Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 18
Getur ekki synjað Sennilegt er að ákvæðum stjórnarskrár- innar um vald forseta Íslands verði breytt áður en kjörtímabili Alþingis, sem nú situr, lýkur. Er talið að stjórnarflokk- arnir hafi gert með sér óformlegt sam- komulag um að synjunarvald forsetans verði afnumið og embættið eingöngu gert að „tákn- rænni tignarstöðu“ eins og það er stundum kallað. Hvarfli að einhverjum að Ólafur Ragnar Grímsson geti stöðvað slíka breytingu og vísað málinu til þjóðarat- kvæðagreiðslu eins og fjölmiðlalögunum ætti hinn sami að lesa 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir að forseti skuli staðfesta stjórnar- skrárbreytingu ef Alþingi samþykkir hana tvívegis. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra áréttar þetta að gefnu til- efni í nýjum pistli á heimasíðu: „Forseti hefur ekki synjunarvald um breytingu á stjórnarskránni“, segir hann. Náttúrlega klikkun Jón Steinsson hagfræðingur gerir „ótrú- lega óhagkvæman“ landbúnað á Íslandi að umræðuefni í vefritinu Deiglunni í gær. Vitnar hann í viku- ritið Economist sem á dögunum birti alþjóðlegan samanburð á opin- berum stuðningi til bænda sem hlutfall af landbúnaðarframleiðslu. Kom þar fram að í Ástralíu og Nýja Sjálandi er þetta hlutfall 5%, í Kanada og Bandaríkjunum tæplega 20% og í ríkjum Evrópubandalagsins 35%. Íslendingar eru hins vegar meðal met- hafa; hér er hlutfallið 65%. Jón segir að þetta hlutfall hafi nánast ekkert lækkað síðastliðin tuttugu ár. „Þetta er náttúr- lega klikkun,“ segir Jón. „Þetta þýðir að framleiðni í íslenskum landbúnaði þyrfti að aukast um rúmlega 250% til þess að hann gæti staðið undir sér. Framleiðnin þyrfti síðan að hækka um annað eins til þess að bændur byggju við mann- sæmandi kjör.“ Og Jón Steinsson spyr: „Er eitthvað vit í að borga stórfé til að halda úti slíkri atvinnugrein?“ „Orðtakið segir: „Ef þú ert kom- inn ofan í holu, hættu þá að moka!“ Með öðrum orðum, gerðu ekki illt verra, málaðu ekki skrattann á vegginn. Þessi fleygu orð féllu í hátíðarræðu Davíðs Oddssonar á Austurvelli árið 2001 þegar hann ræddi um efnahags- vanda og átök á vinnumarkaði. Þau urðu í framhaldinu til þess að orðtakasérfræðingar landsins þurftu að dusta rykið af ölum sín- um fræðibókum en gátu þó ekki fundið dæmi um þetta orðtak. Ef- laust hefur ráðherrann haft gam- an af vangaveltunum alþýðunnar og fræðimanna, enda er orðtakið gott, bæði gegnsætt og mynd- rænt. Það er eðli góðra orðtaka að vera almenn og geta átt við ólíkar kringumstæður. Það gildir líka um orðtak forsætisráðherra um holugröftinn. Það vísar ekki síður til hins pólitíska veruleika en hins efnahagslega. Þessa dagana gengur efnahagsstjórnin bæri- lega þótt vissulega séu blikur á lofti í fjarska, en vandamál ríkis- stjórnarinnar og þjóðarinnar eru hins vegar fyrst og fremst póli- tísks eðlis. Hin pólitísku ágrein- ingsefni hafa síðustu misseri frekar snúist um stjórnarhætti, stjórnunarstíl og lýðræði en efna- hagsmál. Á því sviði hefur ríkis- stjórnin setið undir harðri gagn- rýni og hvert málið á fætur öðru verið keyrt fram þrátt fyrir há- vær mótmæli í samfélaginu og þrátt fyrir víðtækar efasemdir um að slíkt stæðist ýmis ákvæði í stjórnarskrá eða aðrar grundvall- arreglur sem tryggja eiga réttindi borgaranna. Meirihlutinn hýtur auðvitað að ráða, en það er hins vegar grund- vallaratriði lýðræðishugsjónar- innar að tryggja að ekki verði vaðið yfir réttindi minnihlutans. Það má því segja að íslenska rík- isstjórnin og meirihutinn á bak við hana á Alþingi hafi staðið í pólitískum holugreftri upp á síðkastið þar sem áherslan hefur færst yfir á vinnubrögð skilyrðis- lauss meirihlutaræðis. Þetta er áherslubreyting í átt til stjórn- lyndis og kemur að sumu leyti á óvart, því báðir stjórnarflokkarn- ir byggja tilvist sína á hefðbund- inni borgaralegri frjálslyndis- stefnu. Nú síðast birtist þetta í fjölmiðlamálinu. En fleiri mál sem fóru í gegnum þingið á vordögum orka verulegs tvímælis. Útlendinga- lögin þar sem fólki yngra en 24 ára getur ekki fengið dvalarleyfi í landinu þótt það giftist mann- eskju sem býr hér voru mjög um- deild. Þar var um þverpólitíska andstöðu að ræða þar sem ung- liðasamtök flokkanna voru áber- andi. Í því máli vegast á lögreglu- hagsmunir vegna rannsókna á hugsanlegum nauðungarhjóna- böndum annars vegar og svo hins vegar sjálfsögð mannréttindi ungra einstaklinga að eiga mögu- leika á að ganga í hjónaband og búa í landinu. Íslenska meiri- hlutavaldið kaus lögregluhags- munina. Slíkt gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér líkt og er að gerast í Danmörku þar sem svip- uð lög (fyrirmyndin) eru í gildi. Þar í landi hafa nú risið heitar pólitískar deilur um málið í kjöl- far þess að spænski lagaprófess- orinn og sérfræðingurinn í mann- réttindum, Alvaro Gil-Robles, hefur fyrir hönd Mannréttinda- stofnunar Evrópuráðsins sagt dönsku lögin brjóta gegn mann- réttindum. Í kjölfar skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópu- ráðsins og þeirrar gagnrýni sem henni tengist, hefur Bertel Haarders, dómsmálaráðherra Dana, sagt að hann telji skýrsluna einungis vera pólitískt ráðgefandi og auk þess komi ekki