Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 33
Af hverju féllstu fyrir djassinum? Ætli það hafi ekki verið allt þetta frjálsræði. Spennufíkn í það sem er að mestu óráðið og vita hvernig spilamennskan muni fara núna eða hvað muni gerast. Það er svo gaman að fá að leika sér svona mikið. Hver er þinn mesti áhrifavaldur? Saxófónleikarinn Wayne Shorter og píanistinn Keith Jarrett. Þá hafði gífurlega mótandi áhrif á mig plata Tómasar R. Einars- sonar, Nýr tónn. Hver er besta djassplata allra tíma? Kind of Blue með Miles Davis hefur verið valin áhrifamesta platan í gegnum alla stíla aldar- innar og trónir alltaf á toppnum þegar valið snýst um djassplötu. Það er skiljanlegt, enda frábær plata þótt ég sé ekki nákvæm- lega sammála um að hún sé best. Á líka erfitt með að negla niður aðra sem er betri. Helling- ur af plötum koma til greina, eins og My Song með Keith Jarrett. Er eitthvað sem einkennir íslenskan djass? Menn hafa reynt mikið að kryfja hið eina, sanna, íslenska sánd, en að mínum dómi eru Íslend- ingar of miklir heimsborgarar til að vera fastir með hausinn ofan í moldinni og hugsa um vík- ingaarfleifðina. Þeir eru mann- eskjur í þessum heimi og undir áhrifum alls. Í djassinum hafa komið upp ákveðnir stílar og þykir flott að spila bara evrópsk- an eða skandinavískan djass, en við erum landfræðilega milli tveggja heimsálfa og eigum full- trúa í báðum auk þess sem allt blandast saman. Held að ein- kennið sé fjölbreytni og hversu marga góða djassleikara við eigum sem allir eru að gera sitt. Er djassinn sexí? Er ekki allt sexí fyrir þann sem finnst það vera sexí? Er ekki þess vegna sem heimurinn gengur upp? Eitthvað fyrir alla og misjafn smekkurinn. Held að djass geti verið þrælsexí, rétt eins og veðurfræðingur á góðum degi, eða eitthvað allt annað. LAUGARDAGUR 24. júlí 2004 21 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Ný og spennandi húsgagna- og gjafavöruverslun Tolli sýnir á Veggnum í Mirale opið í dag frá 11-15 Af hverju féllstu fyrir djassinum? Ætli ég verði ekki að herma það upp á pabba sem hlustaði jöfnum höndum á klassíska músík og djassmúsík heima í stofu. Hann átti það til að grípa kontra- bassann og spila eftir eyranu með djassplötunum, og mér fannst það göldrum líkast. Vissi að þetta yrði ég að læra. Hvernig skilgreinirðu djass? Djasstónlist einkennist af frjálsræði og fjölbreytni. Í honum er rótgróin hefð fyrir mismiklu frelsi. Samspil manna er einkennandi númer eitt, tvö og þrjú. Þetta snýst allt um að þeir hlusti á hvorn annan og nærist á hugmyndum hvors annars. Þá eru hverjir tónleikar einstakir og verða aldrei endurteknir nákvæmlega eins.. Hver er þinn mesti áhrifavaldur? Úff, þeir skipta tugum. Ég gleypti allt í mig sem að kjafti kom, en ætli sé ekki óhætt að nefna saxófónmeistarana Sonny Rollins og John Coltrane sem mikla áhrifavalda. Hver er besta djassplata allra tíma? Kind of Blue með Miles Davis er auðvitað platan. Klassískur gripur og hefur víða skírskotun. Eins og klarinettkonsert Mozarts í djass- inum. Er eitthvað sem einkennir íslenskan djass? Að mínu áliti er það fjölbreytnin. Ís- land liggur mitt á milli Ameríku og Evrópu og tekur inn áhrif frá báðum heimsálfum. Þá nýtur hann góðs af hinni margfrægu íslensku orku og einnig þess hve markaðurinn er lítill. Ólíkt því sem gerist ytra, þar sem kollegar okkar festast í djassi, klassík, poppi eða einhverju öðru, starfa ís- lenskir tónlistarmenn í ólíkum stílum frá degi til dags og verða fyrir bragð- ið fyrir áhrifum úr ólíkum tegundum tónlistar. Er djassinn sexí? Já, auðvitað. Þetta er gífurlega kyn- þokkafull músík. Líttu bara á tónlistar- mennina! Af hverju féllstu fyrir djassinum? Ég hafði verið í tónlistarnámi frá tíu ára aldri og leiddist óskaplega klassísku æfing- arnar. Flutti svo til Reykjavíkur þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þar var fyrir big band sem ég byrjaði að spila með og voru fyrstu kynni mín af djasstónlist. Í bandinu voru meðal annarra Jóel Pálsson, Einar Scheving og Kristján heitinn Eldjárn, sem allir áttu eftir að standa í framlínu íslenskrar djasstónlist- ar og komu úr FÍH, sem er eini tónlistar- skólinn sem er með djass á námsskránni. Því lá beint við að fara í þann skóla, þótt ég vissi í byrjun voðalega lítið um djasstónlist. Hvernig djass á helst upp á pallborðið hjá þér? Ég er mest fyrir funk og groove en fell samt alltaf fyrir melódískri og einfaldri tónlist. Er einnig mikill aðdáandi big band-tónlistar og því sem maður mundi kalla „stórt sánd“. Hver er þinn mesti áhrifavaldur í djass- inum? Miles Davis, Herbie Hancock, J.J. Johnson og Peter Herboltzheimer. Hver er besta djassplata allra tíma? Kind of Blue með Miles Davis er ofarlega í mínum huga. Þetta er fyrsta djassplatan sem greip huga minn og síðan er hún ein- faldlega frábær. Er djassinn sexí? Djass getur verið kynþokkafullur en líka verið leiðinlegur og óspennandi. Það er leiðinlegt að tala við fólk sem hefur ekkert að segja. Eins er lítil skemmtun í að hlusta á tónlistarmenn sem hafa ekkert að segja. Sumt fólk er sexí; ann- að ekki. Þannig er því líka farið með djassinn. Hvar sérðu þig staddan í djassinum eftir tíu ár? Ég hugsa ég verði nú ekki dæmdur af tón- listarsagnfræðingum sem mikill djassmað- ur. Mér finnst ég fyrst og fremst þurfa að koma frá mér tónlistinni minni, en svo er annarra að skilgreina hana. Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari: Stórt sánd Jóel Pálsson saxófónleikari: Göldrum líkast Óskar Guðjónsson saxófónleikari: Þrælsexí FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 32-33 (20-21) helgarefni 23.7.2004 18:58 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.