Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 8
8 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Utanríkisráðherra Súdans: Afskipti Vesturlanda minna á Írak LONDON, AP Utanríkisráðherra Súdan segir afskipti Bandaríkj- anna og Bretlands af ógnaröldinni í Darfur-héraði vera óeðlileg og minna um margt á framkomu þeirra gagnvart Írak áður en ráð- ist var inn í landið. Yfirvöld í Súdan hafa verið sökuð um að halda hlífiskildi yfir arabískum vígahópum sem ráðast á svarta íbúa Darfur-héraðs. Tug- ir þúsunda hafa fallið í átökunum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta bera sið- ferðileg skylda til að bregðast við ástandinu í Súdan. Blair útilokar ekki að hann sendi öryggisveitir inn í landið til að stilla til friðar, en segir of snemmt að segja nokk- uð til um það. Utanríkisráðherra Súdan segir að sendi Bretar herlið inn í landið líti íbúar þess á það sem her- námslið og muni rísa upp gegn því, rétt eins og gerst hefur í Írak. Blair segir að málið verði að vinna í náinni samvinnu við Afríkusam- bandið en hann mun ræða málið við Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, áður en lengra er haldið. ■ Kynferðisafbrotamaður á sextugsaldri var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Brot mannsins gegn annarri stúlku voru fyrnd þar sem ekki var hægt að sanna að innan við fimm ár væru frá því að brotin voru framin og þar til þau voru kærð. DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var átta til tíu ára árin 2001–2003. Brot manns- ins gegn annarri stúlku fæddri árið 1985 voru fyrnd þar sem ekki tókst að sanna að þau hefðu verið framin sumarið 1999 eða síðar. Dómurinn segir að það beri að sakfella manninn fyrir kynferðis- lega áreitni gegn eldri stúlkunni sem varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Hins vegar fyrnist sök á fimm árum þegar ekki liggur þyngri refsing við brotinu en fjögurra ára fangelsi. Manninum var gert að greiða yngri stúlk- unni 800 þúsund krónur í miska- bætur en þeirri eldri 500 þúsund krónur. Í nokkur skipti sumurin 2001–2003 káfaði maðurinn á kyn- færum yngri stúlkunnar í bílferðum á Miðnesheiði og Garðskagavita þar sem hún sat í fangi hans og fékk að stýra bifreiðinni. Þá braut hann í nokkur skipti gegn stúlkunni á heimili sínu. Hann lét stúlkuna leggjast nakta ofan á sig og þuklaði á henni, setti fingur meðal annars í leggöng og endaþarm. Sjálfur var hann nakinn að neðan. Maðurinn káfaði einnig á kynfærum eldri stúlkunnar í bílferðum á Miðnes- heiði. Upp komst um manninn þeg- ar yngri stúlkan sagði móður sinni frá framferði mannsins. En á þeim tíma átti móðir henn- ar í sambandi við manninn sem hafði verið heimilisvinur áður en foreldrar stúlkunnar skildu. Þegar eldri stúlkan var kölluð til vitnis kom í ljós að maðurinn hafði áreitt hana kynferðislega og var í framhaldinu lögð fram kæra vegna þeirra brota. Maðurinn sem er á sextugs- aldri er barnlaus og hefur alla tíð búið í foreldrahúsum. Hann var virkur í unglinga- og íþróttastarfi í öðru af tveimur bæjarfélögum sem hann bjó í á Suðurnesjum. hrs@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI UMSÆKJENDA UM STARFSLAUN LISTAMANNA: 1995 563 umsóknir 1999 572 umsóknir 2002 620 umsóknir HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Morð er ávísun á hjálp 20 geðsjúkir eins og tifandi tímasprengjur – hefur þú séð DV í dag? FJÁRLÖG „Í skýrslunni kemur fram það sem bent hefur verið á áður, að halda þarf áfram að þróa áætl- anagerð hjá stofnunum ríkisins og jafnframt ná fram markvissara eftirliti með framkvæmd fjár- laga,“ segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Nefndin fundaði í gær um skýrslu ríkisendurskoðunar í gærmorgun. Fór endurskoðandi yfir skýrsluna með nefndarmönn- um og gerði grein fyrir helstu at- riðum hennar. Á fundinum var einnig fulltrúi frá fjármálaráðu- neytinu. „Þróun áætlanagerðar hefur verið í gangi undanfarin ár en ljóst er að halda þarf því verkefni áfram. Af skýrslunni er ljóst að þörf er á að skoða ákveðna þætti og mun nefndin gera það í haust. Skýrslan segir ekki til um endan- lega niðurstöðu um framkvæmd fjárlaganna. Lokaniðurstaðan kemur í ljós í haust þegar ríkis- reikningur fyrir árið 2003 verður birtur. ■ Formaður fjárlaganefndar um skýrslu ríkisendurskoðunar: Markvissara eftirlits þörf MAGNÚS STEFÁNSSON, FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR: „Halda þarf áfram að þróa áætlanagerð hjá stofnunum ríkisins og jafnframt ná fram markvissara eftirliti með fram- kvæmd fjárlaga.“ RÁÐHERRAR FUNDA Utanríkisráðherrar Súdans og Frakklands ræddu stöðu mála á miðvikudag. KETTLINGARNIR Þrettán kettir fundust í yfirgefnum húsbíl á Kjalarnesi á þriðjudaginn. Þrír kattanna voru dánir þegar að var komið og höfðu þeir sem lifðu byrjað að éta einn þeirra. Þrettán kettir fundust í bíl: Tvísýnt um líf tveggja DÝR Tvísýnt er um líf kettlinga sem fundust nær dauða en lífi í yfirgefnum húsbíl á Kjalarnesi á þriðjudag að sögn Sigríðar Heið- berg, forstöðukonu Kattholts. Kettirnir voru upphaflega þrettán talsins en þrír voru dánir þegar þeir fundust. Komið var með 26 ketti í Katt- holt þann 4. júlí síðastliðinn sem fundust höfðu í húsi á Kjalarnesi. Eftir tilskipun frá lögreglu var forráðamönnum Kattholts gert að skila köttunum aftur til eigenda sinna sem virðast hafa skilið þá eftir í húsbílnum án matar eða drykkjar. Þá fannst horuð, kettlingafull læða í nágrenni hússins á Kjalar- nesi í fyrrakvöld og var farið með hana í Kattholt. ■ Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot 08-09 22.7.2004 22:06 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.