Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 12
Fátækir skuldarar Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður Sam- taka gegn fátækt, skrifar um fjárnáms- aðgerðir: Þann 30. júní síðastliðinn segir Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, í viðtali við Fréttablaðið að skuldarar mæti ekki til fyrirtöku mála og bendir á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi að gera lagabreytingu þannig að gera megi fjárnám að skuldara fjarstöddum, önnur leiðin er sú að leita aðstoðar lögreglu og sú þriðja að fara oftar í fjárnám út í bæ. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk lendir í svona hremmingum, ein af ástæðunum er sú að fátækt hefur aukist gífurlega undanfarin ár. Þeir sem lenda í fátækragildrum eiga ekki auðvelt með að losna úr þeim. Oft getur þetta fólk ekki staðið við sínar skuldbindingar þegar krafan er svo send til lögfræðings er kostnaðurinn orðinn svo mikill að skuldarinn ræður ekki við neitt. Þegar svona er komið brotna sumir undan álaginu, verða jafnvel þunglyndir og treysta sér ekki til að mæta hjá sýslu- manni. Ég veit um dæmi þar sem innheimtu- lögfræðingar hafa gengið hart að fólki sem er bæði andlega og líkamlega veikt og hótað því lögreglu. Það er oft talað um að lögreglan sé fáliðuð svo varla hefur hún mikinn mannskap til að sinna svona hlutum. Sýslumaður segir líka að ekki takist alltaf að hafa uppi á skuldurunum. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því en sumt fátækt fólk er á hrakhólum með húsnæði og á hvergi heima. Þriðja leiðin sem sýslu- maður talar um er að gera fjárnám út í bæ. Hvaða áhrif getur það haft á sálarlíf fólks og barna þeirra sem ekki á fyrir mat eða reikningum og fær slíkar heim- sóknir? Stjórnvöld þurfa að finna leiðir og hjálpa þessu fólki úr gildru fátæktar, því hertar aðgerðir leysa ekki vanda þessa fólks. Oftast sé það vilji þessa fólks að borga skuldir sínar en það verður að hafa nóg til þess að geta það. Hann er óneitanlega einkenni- legur málflutningur þeirra sem vilja endilega blanda Evrópu- sambandinu inn í umræður um framtíð varnarmála hér á landi. Nú síðast var vitnað í Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hann sagði að staða mála hér á landi, með tilliti til hugsan- legrar aðildar að Evrópusam- bandinu, myndi gerbreytast ef til þess kæmi að Bandaríkja- menn segðu upp varnarsamn- ingnum við Íslendinga. Erfitt er hins vegar að átta sig á því hvernig aðkomu Evrópusam- bandsins að þessum málum er háttað. Helst virðist um að ræða misheppnaða tilraun ákveðinna aðila til að troða sambandinu að hvar sem þeir geta. Upphafsmaður þessa mál- flutnings var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Vildi hún meina að ef Bandaríkjamenn hyrfu frá Íslandi með herlið sitt yrðu Íslendingar að líta til Evr- ópusambandsins með varnir landsins. Varaþingmanninum hefur þó ekki orðið mjög tíðrætt um þessar hugmyndir sínar eftir að Pieter C. Feith, sem starfar á varnarmálaskrifstofu fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í Brussel, lýsti slíkar vangaveltur með öllu óraunhæf- ar í heimsókn sinni til Íslands í upphafi ársins. Evrópusamband- ið væri einfaldlega á engan hátt í stakk búið til að taka að sér slíkar varnir og ekki væri fyrir- sjáanlegt að svo yrði í nánustu framtíð. Það er því ljóst að hugmyndir þess efnis að Evrópusambandið komi að vörnum landsins eru andvana fæddar. Feith benti ennfremur á að ekki væri hægt að bera Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið saman í þessum efnum. Atlantshafs- bandalagið væri varnarbandalag á meðan að Evrópusambandið sem slíkt væri að byggja upp her sem einungis væri ætlað að bregðast við einstökum deilum og árásum, en ekki til að sinna viðvarandi landvörnum. Til þess hefði sambandið einfaldlega ekki bolmagn ólíkt Atlantshafs- bandalaginu. Þeir sem vilja blanda Evrópusambandinu inn í þessa umræðu virðast annars gleyma því, viljandi eða óviljandi, að varnir Íslands byggja ekki ein- göngu á varnarsamningnum við Bandaríkin heldur einnig, og ekki síður, á aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu. Svo vill ennfremur til að flestar þær þjóðir sem eru í Evrópusam- bandinu eru líka í Atlantshafs- bandalaginu, þ.