Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 277 stk. Keypt & selt 42 stk. Þjónusta 52 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 29 stk. Tómstundir & ferðir 15 stk. Húsnæði 42 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 6 stk. Huyndai Tucson reynsluekinn BLS. 2 Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 24. júlí, 206. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.09 13.34 22.57 Akureyri 3.32 13.19 23.02 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslands- meistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. „Pabbi minn byrj- aði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjól- ið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það,“ hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldr- ar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. „Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikita. Við fórum að æfa okkur sam- an, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team.“ Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem ein- staklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. „Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila,“ segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslands- meistaramótinu í fyrra. „Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli.“ Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. „Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi,“ segir hin frakka stelpa sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is Aníta Hauksdóttir hefur stundað mótocross frá tíu ára aldri: „Ekki hættulegra en fótbolti“ Lélegar bremsur á strætó er vandamál sem frændur vorir Svíar glíma við. „Fjórði hver áætlunar- vagn í Svíþjóð er með svo slæm- ar bremsur að að- gerða er þörf strax. Þar að auki eru stræt- isvagnarnir bruna- gildrur,“ segir í skýrslu frá sænska bifreiða- eftirlitinu. Í könnun á ástandi bílanna kom fram að 39% þeirra þurftu tafarlausrar viðgerðar við. „Eiginlega er ástandið enn verra en könnunin gefur til kynna því margir bílanna „fá að njóta vafans“, þar sem Norðurlöndin hafa enn ekki komið sér saman um að eftirlit verði strangara með þessari tegund af bílum. Þangað til bætt verður úr því er engra bóta að vænta,“ segir Lars Carlhäll, talsmaður könnunar- innar. Volvo er í mikilli sókn í Bandaríkj- unum og í Evrópu hefur líka orðið gríðarleg aukning í sölu. Þar hafa til dæmis selst 250.000 vöru- bifreiðar það sem af er árinu, en skýringin er sú að til dæmis Frökkum hefur tekist að selja notaða bíla til nýrra landa Evrópusambandsins og sjálfir þurft að fjárfesta í nýjum. Árleg bílasýning í Peking í júní, The China Auto Show, er enn ekki orðið stórt nafn í brans- anum en er spáð miklum vin- sældum á næstu árum. Kínverjar eru tiltölulega nýfarnir að sýna bílum verulegan áhuga. Kína mun þó vera óplægður akur og landið sem bílaframleiðendur líta til í framtíðinni. Í Bretlandi verða dauðaslys í umferð- inni á tveggja tíma fresti og að meðaltali slasast tíu manns alvarlega á dag. Á vef breska umferðarráðsins kemur fram að flestir aka sömu leiðina dag hvern, sem þeir þekkja vel. „Það er auðvelt að ímynda sér að hægt sé að komast upp með slæmar akstursvenjur af því að hingað til hafi maður sloppið. Þetta er þó ein helsta ástæðan fyrir slysum, að fólk verður kæru- laust og ómeðvitað. Menn skyldu aldrei gleyma því að akstur er dauðans alvara,“ segir á vefnum. Aníta fær mikla útrás á mótorhjólinu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM Til sölu Honda SLR 650 1999 ekið 26.000. Í mjög góðu lagi. Nýr rafgeym- ir, farangursbox, vindhlíf og fl. Verð 350-380.000 kr. Upplýsingar í 824 9020, 898 5811 eða jorund@aey.is. Til sölu Samtak bátur ‘88, vél 20 hö. Uppl. í s. 895 8327, 557 6262 & 553 2101. Nýtt heilsárshús 63 fm m. 25 fm svefnl. til sölu í landi Vatnsenda. Uppl. í s. 894 3736. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á bilar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R 19 (01) Allt forsíða 23.7.2004 18:50 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.