Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 35
GOLF Helena Árnadóttir, tvítug stúlka frá Akureyri, sló öllum bestu kvenkylfingum Íslands við á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik á Garðavelli á Akranesi í gær. Helena, sem hefur ekki tekið þátt í Toyota-mótaröðinni á þessu tímabili vegna meiðsla, vann meistaramót Golfklúbbs Akureyr- ar með miklum yfirburðum um síðustu helgi og hélt uppteknum hætti á fyrsta degi Íslandsmóts- ins. Hún lék holurnar átján á 71 höggi eða einu höggi undir pari og hefur fimm högga forystu á næstu kon- ur sem eru Tinna Jóhannsdóttir og Ólöf María Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Keili og Herborg Arn- ardóttir Golfklúbbi Reykjavíkur. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er síðan einu höggi á eftir þeim þremur ásamt Nínu Björk Geirsdóttur úr Golfklúbbnum Kili og Þórdísi Geirsdóttur úr Golfklúbbnum Keili. Helena sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hefði náð draumahring. „Það má eigin- lega segja að allt hafi gengið upp í dag. Völlurinn var frábær, flatirn- ar æðislegar og ég spilaði mjög stöðugt allan tímann,“sagði Hel- ena sem er, eins og fram kemur hér að ofan, nýstigin upp úr meiðslum. Hún sagðist ekki vera farin að hugsa mikið um sigur á mótinu enda væri það fullsnemmt en við- urkenndi þó að þessi árangur væri vonum framar og gefur henni byr undir báða vængi í framhaldinu. „Ég ætla að halda rónni. Auðvitað er pressa á mér en það er aðallega pressa sem ég set á sjálfa mig. Það eru þrír hringir eftir og því miður hefur enginn verið krýndur sem sigur- vegari eftir fyrsta hring,“ sagði Helena. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar, sem bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í höggleik í Vest- mannaeyjum í fyrra, hefur for- ystu í karlaflokki eftir fyrsta dag. Hann lék holurnar átján á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari, einu höggi minna en Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja. Ólafur Már Sigurðs- son úr Golfklúbbnum Keili og Rúnar Óli Einarsson úr Golf- klúbbi Suðurnesja eru þremur höggum á eftir Birgi Leif. Þetta er frábær spilamennska hjá Birgi Leifi enda setti hann nýtt vallarmet á sínum gamla heimavelli. Birgir Leifur hefur unnið Íslandsmótið í golfi tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt en hann vann 2003 og 1996. oskar@frettabladid.is 26 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Höfum opnað glæsilega verslun á besta stað! Meiriháttar úrval af sexý fatnaði og skóm auk allra hinna ómissandi hjálpartækja ástarlífsins. Sjón er sögu ríkari! LÍTTU VIÐ OG SJÁÐU EITTHVAÐ SEM EKKI HEFUR SÉST Á ÍSLANDI ÁÐUR! Verið velkomin á Frakkastíg 8. Sími í verslun 552 4240 Ath. Aðeins fyrir 18 ára og eldri. SPJALLAÐU BEINT - 905 2030 STELPURNAR ERU VIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN - 299.90 KR. MÍNÚTAN Op ið sun -fim kl. 12- 24 Opið fös-lau kl. 12-04 Helena og Birgir Leifur byrja best á Íslandsmótinu í golfi Tvítug Akureyrarmær skaut helstu kvenkylfingum landsins ref fyrir rass á fyrsta degi Íslands- mótsins í höggleik á Akranesi. Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mótið á vallarmeti. HELENA ÁRNADÓTTIR EINBEITT Akureyrarmærin Helena Árnadóttir spilaði frábærlega fyrsta daginn á Akranesi og hefur fimm högga forystu í kvennaflokki. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Föstudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  14.00 Danmörk og Svíþjóð mætast á Sauðárkróksvelli í A-riðli NM U-21 árs landsliðs kvenna í fótbolta.  