Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 6
6 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR UMFERÐARSLYS „Flest banaslysin verða við útafakstur, árekstra og framanákeyrslur,“ segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðar- slysa. Ágúst segir þó slys þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlut nokkuð öðruvísi en slys Íslend- inga. „Í þessum slysum erum við ekki að tala um svo mikinn hraðakstur, ölvunarakstur né fíflagang,“ segir Ágúst. „Þarna er um að ræða hrein akstursmis- tök.“ Ágúst segir sex banaslys hafa orðið meðal erlendra ferða- manna hér á landi síðan 1998. „Í fimm þessara slysa keyrði öku- maður út af, bíllinn valt og far- þegi í aftursæti, í öllum tilfellum kona, notaði ekki bílbelti og lést,“ segir Ágúst. „Við erum búin að hafa þessi slys, eitt til tvö á ári, sem verða með þessum hætti og varða erlenda ferðamenn.“ Ágúst segir miklu skipta að bílbelti hafi ekki verið notuð. „Í mörgum tilfellum myndi maður segja að ef farþegar hefðu notað bílbelti hefðu þeir einfaldlega lifað af.“ Ágúst segir einnig slæma vegi setja strik í reikninginn, fyrst og fremst malarvegi. „Það eru nokkrir slæmir vegir, til dæmis vegurinn upp að Detti- fossi, þar sem gera má ráð fyrir einu til tveimur slysum á viku yfir sumartímann,“ segir Ágúst. „Þá er náttúrlega spurningin hvort við þyrftum ekki að kort- leggja þessi slys og velta upp hvort ekki þurfi að setja upp skilti á ensku þar sem varað er sérstaklega við þessum veg- um.“ ■ Fjórtán hafa látist í umferðinni á árinu Þrír hafa látið lífið í umferðinni síðan 11. júlí. Fjórtán hafa alls látið lífið í umferðarslysum á árinu. Flest slysanna áttu sér stað nærri Reykjavík. Tveir hafa að meðaltali látið lífið í umferðinni á hverjum mánuði síðustu þrjátíu árin. UMFERÐARSLYS Fjórtán hafa látist í umferðinni það sem af er árinu í tólf banaslysum. Þrjú slysanna áttu sér stað á rúmlega vikutíma- bili frá 11. til 20. júlí. Flest slysanna áttu sér stað nærri Reykjavík, á svæðinu frá Garði til Akraness. Þá létust tvær ungar stúlkur í banaslysi í Norðurárdal og tvö slys í ná- grenni Blönduóss kostuðu tvo líf- ið. Einnig lét ung stúlka lífið í umferðarslysi á Vestfjörðum. „Það eru mjög miklar sveiflur í banaslysum,“ segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. „Á síðasta áratug höfum við bæði fengið mjög góð og mjög slæm ár.“ Nokkru færri slys höfðu átt sér stað á sama tíma á síðasta ári en þá höfðu tólf látist í tíu banaslysum við júlílok. Sigurður segir að um það bil 24 hafa að meðaltali lát- ist á ári í umferð- arslysum síð- ustu þrjátíu ár eða tveir á mánuði. „Nú í ár erum við í þessu óskemmti- lega með- altali,“ segir Sigurður. „Þrátt fyrir það liggur í aug- um uppi að hvert ein- asta slys er slysi of mikið.“ Sigurður segir ekkert mynstur að sjá í banaslysun- um. „Alvarlegustu slysin verða þó alltaf úti á þjóðvegunum,“ segir Sigurður. „Þar er meiri hraði og því má ekkert út af bregða til að illa fari.“ Sigurður segir ökumenn helst þurfa að varast hraðakstur. „Ef fólki tekst að halda sig við lögleg- an hraða má strax stórauka líkur á að koma í veg fyrir slys,“ segir hann. „Einnig skiptir miklu máli að nota öryggisútbúnaðinn í bíln- um og aka ekki undir áhrifum áfengis.“ helgat@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,28 0,17% Sterlingspund 132,25 0,11% Dönsk króna 11,75 -0,08% Evra 87,36 -0,07% Gengisvísitala krónu 121,83 0.00% Kauphöll Íslands - hlutabréf Fjöldi viðskipta 190 Velta 842 milljónir ICEX-15 3.087 0,00%. Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 282.058 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 247.614 Burðarás hf. 120.279 Mesta hækkun Nýherji hf. 10,29% Tryggingamiðstöðin hf. 2,34% Vátryggingafélag Íslands hf. 2,04 Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -2,86% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -1,15% Össur hf. -0,75% Erlendar vísitölur DJ * 10.008,1 -0,38% Nasdaq * 1.869,4 -0,27% FTSE 4.306,3 -1,62% DAX 3.801,1 -1,97% NIKKEI 11.285,0 -1,30% S&P * 1.091,8 -0,19% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir seðlabankastjóri Banda-ríkjanna? 2Hvar á Snæfellsnesi er verið að byggjanýjan framhaldsskóla? 3Ráðherra Evrópumála í bresku ríkis-stjórninni er á Íslandi. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 38 NORÐURÁL HAGNAST Hagnaður Norðuráls á árinu 2003 nam rúm- lega einum milljarði króna. Hagn- aðaraukning frá 2002 er nálægt þrjátíu prósentum. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að hærra álverð, minni vaxtakostnaður og góð ávöxtun veltufjármuna hafi haft jákvæð áhrif á reksturinn. ÁGÚST MOGENSEN Framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa segir umferðarslys erlendra ferðamanna öðruvísi en slys Íslendinga þar sem ekki sé um mikinn hraðakstur að ræða. BANASLYS Í UMFERÐINNI ÁRIÐ 2004 1 Suðurlandsvegur 10. janúar 24 ára íslenskur karl 2 Höfðabakki 2. febrúar 64 ára íslenskur karl 3 Norðurlandsvegur 18. febrúar 45 ára íslensk kona 4-5 Vesturlandsvegur 20. febrúar 13 ára íslensk stúlka 4-5 Vesturlandsvegur 20. febrúar 13 ára íslensk stúlka 6-7 Akranes 30. mars 76 ára íslenskur karl 6-7 Akranes 30. mars 74 ára íslensk kona 8 Reykjanesbraut 19. maí 52 ára íslenskur karl 9 Reykjavík 26. maí 89 ára íslensk kona 10 Garður 4. júní 41 árs íslenskur karl 11 Þingvallavegur 7. júní 24 ára íslenskur karl 12 Mosfellsbær 11. júlí 22 ára íslenskur karl 13 Bíldudalur 15. júlí 15 ára íslensk stúlka 14 Vatnsnesvegur 20. júlí 38 ára tékknesk kona 14 1 2 3 4 5 6 7 8 910 11 12 13 ■ VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa: Erlendir ferðamenn skera sig úr 06-07 22.7.2004 21:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.