Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 34
22 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Rannsóknir sýna að megrun er gagnslaus baráttuaðferð við aukakílóin og bendir reyndar margt til þess að megrunaráráttan vegi þungt í sívaxandi offituvanda samtímans. Þyngdartap er ekki nauðsynlegt fyrir bætta heilsu. Feitt fólk sem hreyfir sig reglulega lifir lengur en grannt kyrrsetufólk. Offitustríð á röngum forsendum Nýtt sjónarmið varðandi heilsu og þyngdarstjórnun hefur tekið að ryðja sér til rúms meðal fag- og fræðimanna víða um heim. Þar er áhersla lögð á reglulega hreyfingu, heilbrigðar matarvenjur, bætta sjálfs- og líkamsmynd og alhliða heilsueflingu – en án áherslu á lík- amsþyngd. Hið nýja sjónarmið fel- ur þannig í sér byltingarkennda viðhorfsbreytingu gagnvart lík- amsvexti og heilbrigði, þar sem hvorki er gert ráð fyrir því að grannur líkami sé forsenda góðrar heilsu né að þyngdartap skuli vera markmið heilsueflingar. Hvatinn að þessari viðhorfsbreytingu eru meðal annars áratuga rannsóknir sem sýna slæman árangur við lang- tíma þyngdarstjórnun, fjöldi rann- sókna sem bendi til þess að ríkj- andi áhersla á grannan vöxt hafi skapað fleiri vandamál en hún hef- ur leyst, og nýjar rannsóknir sem benda til þess, þvert á það sem al- mennt hefur verið talið, að hægt sé að vera feitur, frískur og í formi. Fjöldi fræðimanna hefur því tekið til við að hvetja til stórtækrar áherslubreytingar í heilbrigðis- málum og vilja að markið verði sett á bætta heilsu en ekki „rétta“ líkamsþyngd. Ósigur blasir við Eftir áratuga baráttu við offitu með aðferðum á borð við megrun, líkamsrækt, lyfjatöku og skurðað- gerðir, blasir við stórfenglegur ósigur. Offita eykst með hverju ári þrátt fyrir að við séum alin upp við sífelldan áróður um mikilvægi þess að vera grannur og kunnum flest greinargóð skil á þeim aðferðum sem beita má í því skyni. Um fjórð- ungur karla og nær helmingur kvenna er í megrun á hverjum tíma auk þess sem megrun eykst meðal barna og unglinga. Reglubundin hreyfing hefur aukist á undanförn- um áratugum og mataræði okkar er sífellt að verða fitusnauðara. Segja má að aðhald í mataræði sé orðið svo stór hluti af menningu okkar að eðlilegar matarvenjur einkennist af viðleitni til þess að halda sér grönnum. Samt sem áður fitnum við í jöfnu hlutfalli við ákafa okkar til að grennast. Megrun gagnslaus aðferð við þyngdarstjórnun Árið 1959 birtust fyrstu niður- stöður þess eðlis að megrun hefði lítil sem engin áhrif á líkamsþyngd til langframa. Eftir áratuga rann- sóknir og fjölda nákvæmra yfirlita eru niðurstöðurnar enn þær sömu. Þeir sem ljúka megrun missa að meðaltali um 10 prósent af þunga sínum en flestir eru komnir í eða yfir sína upprunalegu þyngd innan fimm ára. Niðurstöður af langtíma- árangri megrunar eru svo sláandi neikvæðar að hreinni undrun sætir að þeirri aðferð skuli ennþá vera beitt. Erfitt er að ímynda sér aðra „meðferð“ sem hlotið hefur jafn ákafan hljómgrunn innan heil- brigðisstéttarinnar þrátt fyrir af- leitan árangur. Ástæðuna má þó líklega að hluta rekja til þess að flestar megrunaraðferðir reynast árangursríkar til skamms tíma (6 - 24 mánuði). Þetta eru þær rann- sóknir sem vísað er til þegar ár- angur megrunar er rómaður. Fæst- ar þessara rannsókna ná hins vegar yfir nógu langt tímabil til þess að fylgjast með því þegar flestir þyngjast aftur og því segja niður- stöðurnar okkur lítið. Staðreyndin er einfaldlega sú að engum þekkt- um megrunaraðferðum hefur tek- ist að framkalla langtíma þyngdar- tap meðal meirihluta þátttakenda. Í þessu samhengi er vert að geta þess að árangursleysi megrunar er