingu. Mislukkað kappflug: Áttavilltar bréfdúfur SVÍÞJÓÐ, AP Tæpri viku eftir að 2.000 bréfdúfum var sleppt í Ljungby í Svíþjóð eru aðeins 500 þeirra komnar á leiðarenda í Málmey. Ferðalagið tekur bréf- dúfurnar alla jafna aðeins tvo klukkutíma og skilja skipuleggj- endur og áhugamenn ekkert í því hvað varð af meirihluta dúfnanna. Bréfdúfurnar áttu að taka þátt í árlegu bréfdúfukapphlaupi sem fór fram við bestu aðstæður. Í ljósi þess að bréfdúfur eru frægar fyrir að rata heim til sín kemur það mjög á óvart hversu fáar skil- uðu sér heim. „Ég hef unnið með dúfur frá 1960 og hef aldrei upp- lifað neitt þessu líkt,“ sagði Lars- Aake Nilsson, félagi í bréfdúfu- félagi Málmeyjar. ■ 01 22.7.2004 22:07 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.