Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 8
24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Slysavarnafélagið Landsbjörg: Fundu gamlan alzheimersjúkling LÖGREGLUMÁL Svæðisstjórn Lands- bjargar kom saman sl. fimmtu- dagskvöld eftir að lögreglan í Reykjavík hafði beðið um aðstoð við leit að áttræðum alzheimer- sjúklingi. Maðurinn hafði ekki skilað sér heim úr gönguferð frá heimili sínu í nágrenni Laugardals, seinnipart dagsins. Á vef Landsbjargar kemur fram að fljótlega eftir að svæðis- stjórn kom saman og var byrjuð að skipuleggja leit og kalla út björgunarsveitir hafi borist sím- tal frá svæðisstjórnarmanni sem var á leið í útkallið. „Hann var staddur í Ártúnsbrekkunni og hafði keyrt fram hjá eldri manni sem var einn á ferð. Eftir að hann fékk lýsingu á manninum kom í ljós að þar var um að ræða mann- inn sem saknað var. Svæðisstjórn- armaðurinn bauð hinum „týnda“ far sem hann þáði með þökkum enda var hann orðinn þreyttur á göngunni og hvíldinni feginn. Saman fóru þeir til lögreglunnar sem kom honum til síns heima,“ segir á vef Landsbjargar. ■ EFNAHAGSMÁL „Þessum athuga- semdum lögmanna sækjenda á hendur einkavæðingarnefnd er al- farið vísað á bug,“ segir Stefán Jón Friðriksson hjá fjármálaráðuneyt- inu vegna gagnrýni þeirrar er fram hefur komið á störf nefndar- innar í seinna útboði ríkisins á hlut sínum í Íslenskum aðalverktökum fyrir rúmu ári síðan. Stefán, sem starfar fyrir einkavæðingarnefnd, segir alveg ljóst að öllum reglum hafi verið fylgt til hlítar í þessu út- boði og öllum öðrum sem fyrir nefndina hafa komið. Tvö þeirra fjögurra fyrirtækja sem buðu í þau tæpu 40 prósent sem í boði voru kærðu útboðið til Fjármálaeftirlitsins og hefur lög- maður þeirra látið hafa eftir sér að ekki aðeins hafi allar leikregl- ur verið brotnar heldur telur hann einnig að ríkissjóður hafi beinlín- is verið hlunnfarinn. Segir hann víst að þeir sem á endanum hlutu hnossið, Eignarhaldsfélag AV, hafi haft vitneskju um dulin verð- mæti fyrirtækisins sem aðrir höfðu ekki aðgang að. Er þar bent á nokkur stórverkefni sem til- kynnt var um skömmu eftir að út- boðsfresti lauk og einnig að verð- mæti svokallaðs Blikastaðalands hafi margfaldast við endurmat fyrirtækisins skömmu síðar. Þannig hafi verðmæti Íslenskra aðalverktaka hækkað til muna á skömmum tíma. Hafa nokkrir þingmenn Vinstri grænna ennfremur vakið athygli á þessu og lögðu þeir fram fyrir- spurnir til forsætisráðherra á þingi í vor en hann svaraði þeim engu. Einkavæðingarnefnd heyrir undir forsætisráðuneytið. Óháðir aðilar hafa einnig gefið til kynna að undarlega hafi verið staðið að málum. Þannig setti Verðbréfastofa, sem mat tilboðin fyrir hönd einkavæðingarnefnd- ar, spurningarmerki við þátttöku Eignarhaldsfélagsins í útboðinu. Einn fundarmanna nefndarinnar lét bóka í mars á síðasta ári að Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefði gefið sitt álit á þeim tilboðum sem fram voru komin og margir telja ekki ólíklegt að vegna þess hve Fjármálaeftirlitið hefur unnið lengi að rannsókn málsins hafi þeir komist að því að ekki var allt með felldu. Engar upplýsingar var að hafa um fram- gang rannsóknarinnar þegar eftir því var leitað. albert@frettabladid.is Vinkonurnar Sólrún og Ásta fengu nógaf því að vera alltof feitar og létustytta