Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Vandamál heima fyrir skyggja á EM sigurinn Grikkir þurfa að taka til í eigin ranni vegna fjármálaóreiðu og spillingar áður en í óefni er komið fyrir Evrópumeistarana nýkrýndu. FÓTBOLTI Eftir stórkostlegan sigur Grikkja á EM í Portúgal ætti gullöld að hefjast í grískri knatt- spyrnu. En raunin er önnur. Hrika- leg staða knattspyrnunnar í Grikklandi gæti mögulega skyggt á sigurinn á EM en ýmiskonar vandamál herja á og lausn á þeim virðist ekki innan seilingar. Alger ringulreið ríkir sem ein- kennist til að mynda af gjald- þrota liðum og ásökunum um mútuþægni og hagræðingu úr- slita. Leikmenn fá ekki borgað, boltabullur vaða uppi og afleið- inguna af þessu öllu saman má sjá á aðsókninni en alltof oft eru leikir spilaðir á nánast tómum leikvöngum. „Við getum haldið áfram að nota okkur á ódýran hátt vel- gengni landsliðsins og litið fram hjá ömurlegri stöðu knattspyrn- unnar heima fyrir. Eða að við get- um nú nýtt okkur tækifærið til að snúa blaðinu við og taka ærlega til hendinni og snúa þessari óheilla- vænlegu þróun við,“ sagði rann- sóknarblaðamaðurinn Makis Tri- antafylopoulos sem starfar á gríska dagblaðinu Kathimerini. Triantafylopoulos þessi af- hjúpaði stórt svikamál fyrir átján mánuðum síðan þar sem í ljós kom að mikið af úrslitunum í leikjum í efstu deildinni í Grikklandi voru fyrirfram ákveðin. „Grísk knatt- spyrna hefur nú tvö andlit – í út- löndum gerum við vel en heima fyrir er staðan hræðileg,“ sagði Triantafylopoulos og hélt áfram: „Vandamálið snýst ekki einung- is um boltabullurnar heldur einnig fólkið sem stjórnar leiknum. Þeg- ar þú hefur dómarann í vasanum þá þarftu ekki að eyða peningum í leikmennina eða leikvangana til þess að ná árangri. Þetta ástand er sorglegt en staðreynd engu að síð- ur“. Á undanförnum árum hafa rík- isstjórnir gefið fögur fyrirheit um að uppræta spillingu og ofbeldi í tengslum við gríska knattspyrnu en lítið hefur þó verið að gert. Eins og staðan er í dag er of- beldi jafn mikill hluti af leiknum og grasið og netið á sjálfum knatt- spyrnuvellinum. Í hverjum leikn- um á fætur öðrum efna boltabull- ur til uppþota og óeirðalögreglan hefur meira en nóg að gera. Svo slæmt er ástandið að margoft hafa stuðningsmenn lið- anna veist að leikmönnum, innan vallar sem utan og þá er frægt dæmið þegar læknir eins liðsins kýldi dómara leiksins kaldan. Alger upplausn virðist því ríkja og vandséð hvernig úr henni verði leyst. Þetta ástand mála hefur auðvitað gífurleg áhrif á aðsókn og það hefur komið fyrir að einungis um 150 manns hafa mætt á leik toppliða í efstu deild- inni. Jafnvel landsliðið hefur átt í erfiðleikum með að trekkja að og fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM í Portúgal var ákveðið að bjóða áhorfendum sem mættu fría landsliðstreyju en þrátt fyrir það komu aðeins 10.000 manns. Ömurleg staða grískrar knatt- spyrnu endurspeglast hvað best í ástandi mála hjá stórliðinu AEK en með því leika fimm grískir landsliðsmenn. Liðið skuldar tæpar 122 millj- ónir dollara og haldi áfram sem horfir þarf liðið að gerast áhuga- mannalið enda getur það ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart leikmönnum. Landsliðs- mennirnir fimm hafa enda allir beðið um að losna undan samn- ingi við liðið og vilja komast til liða utan Grikklands. Grikkir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu og innan tíðar hefjast Ólympíuleikarnir í Aþenu – allt lít- ur vel út á ytra borði en undir niðri kraumar spillingin og ofbeldið. Stóra spurningin nú er sú hvort Grikkir nái að nýta sér meðvind- inn sem óneitanlega blæs nú og taki til í eigin ranni. Þess þarf svo sannarlega. ■ GRÍSKA LIÐIÐ AEK AÞENA Vassilis Lakis, leikmaður gríska liðs- ins AEK Aþena, sést í baráttu við leikmann Mónakó í meistaradeild- inni í vetur. AEK er komið að fótum fram fjárhagslega og endurspeglar staða liðsins ástandið í gríska fót- boltanum um þessar mundir. SIF SKORAÐI Sif Atladóttir skoraði eitt marka KR í Evrópusigri liðsins í gær. KR-stelpur enn á sigurbraut í Evrópu og settu met: Lögðu finnsku meistarana FÓTBOLTI KR-stelpur unnu finnsku meistarana Malmin Palloseura, 3-1, í Evrópukeppni kvennaliða í gærdag. Það var Guðlaug Jóns- dóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu með skalla eftir sendingu Hólmfríðar Magn- úsdóttur. Sif Atladóttir kom KR í 2-0 á 41. mínútu með glæsilegu skoti, sláin og inn. Síðasta mark KR skoraði síðan Anna Berglind Jónsdóttir sex mínútum fyrir leikslok, afgreiddi boltann snyrtilega í markið eftir að hafa komist ein innfyrir vörn finnsku stelpnanna. Mark Finnanna skor- aði Hanna Kaaranen aðeins mín- útu síðar. Glæsilegur sigur KR-stelpna því staðreynd og uppgangur þeirra heldur ótrauður áfram og með þessum sigri komst liðið í metabækurnar því ekkert ís- lenskt félag hefur áður unnið þrjá Evrópuleiki í röð. ■ 34-35 (26-27) Sport 22.7.2004 20:34 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.