Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR ALÞJÓÐLEG MIÐBORG Magadanssýning og flamengókennsla í Alþjóðahúsinu, útimarkaðir, tyrkneskur matur á Café Cultura og upplestur rithöf- unda er meðal þess sem boðið verður upp á á vegum verkefnisins Mögnuð miðborg í dag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Hætt við smáskúrum á víð og dreif, einkum þegar líður á daginn. Hiti 10-19 stig, hlýjast austantil. Sjá síðu 6. 25. júlí 2004 – 200. tölublað – 4. árgangur ÓFREMDARÁSTAND Álag á bráða- og slysadeild Landspítala - háskólasjúkra- húss í Fossvogi hefur sjaldan verið meira. Deildin er undirmönnuð og biðtími í ein- staka tilfellum getur orðið allt að fjórir klukkutímar. Sjá síðu 2 STRAUMUR HAGNAST Straumur fjárfestingarbanki hagnaðist um 1,1 millj- arð eftir skatta á öðrum árshelmingi. Hagnaður það sem af er árs er 3,1 millj- arður króna. Sjá síðu 2 FUGLADRÁP Á VEGUM Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreið- ar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ung- ar verða helst fyrir bílum. Sjá síðu 6 ÖLLUM REGLUM FYLGT Starfsmað- ur einkavæðingarnefndar segir að farið hafi verið að reglum þegar hlutur ríkisins í Ís- lenskum aðalverktökum var seldur. Verð- mæti fyrirtækisins margfaldaðist skömmu eftir að útboðinu lauk. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 Fimm tónlistarmenn af yngri kynslóðinni lýsa ástríðu sinni fyrir tónunum. Stríðið gegn aukakílóunum: SÍÐA 22 & 23 ▲ Ungir djassistar: SÍÐUR 20 & 21 ▲ Sigrún Daníelsdóttir segir offitustríðið háð á röngum forsendum. M YN D /A P SÓLBLÓM Í MANNSMYND Sólblómin hafa vakið mönnum þrá til listsköpunar um langt skeið. Frægust eru sennilega málverk Vincents Van Gogh sem hann málaði í Arles á árunum 1888 og 1889 en fleiri hafa reynt sig við listsköpun tengda sólblómum. Þeirra á meðal eru þeir sem voru á ferð á engi í Sviss og plokkuðu fræ úr sólblómum þar til þau tóku á sig andlitsmynd. Kynskiptingar á Flórída: Ákaflega öfugsnúið FLÓRÍDA, AP Kynskiptingar mega ekki ganga í hjónaband á Flórída, nema þeir hneigist að eigin kyni. Þetta kom í ljós þegar yfirvöld neit- uðu að staðfesta hjónaband Michaels Kantaras og unnustu hans. Kantaras gekkst undir kyn- skiptaaðgerð árið 1987 og lét breyta sér úr konu í karl. Tveimur árum síðar giftist „hann“ Lindu sem var eiginkona hans til fimmtán ára. Það var ekki fyrr en Kantaras kvæntist aftur að babb kom í bát- inn. Yfirvöld sögðu að Michael væri kona þrátt fyrir aðgerðina og þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru bönnuð í Flórída má hann ekki kvænast. Michael, sem telst enn kona þrátt fyrir kynskiptaaðgerðina, ætti að vera heimilt að kvænast karlmanni. ■ ● bílar Aníta Hauksdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Í mótorkrossi frá 10 ára aldri ● en er 40 ára í dag Ástrós Gunnarsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Hélt upp á daginn í júní ● skrautlegir karakterar Cuckoos: ▲ SÍÐA 16 Kabarett í Reykjavík ● íslenska landsliðið gerði jafntefli Nína Ósk Kristinsdóttir: ▲ SÍÐA 27 Skoraði eina markið TYRKLAND, AP Tyrknesk stjórnvöld sæta harðri gagnrýni eftir lestar- slys sem kostaði 36 manns lífið í fyrrakvöld. Stjórnin er sökuð um kæruleysi fyrir að hafa ekki tekið mark á viðvörunum um að lesta- kerfi landsins, sem er komið til ára sinna, réði ekki við nýju hrað- lestina sem fór út af spori sínu á miklum hraða í fyrrakvöld. Tyrknesku blöðin voru harð- orð. „Fjöldamorð“, „Þau létust fyrir sakir sýndarmennsku,“ og „Morð,“ voru fyrirsagnir sem mátti lesa í dagblöðunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli slys- inu en stjórnvöld hafa útilokað skemmdarverk. Nokkrir