Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.07.2004, Blaðsíða 50
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Ánægðustu viðskiptavinirnir Glæsilegir vinningar í boði Taktu þátt á www.gottstart.is TAKTU ÞÁTT Í SUMARLEIK STARTARA! Auk þess fá allir þeir sem leggja inn sumarlaunin á Start-reikninginn sinn flotta derhúfu að gjöf - Myndavélasímar - Bíómiðar - og margt, margt fleira... Aftur Núna þegar nýjasta upphlaupið áÍslandi er afstaðið og allt fallið í dúnalogn og alþingismennirnir komnir í sumarfrí loksins og Íslend- ingar geta farið að hugsa um eitt- hvað annað – dytta að sumarbústöð- unum sínum og svo framvegis – þá verð ég nú samt að viðurkenna – þó það sé auðvitað fínt að fjölmiðlamál- ið sé búið og svona – að það blundar í mér smá púki. Það er mjóróma rödd í höfðinu á mér. Og þessi púka- lega rödd hvíslar að mér eins og ein- hver ísmeygileg undirlægja: „Aftur. Gerum þetta aftur.“ SVIPAÐ dæmi er þekkt á meðal barna. Þegar maður gerir eitthvað við börn, eins og til dæmis hendir þeim hátt upp í loftið eða sveiflar þeim fram og til baka, þannig að þau emja af hlátri, en svimar í rauninni samt ofsalega mikið og verða jafn- vel hálfbumbult út af öllum hama- ganginum, að þá er eins og blessuð börnin séu alltaf til í meira. Margir eru af þessum sökum hálftvístígandi í því að leika við börn, vegna þess að börnin segja alltaf þegar það er skemmtilegt: „Aftur. Gerum þetta aftur.“ Og þá er maður kannski fast- ur langt fram á kvöld við það að sveifla barninu, sérstaklega ef þetta er barn sem maður á ekki sjálfur, og maður er í heimsókn hjá foreldrun- um og vill vera kurteis. NÚNA finnst mér sem sagt eins og ég sé orðinn eins og svona barn sem er orðið mjög bumbult út af öllum hamaganginum og getur varla geng- ið út af svima - vegna þess að það er búið að sveifla því svo mikið – en langar einhvern veginn samt sem áður að gera þetta allt aftur. Enda- laust. Aftur og aftur. ÉG held – og ég er nokkuð viss – að þetta sé íslenskur púki. Hann herjar sérstaklega á Íslendinga. Ég er al- veg viss um að mörgum öðrum líður svipað og mér. Jafnvel brenna sumir í skinninu að leggja fram eitthvað splunkunýtt lagafrumvarp sem gæti valdið nýjum og magnaðri deilum en áður hafa þekkst á Íslandi. Það má hugsa sér margar leiðir. Til dæmis mætti banna Íslendingum að fara oft til útlanda á ári. Banna pylsur með öllu. Banna fyrirtækjum að vera stærri en tíu prósent, sem væri auðvitað merkingarleysa, en það er sama. Væri ekki gaman að sjá hvað myndi gerast? „Aftur,“ hvíslar litli íslenski púkinn. „Gerum þetta aftur.“ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 48 (40) Bak 22.7.2004 21:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.