Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 38
SKÁTASTARF Skátar koma saman í útilegu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 29FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 fyrir vandláta veiðimenn vöðlur og skór halda þér þurrum■ SAMKOMA Flest skátafélög á höfuðborgar- svæðinu starfrækja Útilífsskóla fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Námskeiðin byggja á ekta skáta- starfi og hafa það að markmiði að aðstoða börn í að verða að sjálf- stæðum og virkum einstaklingum. Dagana 22. og 23. júlí sameinast útivistarnámskeið skátafélaganna í einni stórri útilegu á Víðstaðatúni í Hafnarfirði. Fimmtudaginn 22. júlí var haldin grillveisla klukkan 18.30 og eftir það var kveikt á stærðar- bálkesti. Varðeldurinn var há- punktur útilegunnar. Foreldrum barnanna sem taka þátt í útilegunni var einnig boðið á varðeldinn til að gefa þeim tækifæri á að eiga fallega stund með börnum sínum Markmið útilegunnar er að efla samstarf Útilífsskólanna, bjóða þátttakendum upp á fjölbreyttari dagskrá sem og að gefa foreldrum innsýn inn í sumarstarf skátafélag- anna. Þetta er í fyrsta en örugglega ekki í síðasta sinn sem slík útilega verður haldin. ■ Útilega Útilífsskóla skáta Bleikjuveiði hefur víða verið góð í sumar og margir veiðimenn lent í skemmtilegum ævintýrum á ár- bakkanum. Á þriðjudagsmorgun voru feðgarnir Gylfi Kristjánsson og Kristján Hilmir Gylfason við veiðar á 5. svæði í Eyjafjarðará þar sem flugan Krókurinn var vígð fyrir nokkrum árum af Jóni „Krók“ Bjarnasyni frá Húsavík. Síðan hafa margir kallað þennan veiðistað Króksbreiðu. Gylfi, sem er höfundur Króks- ins, setti strax í og náði 4,5 punda bleikju. Skömmu síðar náði hann annarri, sem eftir mikinn bardaga reyndist 73 cm löng og rétt rúm 4,5 kíló eða 9 pund og reyndar 14 grömmum betur. Var bleikjan vigt- uð í votta viðurvist þegar komið var til byggða og er stærsta bleikj- an sem við vitum að veiðst hafi á stöng í sumar og einhver ár í Eyja- fjarðará. Kristján kom þarna að skömmu síðar og kastaði og setti strax í og náði 6 punda nýgenginni bleikju. Þrjár gullfallegar bleikjur á skömmum tíma, meðalþyngdin 6,5 pund, og auðvitað allar á Krókinn. „Þetta var skemmtilegt ævin- týri hjá okkur feðgum og reyndar ekki fyrsta ævintýrið sem Krókur- inn skilar okkur í veiðinni. Bleikj- an var erfið viðureignar og tók löndunin tæpa hálfa klukkustund. Auðvitað er freistandi að láta stop- pa bleikjuna upp enda má með sanni segja að nýgengin bleikja af þessari stærð eigi fullt erindi upp á vegg,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. Hann bætti við að bleikjan væri að byrja að sýna sig á 5. svæðinu og mikið væri af bleikju á 4. svæðinu. Daginn eftir sneru þeir aftur og fengu bleikjur á Krókinn, sú stærsta var 5 pund. Veiðin í Eyja- fjarðará hefur verið betri núna en fyrir ári síðan. Þessa sömu sögu er hægt að segja af fleiri veiðisvæð- um á landinu þar sem bleikja veiðist. „Flekkudalsá hefur gefið 70 laxa en aðstæður eru mjög erfiðar í ánni núna vegna vatnsleysis en mikið hefur gengið af fiski í hana,“ sagði Jón Ingi Ragnarsson, er við spurðum um ána og stöðuna. „Stærsti fiskurinn er 13 punda ennþá og síðasta holl veiddi tvo laxa, en það þarf rigningar á svæð- ið,“sagði Jón Ingi ennfremur. Nú er ágætis veiði á flestum veiðisvæðum landsins þrátt fyrir að lítið vatn sé á sumum veiði- svæðum t.d. er nóg að gerast í Mið- fjarðará en fyrri vaktin í fyrrdag gaf 20 laxa og er talan yfir veidda laxa komin í 520. Veiðimaður sem var að koma úr Miðfjarðará, sagði að mikið væri af fiski í Vesturá og Austurá, en eins og annarsstaðar mætti alveg rigna, það skaðaði ekki neitt. Einnig er mjög góð veiði í Blöndu þar sem um 800 laxar hafa veiðst sem er hundruðum meira en í fyrra. Laugardalsá í Ísafjarðar- djúpi er einnig í essinu sínu þessa dagana og fer óðum að nálgast 250 veidda laxa. ■ Þrjár risableikjur tóku Krókinn á Króksbreiðunni VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. SÚ STÆRSTA Gylfi Kristjánsson með 9 punda nýgengna bleikju sem tók Krókinn á Króksbreiðunni í Eyjafjarðará. Þetta er stærsta bleikjan sem vitað er að hafi veiðst á landinu í sumar og með allra stærstu bleikjum sem veiðst hafa í Eyjafjarðará. Í Mosfellsdalnum hafa bændur og matunnendur komið á laggirnar úrvals markaði þar sem ferskasta grænmeti og salat landsins fæst keypt. Markaðurinn er í tjaldi beint á móti Mosfellskirkju og þar eru aðeins lífrænar vörur og grænmeti sem tekið er upp sam- dægurs. Einnig eru fáanlegar kryddjurtir og rósir frá Gísla í Dalsgarði, úrvals pestó frá Diddú, rabbarbari frá Jóni Gamla og bóndinn á Heiðarbæ kemur með afla næturinnar úr Þingvalla- vatni. Grænmetissalan hefur fest sig rækilega í sessi á undan- förnum árum enda helstu sælker- ar landsins fastir viðskiptavinir. Heitt kaffi er á könnunni og góm- sætar kökur frá Esju daladís, hestar frá Laxnesi á staðnum og tilvalið er að gera sér ferð til að upplifa alvöru sveitasælu í róm- antísku umhverfi. Að sögn Dísu frá Skeggjastöðum, einum af frumkvöðlum markaðarins, fá viðskiptavinir grænmetið eins og það kemur beint úr moldinni. „Íslensk veðrátta og lambaspörð- in gera grænmetið kraftmikið, stökkt og bragðgott. Við erum að- eins með hráefni sem fólk vinnur með höndunum og leggur sál sína í að rækta. Mikið úrval er af salöt- um og útlendingar sem hingað koma segja klettasalatið okkar það besta í heimi. Fólki er velkom- ið að koma með heimagerðar sæl- kerarvörur ef það lumar á ein- hverju. Við Diddú höfum einnig tekið að okkur að vera með svo- kallað „besservissa-horn“ þar sem við veitum ráð um hvernig nýta má og nota grænmetið.“ ■ Lífrænn markaður í Mosfellsbæ MARKAÐUR LÍFRÆNT GRÆNMETI ■ og fiskur úr Þingvallavatni. MOSFELLSDALSMARKAÐUR Grænmeti og salat beint úr moldinni. 36-37 (28-29) Skrípó 22.7.2004 19:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.