á m. þær þjóðir sem rætt hefur verið um að gætu hugsanlega tekið að sér varnir landsins ef Bandaríkja- menn tækju þá ákvörðun að halda af landi brott. Það liggur því fyrir að ef til þess kæmi að semja þyrfti um varnir Íslands við eitt eða fleiri Evrópuríki færu þær viðræður fram á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins en ekki Evrópu- sambandsins, eðli málsins sam- kvæmt. Vangaveltur um annað eru með öllu óraunhæfar svo vitnað sé til orða Pieters C. Feith. Höfundur er Sagnfræðinemi. 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR12 HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM VARNARMÁL DAGUR B. EGGERTSSON Össur Skarphéðinsson átti sviðið á löngum köflum í fjölmiðlamálinu. Kom fram sem leiðtogi sam- einaðrar stjórnarandstöðu. ,, SKOÐUN DAGSINS LYKTIR FJÖLMIÐLAMÁLSINS Þeir sem biðu eftir snilldarfléttu frá forsætisráðherra á lokaspretti fjölmiðlamálsins urðu fyrir von- brigðum. Eftir að forsetinn vísaði fjölmiðlamálinu til þjóðarinnar lét ríkisstjórnin eins og tapsár fýlu- púki. Hver man ekki eftir mann- gerðinni. Leiðindagaurar sem köst- uðu sér yfir boltann þegar halla fór undan fæti á fótboltavellinum. „Þetta er minn bolti.“ Horfðu ekki í augun á nokkrum manni. Vissu að þeir áttu eina boltann á svæðinu. „Má ekki lán’ann.“ Og hlupu heim. Eina skuggann sem ber á niður- stöðu fjölmiðlamálsins er einmitt að boltinn ætti að vera hjá þjóðinni. Ríkisstjórn og Alþingi eiga ekkert með að kasta sér yfir hann í fýlu sinni, eigingirni og ótta við að tapa. Kannski er þó ekki síðri leikur eftir. Sjálfur eftirleikurinn. Í því sambandi hefur mest verið talað um stjórnarsamstarfið. Eftir- skjálftar fjölmiðlamálsins verða þó án efa í öllum flokkum. Sjálfstæðis- flokkurinn er í úlfakreppu. Hug- myndalega er hann staðnaður ef frá eru taldar kúvendingar til að reka einkaerindi í óskiljanlegri úlfúð. Staða Davíðs Oddssonar birtist í því að besti leikur hans í fjölmiðla- málinu hefði verið sá rjúfa þing, boða til kosninga og láta Geir Haar- de eftir að leiða flokkinn. Brýnasta verkefni Sjálfstæðisflokksins er að endurnýja sig. Því miður virðist hann líklegri til að leita hefnda. Enginn hefði farið jafnilla út úr kosningum nú og Framsóknar- flokkurinn. Sú gagnrýna afstaða til Sjálfstæðisflokksins sem bjargaði honum frá bráðum bana á síðasta kosningavetri hefur verið víðs- fjarri í vetur. Fyrir vikið hefur staða flokksins og Halldórs Ásgrímssonar aldrei verið jafn- veik. Ef hann finnur ekki sjálfum sér og flokknum nýjan takt eiga báðir á hættu að týnast. Fjölmiðla- málið sýndi að flokkurinn veit það. Össur Skarphéðinsson átti sviðið á löngum köflum í fjölmiðlamálinu. Kom fram sem leiðtogi samein- aðrar stjórnarandstöðu og talaði vel fyrir málstað sem hafði ríkan stuðning. Þrátt fyrir afhroð stjórn- arflokkanna í skoðanakönnunum haggast Samfylkingin þó varla upp fyrir kjörfylgi. Trúverðugleika- vandinn er enn til staðar. Össur þarf að vinna á honum eða víkja. Samflot stjórnarandstöðunnar var hins vegar Vinstri grænum mik- ilvægast. Með því var pólitísk ein- angrun síðustu kosningabaráttu rofin. Steingrímur J. var ekki falinn, í nafni jafnræðis milli frambjóð- enda, líkt og á kosningavorinu. Staða hans hefur aftur styrkst eftir dapr- an vetur. Hann á þó einnig um tvo kosti að velja. Að taka slaginn við þá innan flokksins sem vilja vera einir og hreinir eða missa flugið á ný. Það stefnir í áhugaverðan vetur. ■ Afdrifaríkar afleiðingar í öllum flokkum ESB og varnar- mál Íslands Það er því ljóst að hugmyndir þess efnis að Evrópusambandið komi að vörnum landsins eru andvana fæddar. ,, BRÉF TIL BLAÐSINS Kastljósið beindist að JóniHelga Guðmundssyni, eig-anda Byko, í vikunni þegar fréttist að dóttir hans Steinunn hefði tryggt sér tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Jón Helgi sóttist ekki sjálfur eftir því að kast- ljósið beindist að hon- um eða þessum við- skiptum. Bæði