farþegar höfðu á orði að þeim hefði þótt lestin ferðast á miklum hraða og kváðust sérstaklega hafa orðið þess varir í beygjum. Sérfræðingar höfðu lagt hart að stjórnvöldum að endurnýja lestakerfið. Þeir sögðu að leggja þyrfti ný spor áður en hægt væri að taka hraðlestina í notkun. Ekki var hlustað á það. „Lestakerfi okk- ar var ekki byggt fyrir svona mik- inn hraða. Það var ekkert mark tekið á aðvörunum okkar,“ sagði verkfræðiprófessorinn Aydin Erel. ■ Tyrklandsstjórn gagnrýnd eftir mannskætt lestarslys: Vanrækslu líkt við fjöldamorð DÓMSMÁL 26 ára kona, Fanta Sillah, frá Sierra Leone var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm ára fangelsi en hún var tekin á Kefla- víkurflugvelli tíunda júní með um 5034 e-töflur. Fanta var ekki við- stödd dómsuppsögn en hún liggur á sjúkrahúsi vegna veikinda á meðgöngu en hún er barnshafandi komin sjö mánuði á leið. „Mér þykir þetta strangur dóm- ur en dómendur féllust ekki á frá- sögn ákærðu um tildrög þess að hún kom til landsins. Ég krafðist sýknu því hennar frásögn byggðist á því að hún hafi ekki haft vit- neskju um fíkniefnin og það er ekk- ert sem benti til þess eins og bak- pokinn var útbúinn. En dómendum fannst það ótrúverðug frásögn og á því byggja þeir sína niðurstöðu.“ segir Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Föntu, eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hann segist búast við að Fanta verði á spítala þar til eftir fæðingu sem verður í lok september eða byrjun október. Sækjandi í málinu krafðist áframhaldandi gæsluvarð- halds meðan mál hennar er enn til meðferðar komi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Guðmundur segir ákvörðun um áfrýjun ekki hafa verið tekna þar sem hann eigi eftir að fara yfir forsendur dómsins og tala við skjólstæðing sinn. Hann segist búast við að konan muni af- plána dóm sinn í fangelsinu í Kópa- vogi og þar sé aðstaða til að vera með börn. Hann viti um slík tilvik. „Ég mun fara yfir afplánunarstað með henni en staða hennar er svo- lítið óljós því hún er frá Sierra Le- one og ekki liggur fyrir hvort að hún sé með ríkisfang í Hollandi þó að hún sé með passa þaðan. Veit ekki hvort að hún fái leyfi til að af- plána þar. En ég mun hugsanlega óska eftir því af mannúðarsjónar- miðum þar sem hún á fimm ára gamalt barn í Hollandi,“ segir Guð- mundur. hrs@frettabladid.is Sjá síðu 4 Ófrísk kona dæmd í fimm ára fangelsi 26 ára barnshafandi kona frá Sierra Leone, Fanta Sillah, var dæmd í fimm ára fangelsi en hún var tekin á Keflavíkurflugvelli með um 5034 e-töflur. Hún er á sjúkrahúsi vegna veikinda á meðgöngu. Í GÍSLINGU VÍGAMANNA Myndband sem sýnir Mohammed Mamdouh Helmi Qutb í haldi vígamanna var sent Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Þrýst á Egypta: Sendimaður í gíslingu ÍRAK, AP Vígamenn tóku egypskan sendimann í gíslingu og kröfðust þess að egypsk stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ekki senda herlið til Íraks til að styðja bráða- birgðastjórnina. Gíslatakan er áfall fyrir til- raunir Iyad Allawi, forsætisráð- herra Íraks, sem vill fá hersveitir frá araba- og múslimaríkjum til að verja þá sem eru í Írak á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Á fimmtudag ræddi Allawi við Hosni Mubarak í von um að Egyptar sendi herlið til Íraks í þessum tilgangi. Rúmlega 70 útlendingar hafa verið teknir í gíslingu síðustu mánuði. Sjö þeirra eru í haldi vígamanna sem krefjast þess að kúveiskt fyrirtæki sem þeir vinna fyrir greiði fjölskyldum þeirra sem féllu fyrir hendi Bandaríkja- manna í Fallujah bætur. ■ 01 23.7.2004 21:56 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.