Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 39
Það kannast flestir við söguna um piltinn Artúr sem einn manna gat dregið sverðið Excalibur úr stein- inum og varð fyrir vikið konungur yfir Englandi. Hann var sagður réttlátur maður og drengur góður og tók því upp á þeirri nýkundu að funda með riddurum sínum við hringborð, þar sem allir eru jafn- ir og enginn situr í öndvegi. Galdrakarlinn Merlin studdi hann með ráðum og dáð og ekki veitti af þar sem í mörg horn var að líta í stóru konungsríki og óvin- ir leyndust víða, ekki síst í hálf- systir hans Morgan. Þá ríkti al- deilis ekki taumlaus hamingja í konungshöllinni Camelot þar sem drottninginn Guinevere og hægri hönd Artúrs, riddarinn hugprúði Lancelot, felldu hugi saman og skriðu upp í rúm þegar kóngsi sá ekki til. Hin sanna saga Risasumarmyndaframleiðand- inn Jerry Bruckeheimer taldi sig heldur betur kominn í feitt þegar hann komst að því að handritshöf- undurinn David Franzoni (The Gladiator) gæti hrist fram handrit að mynd sem segði raunverulegu söguna um Artúr, sönnu söguna að baki goðsagnarinnar eins og þeir orða það í Hollywwod. Franzoni rakst fyrir mörgum árum á ritgerð um rómverskan herforingja, Lucious Artorius Castus að nafni, sem barðist fyrir heimsveldið fallandi á Bret- landseyjum. „Það er venjan að stórkostleg- ar goðsagnir eiga sér uppsprettu í merkilegum sögum,“ segir Franz- oni, sem var ekki lengi að selja Bruckheimer hugmyndina en karlinn sá er manna flinkastur við að búa til fokdýrar stórmyndir sem mala honum gull og nægir í því sambandi að nefna Pirates of the Carribean frá því í fyrra. „Það sem ég var spenntastur fyrir í sambandi við þessa mynd er að hún kemur með nýja sýn á sögu sem við teljum okkur öll þekkja. Sannleikurinn er sá að Artúr var uppi miklu fyrr en maður sér í flestum kvikmyndaút- gáfum sögunnar. David Franzoni nálgast söguna frá nýju sjónar- horni og færir okkur sögulega ná- kvæmari Arthúr,“ segir ofurfram- leiðaninn Bruckheimer. „Það er ákveðinn punktur í mannkynssögunni þar sem nafnið og stórkostlegur bardagi eiga sér stað. Nafnið var Lucious Artorius Castus og orrustan var við Badon Hill. Þessi bardagi breytti Bret- landi og gat af sér goðsögn sem hefur lifað með kynslóðum og tekið ýmsum breytingum,“ segir Franzoni. Bragðið af ofbeldinu Bruckheimer ákvað að fá leik- stjórann Antoine Fuqua til þess að koma sögu Franzonis á hvíta tjald- ið en Fuqua sem er þekktastur fyrir The Training Day vakti fyrst athygli fyrir stílfærðar sjón- varpsauglýsingar sínar. „Ég held að Jerry hafi talið mig rétta manninn fyrir þessa mynd vegna þess að hún er harkaleg. Þú finnur bragðið og lyktina af of- beldinu og dauðanum. Þú finnur kuldan og örvæntinguna. Það er dómsdagstónn í henni enda segir frá heimi sem var nánast vonlaus – eina vonin býr í Artúri sjálfum,“ segir leikstjórinn. „Myndin er miklu raunsærri en fantasíurnar um Artúr. Við höfum aldrei séð Artúr konung svona áður. Hann var ekki bara goðsögn heldur raunverulegur maður. Maður sem fórnaði hagsmunum sínum til þess að verða leiðtogi sem hafði réttinn til þess að kalla sig konung.“ Í upphafi King Arthur er Róm- verjinn Artorius að undirbúa heimför herliðs síns til Rómar enda heimsveldið á fallanda fæti og á undanhaldi gegn ágangi bar- bara á flestum vígstöðvum. Artorius og riddarar hans þurfa að ganga frá einum lausum enda fyrir brottför en komast þá í kynni við seiðkarlinn Merlin og hina hugdjörfu Guinevere sem tekst að fá Artorius til þess að fresta heimferðinni og aðstoða við varnir landsins gegn innrás Saxa. Keira engin dama í hættu Bruckheimer og Fuqua vildu fá evrópska og ekkert endilega mjög þekkta leikara til þess að túlka að- alpersónurnar og því fékk Clive Owen tækifæri til þess að spreyta sig á Artúri. Bruckheimer sá Owen og heillaðist þegar hann fór á kostum í Croupier sem sýnd var á breskum bíódögum í Háskóla- bíói ekki alls fyrir löngu. Þegar kom að því að ráða í hlut- verk Guinevere kom Keira Knightley ein til greina í huga framleiðandans: „Keira var fersk, ofboðslega falleg og lék frábær- lega í Pirates of the Carribean,“ segir Bruckheimer. Keira er alvöru töffari sem heillaði Fuqua einnig upp úr skón- um meðal annars með því að leika sjálf í flestum áhættuatriðum. „Hún er sko alls engin dama í hættu,“ segir Knightley um Guinevere. „Sú Guinevere sem við höfum séð hingað til er ein- hver sem flakkar frá einum karli til annars án þess að hafa mikið um það að segja. Okkar Guinevere er miklu harðari. Hún er vígakona sem stendur jafnfæt- is hvaða karlmanni sem er og hún hefur eitthvað til að berjast fyrir. Það er byggt á sögulegum stað- reyndum – konurnar börðust við hlið karlanna.