af v i ð s k i p t a l e g u m ástæðum og því að hann er ekki mikið fyrir kastljósið. Hann er hvorki hneigður fyrir það að berast á, né að vera áber- andi. Hann er jafnvel sagð- ur hafa nokkra fyrir- litningu á þeim sem vilja aug- lýsa ríkidæmi sitt og veldi. Jón Helgi er 57 ára og hefur frá fimmtán ára aldri unnið við fjölskyldu- fyrirtækið Byko. Fyrst með skóla, en síð- an helgaði hann fyrirtæk- inu krafta sína. Hann er stúdent frá MR 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Í millitíðinni brá hann sér í nám til Þýskalands og síðar stundaði hann einnig nám í Bandaríkjun- um. Hann er áhugamaður um íþróttir og leikur körfu- bolta með fé- lögum sín- um. Þá hittir hann reglu- lega gamla félaga sína úr viðskipta- fræðinni til að tefla. Hann keypti alla aðra eigendur Byko út úr rekstr- inum og á það einn fyrir utan fjög- urra prósenta hlut sem er í eigu móður hans. Faðir hans stofnaði fyrirtækið, en Jón Helgi hefur stýrt vexti þess og eflingu í tvo áratugi. Margir sem rætt var við segja Jón Helga dæmigerðan fyr- ir fyrstu kynslóð í viðskiptalífinu. Þeir sem fylgst hafa með við- skiptaferli hans segja hann ein- fara í viðskiptum. Hann vilji ráða för. Honum er lýst sem miklum rekstrarmanni sem haldi vel utan um rekstur fyrirtækja sinna. Til- raunir hans til þess að fjárfesta með öðrum sterkum kaupsýslu- mönnum hafa endað með því að hann hefur annaðhvort keypt þá út eða selt sjálfur. Einfari í við- skiptum segja sumir og jafnvel svolítill eintrjáningur. Hann er þó sagður eiga auðvelt með að vinna með fólki og að hann hafi lag á að velja sér gott fólk. Hann hafi þó alltaf eigin markmið að leiðar- ljósi og nánustu samstarfsmenn hans þurfi ekki að fara í grafgöt- ur um að hans stefnu beri að fylgja. Uppbygging rekstrarins ber stefnu hans gott vitni. Vegferð Byko hefur verið farsæl og Jóni Helga hefur tekist vel með útrás og uppbyggingu fyrirtækisins. Menn segjan hann einkar glöggan á allt sem snýr að rekstrinum. Bykó hefur alltaf skilað hagnaði. Það verður að teljast afar gott því byggingariðnaðurinn sveiflast talsvert og reksturinn því þurft að aðlaga sig að tímabilum þar sem framkvæmdir eru í lágmarki og tryggir viðskiptavinir hafa átt í vandræðum með að greiða reikningana. Jón Helgi hefur á undan- förnum árum byggt upp öfl- ugt viðskiptaveldi og er talinn með öflugustu mönnum íslensks við- skiptalífs. Tímarit- ið Frjáls verslun valdi hann mann ársins í viðskipta- lífinu fyrir síð- asta ár. Í viðtali af því tilefni seg- ist Jón Helgi vera tækifærissinni í v i ð s k i p t u m . Hann eignað- ist hlut í Bún- aðarbankan- um þegar fjár- f e s t i n g a r - félagið Gilding rann inn í bank- ann. Gildingar- hópurinn hafði verulegan áhuga á því að verða kjöl- festa í Búnaðar- bankanum. Ekki var pólitískur vilji fyrir því. Athafnir og fjár- festingar Jóns Helga eru ekki taldar stjórnast af völdum eða pólitískum hvötum. Að því leyti sé hann maður nýja tímans sem horfi eingöngu til viðskiptahagsmuna við ákvarðanir sín- ar. Einn úr við- skiptalífinu orð- aði það svo að Jón Helgi væri alltaf á eigin forsendum í því sem hann væri að gera. Þess vegna væri oft erfitt að átta sig á honum og lesa í það sem hann væri að gera með fjárfestingum sínum. Óútreiknanlegur var lýsingarorð annars. Hann er sagður tregur til þess að gefa sig upp og ekki gjarn á að gefa mönnum loforð um fram- haldið. Tækifærin sem myndast gætu verið í berhögg við gefin lof- orð og því betra á láta þau eiga sig. Ekki er heldur hægt að segja að Jón Helgi hafi bundið trúss sitt við neinar viðskiptablokkir. Hann hef- ur unnið bæði með Björgólfi Guð- mundssyni og S-hópnum og ekki að efa að hann sé tilbúinn að starfa með þeim sem nú ráða för í Íslandsbanka. Hvað hann ætlar sér það er ráðgáta sem hann mun örugglega ekki upplýsa fyrr en með verkum sínum – og þau verða á hans forsendum. ■ Fer sínar eigin leiðir MAÐUR VIKUNNAR JÓN HELGI GUÐMUNDSSON EIGANDI BYKO TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N 12-13 Umræðan 23.7.2004 20:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.