í sér garnirnar. Brátt verða þærbúnar að missa 100 kíló samanlagt. Bls. 14 Görnin stytt til að grennast Lætur taka af sér typpið á Filippseyjum Bauð barna-barninu á klám-búllu Geira Bls. 26 Hnífakonan Vill drepa sig en fær enga geðhjálp Bls. 8 Hallgrímur Svavar Svavars-son er 26 ára maður frá Grenivík. Hann er fastur í kvenmannslíkama og vill láta kalla sig Díönu Omel. Undanfarna mánuði hefur Díana unnið í fiski og safn- að fyrir kynskiptaaðgerð. Hún leggst undir hnífinn á Filippseyjum 22. október. DV hitti Díönu á Grenivík. Bls. 20-21 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 165. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Allt um verslunar-mannahelgina 2004 Bls. 24-25 Vann í fiski á Grenivík til að borga fyrir kynskipta- aðgerðina ÁRTÚNSBREKKAN Í REYKJAVÍK Björgunarsveitarmaður á leið í útkall ók fram á manninn sem leita átti að í Ártúns- brekku í Reykjavík og bauð honum far. Öllum reglum fylgt til hlítar Starfsmaður einkavæðingarnefndar segir að farið hafi verið að reglum við sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum. Verðmæti fyrir- tækisins margfaldaðist skömmu eftir að útboðinu lauk. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR Fjármálaeftirlitið hefur í eitt ár rannsakað hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað þegar ríkið bauð út síðustu 40 prósentin í Íslenskum aðalverktökum. Margir telja að ríkið hafi verið hlunnfarið. BLIKASTAÐALAND Landareignin var metin á 900 milljónir í út- boði ríkisins en við endurmat skömmu seinna var það metið á 4,5 milljarða króna. Munurinn nemur 3,6 milljörðum króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N VIÐSKIPTI Gengi deCode hefur lækk- að skarpt á síðustu dögum á Nas- daq-markaðinum í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í félaginu fóru niður í 6,65 Bandaríkjadali á hlut á mið- vikudag. Hæst fóru bréfin í 13,8 dali í febrúar. Ávöxtun fjárfesta á síðustu tólf mánuðum er samt sem áður mjög góð. Fyrir ári var gengi bréfa í fé- laginu um þrír dalir. Már Wolfgang Mixa, forstöðu- maður SPH verðbréfa, segir lækk- unina nú megi rekja til þess að lítið hafi verið um fréttir frá félaginu á síðustu vikum. Hann segir að félag á borð við deCode sé metið út frá fréttum fremur en afkomutölum og að enn sé mikil áhætta fólgin í fjár- festingu í félaginu þótt félagið hafi náð mikilvægum samningum. „Það er ennþá gert ráð fyrir tapi á þessu ári og það segir manni að þetta er ennþá áhættufyrirtæki og óvissa um að það nái einhvern tím- ann að verða rekið með hagnaði. Bréf slíkra fyrirtækja hækka og lækka í virði miðað við það hvort það séu nýjar fréttir af því,“ segir Már. „Það verður að hafa í huga að það er ekki langt síðan bréf í félag- inu voru á genginu tveir. Sá sem keypti í ágúst eða september í fyrra er ennþá í fantagóðum gróða þann- ig að það þarf ekkert að koma á óvart að þetta hafi gefið eitthvað til baka,“ segir hann. ■ Gengi deCode tekur dýfu: Hefur lækkað um helming frá í febrúar MÁR WOLFGANG MIXA Segir að þrátt fyrir lækkun síðustu daga hafi fjárfestar í deCode fengið góða ávöxt- un á síðustu tólf mánuðum. Gengi deCode á Nasdaq frá áramótum: 8,28 6,8 13,2 2, jan. 26. feb. 22. júlí Heimild: SmartMoney.com 08-09 23.7.2004 21:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.