“ Auk Owens og Keiru eru þeir Stellan Skarsgard, sem leikur ill- mennið í myndinni og Ray Win- stone sem leikur elsta og barda- gareyndasta riddarann í liði Artúrs, þekktustu nöfnin. Það er því ekki hægt að segja annað en að Bruckheimer leiði fram einvala liði í áhlaupi sínu á miðasölurnar þetta sumarið og þó hér séu engir sjóræningjar og enginn Johnny Depp ætti Bruck- heimar engu að síður að ná nokkrum skipsförmum af gulli með Artúri. Maðurinn kann varla neitt annað en að græða peninga og allt sem hann snertir á filmu virðist breytast í gull. thorarinn@frettabladid.is 30 23. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á dvd Leikstjórinn John Boorman sagði söguna af Arthúri konungi eins og við þekkjum hana flest í Excalibur frá árinu 1981. Hér er allt sem þarf til að prýða góða sögu, kynlíf, svik, framhjáhald, töfrasverðið Excali- bur, vatnadísin, gralið heilaga og Helen Mirren í hlutverki hinnar fláráðu Morgönu. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ SHREK 2 Þykir standast væntingar, og gott betur. Shrek 2 „Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boð- skapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Há- punktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í al- gleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim.“ KD Sider-Man 2 „Persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyrir Spider- Man-blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn helsti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant.“ ÞÞ Divine Intervention „Divine Intervention er nefnilega áhrifarík mynd í öllum fáránleika sínum og þegar maður hugsar um hana út frá þeirri staðreynd að hún lýsir upp- lausn í lífi araba og gyðinga á hernumdu svæðun- um áttar maður sig á því að hvert atriði er hlaðið merkingu.“ ÞÞ Around the World in 80 Days „Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa sög- una á filmu. Við sitjum því uppi með samhengis- lausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slags- málaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu.“ ÞÞ Walking Tall „Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leyfist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott.“ ÞÞ The Cronicles of Riddick „Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvana og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd.“ ÞÞ The Ladykillers „The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu Coen-bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi.“ ÞÞ The Punisher „Þessi nýja Punisher-mynd rétt slefar því yfir með- allagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Mors Elling „Það er auðvitað ávísun á vandræðalegar uppá- komur og góða brandara að senda ruglukoll eins og Elling til Mallorca og Mors Elling er því hin besta skemmtun. Hún er þó langt því frá jafn þétt og góð og fyrri myndin og þar munar mest um fjarveru Kjell-Bjarne, sem ekki er kominn til sög- unnar, en samspil vitleysinganna tveggja var burðarás Elling.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýði- legasta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS „I don’t want to talk to you no more, you empty headed ani- mal food trough wiper. I fart in your general direction. Your mother was a hamster and your father smelt of elderberries.“ - franskur hermaður lætur Arthúr konung fá það óþvegið í Monty Python myndinni, The Holy Grail. Mannkynssaga að hætti Hollywood King Arthur Internet Movie Database 6 / 10 Rottentomatoes.com 30% = rotin Metacritic.com 44 /100 Entertainment Weekly B- I, Robot Internet Movie Database 6,9 / 10 Rottentomatoes.com 62% = fersk Metacritic.com 54 / 100 Entertainment Weekly B- Los Angeles Times tvær stjörnur (af fimm) FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) ARTÚR OG LANCELOT Konungurinn og hægri hönd hans, sem fellir hug til konu Arthurs. GUINEVERE OG ARTÚR Ástríðuþrungin stund konungshjónanna. ENGIN DAMA Guinevere er engin dama sem þarf að bjarga í þessari mynd, heldur berst hún á við hvern karlmann. 38-39 (30-31) Bíó 22.7.2004 17:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.