14.00 Bandaríkin og Finnland mætast á Dalvíkurvelli í B-riðli NM U-21 árs landsliðs kvenna í fótbolta.  16.30 Ísland og England mætast á Sauðárkróksvelli í A-riðli NM U-21 árs landsliðs kvenna í fótbolta.  16.30 Noregur og Þýskaland mætast á Akureyrarvelli í B-riðli NM U-21 árs landsliðs kvenna í fótbolta.  20.00 Völsungur og Breiðablik mætast á Húsavíkurvelli í 1. deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.35 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Motorworld á Sýn. Allt það stærsta og besta í akstursíþrótta- heiminum.  20.30 Suður-Ameríkubikarinn á Sýn. Leiðin í úrslitaleik keppninnar.  21.00 Heimsbikarinn í torfæru á Sýn. Sýnt frá tveimur síðustu mótum heimsbikarins í torfæru sem fram fóru um síðustu helgi.  21.30 Landsmótið í golfi 2004 á Sýn. Samantekt frá öðrum degi Íslandsmótsins í golfi á Garðavelli á Akranesi.  23.25 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Útsending frá því fyrr um kvöldið. Æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar minnkar: Logi er hættur með landsliðinu HANDBOLTI Hinn 22 ára gamli Logi Geirsson, sem lék með FH-ingum á síðasta tímabili og spilar með þýska stórliðinu Lemgo á kom- andi tímabili, hefur ákveðið að hætta að æfa með landsliðinu sem undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Logi tilkynnti Guðmundi Guð- mundssyni landsliðsþjálfara þetta á þriðjudaginn, daginn eftir að lið- ið kom frá Ungverjalandi þar sem það lék tvo vináttulandsleiki. Logi var ekki valinn í hópinn sem fór til Ungverjalands og var einn þriggja leikmanna sem sat eftir heima en auk hans voru Patrekur Jóhannesson og Vignir Svavars- son. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari staðfesti í sam- tali við Fréttablaðið í gær að Logi væri hættur en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Hann sagði þó að þetta væri hans val og að enginn væri þvingaður til að æfa með landsliðinu. Guðmundur neit- aði því staðfastlega að ósætti hefði verið á milli hans og Loga eða leikmannanna og Loga og vildi ekki gefa neinar skýringar á því að Logi hætti. „Þú verður að spyrja hann að því,“ sagði Guð- mundur aðspurður. Logi sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann væri hættur í bili og ástæðan fyrir því myndi ekki fara í blöðin. „Þetta er á milli mín og þjálfarans og þannig verð- ur það,“ sagði Logi og bætti við að hann hefði ekkert upp á Guðmund á klaga; „Hann er toppkarl,“ sagði Logi sem heldur út til Þýskalands á sunnudaginn þar sem hann hefur nýtt líf sem atvinnumaður hjá þýska stórliðinu Lemgo. ■ LOGI GEIRSSON Hættur að æfa með landsliðinu af persónulegum ástæðum. STAÐAN Í KVENNAFLOKKI Helena Árnadóttir, GA 71 Tinna Jóhannsdóttir, GK 76 Ólöf María Jónsdóttir, GK 76 Herborg Arnardóttir, GR 76 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 77 Nína Björk Geirsdóttir, GKJ 77 Þórdís Geirsdóttir, GK 77 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ 78 Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK 81 Karlotta Einarsdóttir, NK 82 Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ 82 STAÐAN Í KARLAFLOKKI Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 68 Örn Ævar Hjartarson, GS 69 Ólafur Már Sigurðsson, GK 71 Rúnar Óli Einarsson, GS 71 Helgi Birkir Þórisson, GK 72 Sigmundur Einar Másson, GKG 72 Ingi Rúnar Gíslason, GKJ 73 Ólafur Þór Ágústsson, GK 73 Stefán Orri Ólafsson, GL 73 Davíð Jónsson, GS 73 34-35 (26-27) Sport 22.7.2004 20:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.