almennt viðurkennt meðal fagaðila á Íslandi. Hins vegar virðist merk- ing orðsins eitthvað hafa skolast til, því þegar fagaðilar tala um „megrun“ virðast þeir einungis eiga við öfgafulla matarkúra og svelti. Fæstum virðist ljóst að hug- takið „megrun“ vísar til allra þeirra aðferða sem hafa þyngdar- tap að markmiði og niðurstöður um slakan árangur ná einnig til þeirra „skynsamlegu“ aðferða sem sér- fræðingarnir mæla með. Megrun hefur líklega aukið offitu Hefðbundnar skýringar á auk- inni offitu meðal Vesturlandabúa eru hreyfingarleysi og ofát, sér- staklega á fituríku fæði. Þrátt fyrir að mörgum finnist þessar skýring- ar svo augljósar að þær þarfnist tæpast rökstuðnings, hefur reynst afar erfitt að staðfesta þær. Fitu- neysla hefur almennt farið minnk- andi á Vesturlöndum samfara auk- inni offitu. Á sama tíma og offita hefur aukist hér á landi hefur hita- eininganeysla þjóðarinnar ekki aukist, fituneysla hefur minnkað og grænmetisneysla aukist. Fleiri stunda nú reglubundna líkamsrækt en áður og er það m.a. talin ástæða þess að tíðni kransæðasjúkdóma hefur minnkað hér á landi. Svo Ein áhrifamesta kenning síðari ára um þyngdarstjórnun er svokölluð viðmiðsgildiskenning. Samkvæmt henni hafa allir sína eðlislægu kjörþyngd – eða viðmiðsgildi – sem líkaminn reynir að viðhalda. Gert er ráð fyrir líffræði- legu temprunarkerfi í heila sem stillir matarlyst og efna- skipti í samræmi við fæðuinntöku til þess að halda lík- amsþyngd stöðugri. Af þessu leiðir að líkaminn er í eðli sínu mótfallinn miklum breytingum á líkamsþyngd og reynir að sporna gegn þeim með ýmsum hætti. Rann- sóknir hafa t.d. sýnt að líkaminn eyðir langstærstum hluta þeirrar orku sem hann innbyrðir umfram þörf en hleður ekki endalaust inn í forðabúr sitt, eins og margir kynnu að halda. Rannsóknir á áhrifum sveltis sýna jafn- framt að þegar líkaminn fær minni orku en hann þarfn- ast gerist hið þveröfuga. Þá einkennist öll líkamsstarf- semi af gífurlegum orkusparnaði og hugarstarfsemi bein- ist að því einu að komast í æti. Hungurtilfinning vex í jöfnu hlutfalli við þyngdartap og tekur ekki að réna fyrr en upprunalegri þyngd hefur verið náð, jafnvel þótt þús- undum hitaeininga sé neytt í hverri máltíð. Ýmislegt bendir jafnframt til þess að endurtekin megrun geti orð- ið til þess að hækka viðmiðsgildið, þannig að matarlyst og efnaskipti verði ekki eðlileg fyrr en hærri þyngd en áður hefur verið náð. Þetta getur skýrt hvers vegna fólki reynist svo erfitt að breyta líkamsþyngd sinni til lang- frama og hvers vegna slíkar tilraunir leiða oftar en ekki til þyngdaraukningar. Dýrarannsóknir hafa einnig stutt viðmiðsgildiskenning- una. Til dæmis sýna rannsóknir á músum að efnaskipti feitra músa eru alveg jafn eðlileg og grannra. Þegar þyngd feitra músa er hins vegar þvinguð niður með neyslu hitaeiningasnauðs fæðis verða efnaskipti þeirra mun hægari en „náttúrulega“ grannra músa í sömu þyngd. Þetta bendir eindregið til þess að það sé feitum músum jafn eðlislægt að vera feitar og það er grönnu músunum að vera grannar – og það sé afbrigðilegt fyrir þær að vega jafnt þeim grönnu. Þessi niðurstaða sam- ræmist ekki hinu hefðbundna viðhorfi um að feitt fólk borði „meira en það þarf“. Þvert á móti er vel mögulegt að þeir sem eru feitir frá náttúrunnar hendi borði ein- faldlega það sem þeir þurfa til þess að viðhalda sinni náttúrulegu kjörþyngd. Náttúrulega feitir Niðurstöður af langtímaárangri megrunar eru svo sláandi neikvæðar að hreinni undr- un sætir að þeirri aðferð skuli ennþá vera beitt. ,, 34-35 (22-23) helgarefni 23.7.2004 19:32 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.