fram í henni berum orðum að innflytj- endalögin brjóti gegn Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Morgun- blaðið hefur fjallað um þetta mál síðustu daga og spyr síðan Björn Bjarnason um málið í gær. Það kemur ekki á óvart að Björn tekur nákvæmlega sama pól í hæðina og Haarders og afgreiðir skýrslu Mannréttindastofnunar Evrópu- ráðsins sem pólitíska ráðgjöf auk þess sem það standi ekki í skýrsl- unni að Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi verið brotinn. Sorg- lega lítið hefur verið fjallað um þetta mál í íslenskum fjölmiðlum, en það er hins vegar forvitnilegt að sjá að á vefsíðu Danmarks Radio þann 14. júlí sl. er einmitt viðtal við Alvaro Gil-Robels um þessi viðbrögð danska ráðherr- ans, þar sem hann segir kurteisi ráða því að ekki hafi verið notað það orðalag að Danmörk væri að brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu. Engum sem læsi skýrsl- una ætti þó að dyljast að sú sé raunin. Jafnframt virðist hann nokkuð undrandi á þeirri túlkun að um pólitíska ráðgjöf sé að ræða, því hann segir skýrsluna vera algerlega unna á faglegum grundvelli lögfræðinnar. Danski dómsmálaráðherrann segir hins vegar í þessari sömu frétt að ef Mannréttindastofnunin telji að Mannréttindasáttmálinn hafi verið brotinn þá eigi hún einfald- lega að segja það berum orðum. Þegar eru kærumál frá Dan- mörku á leiðinni fyrir Mannrétt- indadómstólinn í Strassborg og greinilegt af umræðunni þar í landi að málið gæti haft miklar pólitískar afleiðingar. Nákvæmlega sama framtíð gildir um Ísland, þar sem stjórn- völd væru þá enn einu sinni komin í pólitíska vörn fyrir stjórnlyndar aðgerðir sem taldar eru ógna borgaralegu samfélagi og mannréttindum. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sjálfs- mynd tveggja stjórnmálaflokka sem hvor með sínum hætti skil- greina sig út frá klassísku frjáls- lyndi. Því verður seint trúað að þetta sé hola sem ríkisstjórnar- flokkarnir vilja hreiðra um sig í. En vilji þeir ekki vera ofan í henni, verða þeir einfaldlega að hætta að moka. ■ Þ ótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundumverið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallarat-riði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeir- ra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýð- ræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystu- manna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um vald- svið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar – þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðr- ir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýð- ræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þátt- um þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okk- ur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórn- málaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórn- sýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarð- anir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálf- stæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðis- hyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt sam- félag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síð- an þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðu- neyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmæta- sköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs – nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síð- an að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvalds- ins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunar- lega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur. 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ef stefnt er að virkara lýðræði með fleiri þjóðaratkvæða- greiðslum er einnig rétt að treysta lýðræði frjáls markaðar. Lýðurinn ræður á markaði Hættu þá að moka ORÐRÉTT Vindhanar Fjölmiðlafárið hefur líka sýnt að það er lítil staðfesta í flokka vinstri grænna. Þegar á reynir er Steingrímur J. sami vind- haninn og Össur. Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur um lyktir fjölmiðlamálsins. Viðskiptablaðið 21. júlí. Enn kalt í Hvíta húsinu Kalda stríðið er löngu liðið, Sov- étríkin úr sögunni, en engu að síður heldur stjórn Bush áfram kjarnorkuvígbúnaði og áætlun- um um eldflaugavarnir eins og hún hefði ekkert annað betra við marga tugi milljarða dollara að gera. Árni Bergmann í heimsmálapistli. DV 22. júlí. Ein rétt niðurstaða Raunar er það ljóst að allir lög- fræðilegu álitsgjafarnir eru sammála um eitt: Ein niður- staða er rétt! Sú sem þeir segjast sjálfir aðhyllast. Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor um lögfræði og sannleika. Morgunblaðið 22. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG FJÁLSLYNDIR VERÐA STJÓRNLYNDIR BIRGIR GUÐMUNDSSON Hin pólitísku ágrein- ingsefni hafa síðustu misseri frekar snúist um stjórnarhætti, stjórnunarstíl og lýðræði en efnahagsmál. Á því sviði hefur ríkisstjórn- in setið undir harðri gagn- rýni og hvert málið á fætur öðru verið keyrt fram þrátt fyrir hávær mótmæli í sam- félaginu. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 18-19 Leiðari 22.7.2004 22:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.