Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 12
12 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR BÁLFÖR UNDIRBÚIN Útför Tjokorda Istri Muter, tvíburasystur síðasta konungsins af Ubud, sem er hérað á Balí í Indónesíu, krefst mikils undirbún- ings. Tjokorda verður brennd á báli. Bál- köstur hennar er mikill turn upp á níu hæðir sem verkamenn hafa unnið við að útbúa að undanförnu. Andaveiðar í Reykjavík: Neysla ekki heilsuspillandi HEILBRIGÐISMÁL Ekkert bendir til þess að endur sem veiddar eru í Laugardal eða við Reykjavíkur- tjörn séu óhæfar til neyslu sam- kvæmt upplýsingum sem feng- ust frá Umhverfis- og heilbrigð- isstofnun Reykjavíkur. Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að endur hefðu verið veiddar við litla tjörn í Laugar- dalnum. Vakti fréttin mikil við- brögð frá lesendum blaðsins. Fannst þeim ótækt að andaveiðar tíðkuðust innan borgarmarkanna endu eru fuglaveiðar ólöglegtr í lendum borgarinnar Samkvæmt Umhverfis - og heilbrigðisstofnun er ekki hægt að taka allan vafa af því að það sé í lagi að leggja sér þessar endur til munns en til þess þarf að rannsaka sýni frá viðkomandi svæði. Stofnunin telur þó að ekkert bendi sérstaklega til þess að það sé heilsuspillandi að borða önd af Reykjavíkurtjörn. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að borgaryfirvöld munu bregðast við andaveiðunum og fylgist blaðið með framvindu mála. ■ FRÉTTAVIÐTAL Samningsstaða sjó- manna er erfið þar sem stjórnvöld standa við bakið á útvegsmönn- um. Það hafi sýnt sig við lagasetn- ingar á löglegri verkfallsboðun sjómanna árið 2001, 1998 og 1994. Þetta segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Hann hafi sýnt vilja til að ná kjarasamningum við Landsam- bands íslenskra útvegsmanna en þeir nagi neglurnar og bíði eftir lagasetningu stjórvalda. Sjómenn hafi verið samningslausir frá ára- mótum. „Það þarf tvo til að semja og í mínum huga hef ég sýnt vilja í verki. Það er meira en útvegs- menn hafa gert. Það er alveg klárt mál að síðast þá báðu út- vegsmenn um lagasetningu. Þeir vita það sjálfir að ég veit að þeir beinlínis gengu á fund sjávarút- vegsráðherra og hann á fund rík- isstjórnarinnar sem ákváð fyrir tilmæli LÍÚ að setja lögin á,“ segir Sævar. Sævar bendir á að 8. júní hafi íslensk stjórnvöld sætt alvarlegri gagnrýni þegar málið var tekið upp hjá Alþjóðavinnumálastofn- uninni og fulltrúar þeirra rúm- lega 140 landa sem sátu fundinn hafi öll sem eitt skorað á stjórn- völd að skipta sér ekki af kjara- viðræðunum. „Við vorum ein tutt- ugu þjóða sem vorum tekin út úr fyrir alvarleika málsins. Ef að stjórnvöld láta sér ekki segjast þá veit ég ekki í hvaða heimi þessir menn búa,“ segir Sævar. „Kröf- urnar okkar eru alveg skýrar. Það sem við erum að biðja um núna og gerum kröfu um er að við fáum sömu leiðréttingu á launakjörum okkar og aðrir launþegar eru að fá. [...] Við erum ekkert að biðja um annað. Kröfur þeirra hljóða upp á kjaraskerðingu fyrir sjó- menn, þ.e.a.s. lækkun á launa- kostnaði útgerðar. Það er miklu erfiðara og alvarlegra mál ein- faldlega vegna þess að þær kröf- ur eru svo stórar.“ Sjómannaafslátturinn í hættu Í desember lagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra fram þingsályktunartillögu um afnám sjómannaafsláttar í áföngum frá 1. janúar 2005 þar til ársins 2008. Sjómönnum beri í framhaldinu að semja sjálfir um hann við út- vegsmenn. Tillagan náði ekki fram að ganga að sinni en sjó- menn hræðast að hún verði aftur borin upp. Sævar segir það öfugmæli ráðherra að samningsnefnd ríkis- ins neiti að semja við háseta Haf- rannsóknarstofnunar um sjó- mannaafsláttinn í ljósi þessa. „Það er alveg ljóst, og reyndar hefur fjármálaráðherra lýst því yfir, að sjómannaafslátturinn verði ekki af sjómönnum tekinn öðruvísi en þeim verði bættur hann,“ segir Sævar og bætir við:„Svo neitar hann að semja um þetta. Ég lendi alltaf að sama brunni. Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum. Kannski eðlileg- ast að fréttamenn spyrji hann: Á hvaða ferðalagi ertu? Ég spyr hann hiklaust: Á hvaða ferðalagi ertu fjármálaráðherra að vera með svona klárar yfirlýsingar um að það eigi að semja með þessum hætti og neita svo að koma að málunum.“ Sævar segir niðurstöðu samn- ingsins gefa fordæmi fyrir við- ræður sjómanna og útvegsmanna þó umræður um sjómannaafslátt- inn hafi verið lagðar til hliðar. „Það hefur ekkert brotið á þessu ennþá en það er alveg ljóst að þetta verður uppi þegar kemur að því að ljúka samningum.“ Vantar varðskip á sjó Í mörg horn er að líta hjá Sæv- ari og Sjómannasambandinu. Hann óttast um öryggi sjómanna og segir óásættanlegt að engin varðskip séu á sjó. Hann vill að stjórnvöld skoði í sinn rann. „Þetta er gjörsamlega óásætt- anlegt ástand og okkur öllum til skammar að ekkert skip skuli vera á miðunum í kringum landið. Ekki bara út af landhelgisbrotum því samkvæmt skyldum eru verk- efni þau sem þessi skip eiga að framkvæma mörg: Eftirlit með ferðum skipa, eftirlit með land- helgisbrotum, eftirlit með veiðar- færum og síðast en ekki síst ör- yggismál sjómanna. „ Sævar segir að minnst tvö skip ef ekki þrjú skip þyrftu alltaf að vera á hafi úti. „Til þess að tvö skip geti alltaf verið úti þurfta þrjú skip að vera í gangi. Það gera sér allir grein fyrir þegar tekið er tillit til viðhalds og fríi áhafna og slíks. Það er óásættanlegt þetta ástand eins og það er.“ gag@frettabladid.is REYKJAVÍKURTJÖRN Óprúttnir aðilar hafa numið endur á brott með skipulögðum hætti. ■ EVRÓPA Bann gegn ruslpósti: Ber árangur í Ástralíu CANBERRA, AP Bann á ruslpósti í Ástralíu virðist bera árangur en yfirvöld bönnuðu ruslpóst fyrir þremur mánuðum síðan. Mörg netfyrirtæki hafa látið af óum- beðnum ruslpóstsendingum, sérstaklega hefur póstur sem inniheldur hvers kyns klám snarminnkað. Lögin sem sett voru í apríl síðastliðnum banna að rafrænar auglýsingar séu sendar á net- föng án vitundar og samþykkis móttakandans. Þeir sem brjóta bannið mega búast við sekt upp á tæpa 57 milljarða króna. Nokkur fyrirtæki hafa verið undir eftirliti yfirvalda fyrir að hlíta ekki banninu en enginn hefur verið dæmdur. Ástralir hafa gert samning við Bandaríkin, Bretland og Suður- Kóreu um samstarf í baráttunni gegn ruslpósti. ■ TILRÆÐISMAÐUR VERÐI ÁKÆRÐUR Franskir saksóknar- ar hafa óskað eftir því við dómstól í París að maður sem reyndi að myrða Jacques Chirac forseta verði ákærður. Sérfræðingar segja Maxime Brunerie ekki við fulla geð- heilsu en kveða hann að hluta ábyrgan fyrir að reyna að myrða Chirac fyrir tveimur árum. KÆRÐUR FYRIR TILRÆÐIÐ Maðurinn sem reyndi að ráða Jacques Chirac Frakklands- forseta af dögum við opinbera athöfn fyrir tveimur árum verður ákærður fyrir morðtil- raun. Geðrannsókn leiddi í ljós að maðurinn ætti við geðræn vandamál að stríða en ekki það mikil að hann væri ekki, í það minnsta að hluta, ábyrgur gerða sinna. Ártúnshöfða • Borgartúni • Geirsgötu • Gagnvegi, Grafarvogi Lækjargötu, Hafnarfirði, • Háholti, Mosfellsbæ • Stórahjalla, Kópavogi ES SO K D -0 7. 20 04 -T ilb oð SÆVAR GUNNARSSON Sjómannasamband Íslands og Landsamband íslenskra útvegsmanna funda hjá ríkissáttasemjara þann 9. ágúst vegna kjaradeilna. Sjómenn hafa verið samningslausir frá áramótum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Stuðningur stjórnvalda við útvegsmenn óþolandi Formaður Sjómannasambands Íslands segir lagasetningu stjórnvalda á verkföllum sjómanna óþolandi öfugmæli að þau semji ekki um sjómannaafslátt við eigin starfsmenn og skort á gæslu landhelginnar óásættanlega. GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL RÆTT VIÐ SÆVAR GUNNARSSON FORMANN SJÓMANNASAMBANDS ÍSLANDS 12-13 22.7.2004 19:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.