Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 11
Ég hef undanfarin 30 ár verið búsett í Noregi og þar af leiðandi fylgst tiltölulega lítið með ís- lenskum stjórnmálum, nema því sem hefur verið efst á baugi þær fáu sumarvikur sem ég hef verið hér heima, og oftast hefur þá lít- ið verið að gerast og flestir póli- tíkusar í laxveiðum eða í utan- landsferðum. Í þetta sinn bregð- ur öðruvísi við enda þingmenn kallaðir heim úr sínum ferðum og allt í báli og brandi. Að minnsta kosti af mínum aðal- heimildum að dæma, heitu pott- unum. Hitinn er svo mikill í um- ræðum þar að það liggur við að sjóði upp úr. Það sem helst vakti furðu mína frá upphafi var hvers vegna ekki væri farið í þjóðar- atkvæðagreiðslu strax. Hvað var því til fyrirstöðu fyrst stjórnarskrá landsins kveður svo greinilega á um að það skuli gert? Sem utanaðkomandi, frá Noregi, hef ég átt erfitt með að skilja þetta. Ákvæðið í stjórnar- skránni er á engan hátt „loðið“ eins og einhverjir hafa sagt, þó ekki sé tilgreint beinlínis hvern- ig eigi að standa að atkvæða- greiðslunni. Norðmenn hafa tví- vegis haldið þjóðararatkvæða- greiðslu enda þótt það séu engin ákvæði í þeirra stjórnarskrá um hvernig standa eigi að slíku, og á því hafa ekki verið nein vand- kvæði. Hvernig stendur þá á þessum vandræðum hér mánuð- um saman? Í gærmorgun hélt maður einn því fram í heita pottinum að við Íslendingar værum alger flokks- dýr, við værum eins og sauðir sem fylgdum forystusauðnum, og einu óskir okkar og áhugamál birtust í því að jarma á nýja jeppa og flottari innréttingar. Mér brá við. Er þetta kannski rétt? Eru Íslendingar orðnir að skoðanalausum sauðum? Er al- menningur skoðanalaus um ann- að en eigin nánustu daglegu þarfir og lífsgæði og þar af leið- andi ekki treystandi til að kjósa um mikilvæg málefni sem skipta þjóðina máli? Ef meirihluti Ís- lendinga eru sauðir, þá er það einhver önnur dýrategund sem mætir í sundlaugarnar því í heitu pottunum verður ekki mik- ið vart við skoðanaleysi og fæst- ir virðast vera fylgjandi forystu- sauðnum. Þar sýður umræðan og kraumar stanslaust og margir virðast vera talsvert reiðir. Ís- lenska þjóðin er langt frá því að vera skoðanalaus. Hitt er annað mál að ef þjóðin er aldrei spurð, ef alltaf er valtað yfir hana, þá mun hún kannski að lokum verða að þeim skoðanalausu sauðum sem stjórnin virðist helst óska sér að ráða yfir. Nú virðast flestir geta fellt sig við það að bæði hin nýju lög og síðara frumvarpið verði dreg- in til baka. Sú lausn mun hins vegar setja okkur í nýjan vanda sem mér sýnist ekki nógur gaumur gefinn. Þar er allt í einu komið nýtt fordæmi. Segjum að sú staða komi upp að forseti taki aftur hið alvarlega skref að neita að skrifa undir lög. Þá munu allt í einu tveir kostir vera möguleg- ir: annaðhvort að draga lögin til baka og taka þau til nýrrar end- urskoðunar á þingi eða skjóta þeim til þjóðarinnar. Og hvorn kostinn á að velja? Og hvaða að- ili á að úrskurða um það og hvenær? Með hvaða rökum? Engin ákvæði í stjórnarskrá geta hjálpað til að leysa þær spurningar sem koma upp í því sambandi. Snarleg breyting á stjórnarskrá verður þar með óumflýjanleg. Eða öllu heldur: með þessu er verið að breyta stjórnarskránni fyrirfram, áður en hún er tekin til gagngerðrar umræðu. Gera menn sér grein fyrir því? Höfundur er námsbrautar- stjóri sjúkraþjálfunarbrautar við Tromsö-háskóla í Noregi. Fyrirfram breyting á stjórnarskrá 11LAUGARDAGUR 24. júlí 2004 Ósamræmi í skoðunum [Guðlaugur Þórðarson alþingismaður] hélt því fram að ekki væri mögulegt að stjórna landinu ef það vofði yfir Alþingi að forseti lýðveldisins gæti hvenær sem er synjað lögum undirskriftar og skotið þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig gæti forsetinn slegið sjálfan sig til ridd- ara – stoppað öll óvinsæl mál af og tor- veldað þingmeirihlutanum störf sín. „Þingmenn þurfa oft að taka óvinsælar ákvarðanir“ var undirtónninn í mála- tilbúnaði Guðlaugs. Þessi fullyrðing, komandi af vörum hans, er í besta falli lygilega hræsnisleg. Boð- skapur þeirra sem trúa í skammsýni sinni á umbúðalausa frjálshyggjuna grundvall- ast einmitt meðal annars af þeirri full- yrðingu að einstaklingar viti ætíð betur en stjórnvöld hvað er þeim sjálfum fyrir bestu. Þarna kveður hins vegar við nýjan tón. Skyndilega vita einstaklingar ekki lengur hvað er þeim fyrir bestu heldur eiga misvitrir stjórnmálamenn að hafa vitið fyrir hinum vitlausa almúgamanni. Furðulegt ósamræmi það. Agnar Freyr Helgason á uf.xf.is Afríka gleymist Meðan alheimspressan er upptekin af ástandinu í Írak og yfirgangi Ísraels- manna í Palestínu þá er eins og Afríka gleymist stundum. Þessa stóra heims- álfa þar sem hvíti maðurinn arðrændi, myrti og rústaði menningu heillrar heimsálfu í hundruðir ára fær ekki mikið rými á síðum blaðanna, helst þó að Gaddafi ætli að kaupa eitthvert enskt knattspyrnulið. Gunnar Örn Heimisson á uvg.vg. Ekki ástæða til svartsýni Þegar hið nýeinkavædda íslenska bankakerfi fór að selja húsbréf erlendis kom í ljós að útlendingar litu á þau sem mjög góðan fjárfestingarkost enda bréf- in verðtryggð og bera háa vexti. Nýja kerfið á því að minnka greiðslubyrði kaupenda sé við það miðað að verð íbúða haldist óbreytt og er það eitt og sér ánægjuefni. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig markaðurinn tekur hinu nýja kerfi en sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að verð á húsnæði geti hækkað verulega. Ef svo fer gæti það bitnað sér- staklega á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það er þó engin ástæða til svartsýni. Miklu heldur er ástæða til þess að binda vonir við nýtt íbúðalánakerfi en þær vonir felast aðallega í því að ungu fólki gangi betur en áður að eignast sitt fyrsta húsnæði en verið hefur. Jóhannes Tómas Sigursveinsson á vg.is/postur AF NETINU SKOÐANIR Á visi.is Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Ef meirihluti Íslend- inga eru sauðir, þá er það einhver önnur dýra- tegund sem mætir í sund- laugarnar því í heitu pottun- um verður ekki mikið vart við skoðanaleysi og fæstir virðast vera fylgjandi forystusauðnum. Þar sýður umræðan og kraumar stans- laust og margir virðast vera talsvert reiðir. ,,Búa Íslendingar við lýðræði?Sigursteinn Másson, formaður Vinstrigrænna í Kópavogi, skrifar um lýðræði ogeinræði: „Spurningin hvort Íslendingarbúi í virku lýðræðissamfélagi hefur senni- lega sjaldan verið áleitnari en nú. En ef við búum ekki við lýðræði lútum við þá einræðisfyrirkomulagi? Einkareknir ljós- vakamiðlar höfðu ekki slitið barnsskónum á Íslandi og blöð voru í flokksfjötrum þegar þjóðir Austur Evrópu risu upp gegn kúgurum sínum. Stöð 2 tók á loft en greip í tómt þegar þeir Reagan og Gorbatsjof lentu í Höfða. Hljóðlausir lutu þeir höfði. Það er ekki Reagan að þakka að komm- únistastjórnir hrundu eins og spilaborgir um álfuna eins og fullyrt var margsinnis við útför Reagans sem einna helst minnti á útför Stalíns eða Maó á sínum tíma. Hann hafði ekkert með það að gera. Þetta hafði að gera með stund og stemningu. Hugmyndafræðilegt og efnahagslegt gjaldþrot stefnunnar sem þróaðist frá því að vera falleg hugmynd um jafnrétti og bræðralag til þess að verða fasískt stjórn- vald. Fólkið tók sjálft í taumana“. Grein í heild – Vísir.is. NANNA Þ. HAUKSDÓTTIR LAGASYNJUN OG STJÓRNARSKRÁIN 10-11 Leiðari 23.7.2004 18:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.