Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 24. júlí 2004 19 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 9 3 5 Frí uppsetning* 2.490 Stofngjald m.v. 12 mána›a áskrift • Engar snúrur, sítenging • Meiri hra›i, allt a› 2 MB/sek • Hægt a› tala í símann og vera á Netinu samtímis •ÞRÁÐLAUST INTERNET Meira gagnamagn fyrir lægra ver›. á þrá›lausu Interneti Komdu í næstu verslun Símans. * Ef þú kaupir ADSL Internetáskrift með að minnsta kosti 750 MB gagnamagni inniföldu fylgir frí uppsetning. Tilboðið gildir út september. 800 7000 - siminn.is „Hópurinn kemur frá vesturhluta Tékklands, borg sem heitir Pilzen. Þau hafa sérhæft sig í tónlist frá endurreisnar- og barokktímabil- inu og eru alveg svakalega góð á því sviði,“ segir Eydís Franzdóttir óbóleikari. Hópurinn sem um ræðir nefnist Musica ad Gaudium og kemur hann hingað til lands milli anna en hópur- inn er iðinn við tónleikahald á meginlandi Evrópu þessa dagana. „Hópurinn hefur verið starf- andi frá 1989 en hann var þá stofnaður af Alena Tichá, sembal- leikara og Jaromír Tichý flautuleikara sveitarinnar. Tveim- ur árum seinna bættust síðan Adnrea Brof sópransöngkona í hópinn ásamt Váklav Kapusta, fagottleikara.“ Eydís komst í kynni við sveit- ina þegar hún var 1. óbóleikari tékknesku útvarpshljómsveitar- innar í Pilzen. „Þau buðu mér að vera gestur þeirra á tónleikum í Ráðhúsinu í Pilzen og í kjölfarið kviknaði hugmynd um tónleika- hald á Íslandi.“ Á efnisskrá sveitarinnar eru meðal annars tékknesk barokkverk sem eru að sögn Eydísar gullfalleg. „Þetta eru verk sem eru okkur ókunnug en alveg einstaklega fall- eg. Inn á milli verða síðan leikin önnur barokkverk og ýmislegt fleira í bland.“ Musica ad Gaudium heldur tónleika í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í dag klukkan 14, í Akureyrarkirkju á morgun klukkan 17 og í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á þriðjudaginn klukkan 20.30. ■ Á laugardaginn efnir íþróttadeild kvikmyndafélagsins Lortur til stórmóts í hakkísakki og fótpoka. Keppnin fer fram á Miklatúni og hefst kl. 13. Að sögn skipuleggj- anda er áhugi fyrir þessari jaðar- íþrótt vaxandi á landinu og búist er við góðri þátttöku. Hakkísakk er leikur að litlum grjónapoka sem snýst um að halda honum á lofti með öllum nauðsynlegum brögð- um en hippabörnin stunduðu þá iðju þegar leikföngin áttu að vera sem frumstæðust. Einnig hafa margar útgáfur af leiknum verið stundaðar víða í Asíu, ýmist með grjónabolta, bastbolta eða öðru til- fallandi. Meðlimir Lorts eru fæstir áhugamenn um hreyfingu en fundu upp nýja íþróttagrein sem hentaði þeim vel. „Við byrjuðum á því að spila fótbolta saman,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af frum- kvöðlum fótpoka á landinu. „En þá þurftum við alltaf að hlaupa svo mikið að við fengum nóg og sner- um okkur að hakkísakki. Við þró- uðum þetta aðeins, sömdum reglur og settum upp net á milli liða. Nú svipar leiknum mjög til blaks og er þrususkemmtilegur.“ Fótpoki, eins og Hlynur kýs að kalla leikinn, byggist á að þriggja manna lið standi andspænis hvort öðru með net á milli sín. Grjónapokanum er svo þrykkt yfir netið og þannig má næla sér í stig. Aðrar leikreglur og frekari útskýringar eru að finna á slóðinni: sport.lortur.org. Fyrir ári hélt íþróttadeild kvik- myndafélagsins Lortur samskonar mót en þá sigraði liðið Reynir. Í ár verður keppt milli liða í fótpoka auk einstaklingskeppni í frjálsri aðferð. Einstaklingar verða þá að halda boltanum á lofti og sýna trix og takta til að krækja sér í stig. Boltar sem notaðir eru í þessa end- urlífguðu íþrótt fást m.a. í Bolta- manninum á Laugavegi og í öllum helstu leikfangaverslunum. Veg- leg verðlaun eru í boði fyrir liðið sem fer með sigur af hólmi en það er farandbikar frá mótinu í fyrra og aukaverðlaun. Áhugasömum er bent á að mæta með þriggja manna lið eða í einstaklingskeppni kl. 13 á Miklatún. ■ Gullfalleg barokkverk MUSICA AD GAUDIUM Hópurinn er staddur hér á landi og mun halda þrenna tónleika. Í dag verða þau á Vatnsleysuströnd, Akureyri á morgun og í Reykjavík á þriðjudaginn. Íþróttadeild kvikmyndafélagsins Lortur efnir til keppni í hakkísakki: Íþrótt án hlaups 18-31 (18-19) helgarefni 23.7.2004 18:47 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.