Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 24. júlí 2004 25 Agatha Christie er glæpadrottningin Leikrit eftir Cervantes, Blekk- ingameistarinn Pedro, verður fljótlega sett á svið af Royal Shakespeare Company. Leikritið hefur ekki áður verið sýnt í leik- húsum. Það þykir tilraunakennt, afar flókið í uppsetningu og löngum hefur því verið haldið fram að ómögulegt sé að setja það á svið. Þá kenningu verður nú reynt að afsanna. Sumir Cervantes-sérfræðingar segja Pedro besta leikrit rit- höfundarins sem þekktastur er fyrir meistaraverkið Don Kíkóta sem hópur rithöfunda valdi um árið besta skáldverk sögunnar. Cervantes lést árið 1616, sama dag og leikhússnillingurinn Willi- am Shakespeare. Leikhópurinn sem kennir sig við Shakespeare hefur sérhæft sig í verkum enska leikskáldsins og nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar fyrir marg- brotnar uppsetningar sínar. ■ CERVANTES Flóknasta leikrit Cervantes verður nú sett á svið. Pedro á svið í fyrsta sinn Agatha Christie er eftirlætis sakamálahöfundur Breta sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun. Christie, sem lést árið 1976, naut gífurlegra vinsælda í lifanda lífi og hefur eftirsókn eftir verkum hennar lítið minnkað. Hún var mjög afkastamikill höfundur og skapaði hina eftir- minnilegu spæjara frú Marple og Hercule Poirot. Verk hennar hafa verið þýdd á fleiri tungumál en leikrit Shakespeares og Músa- gildran, leikrit sem hún skrifaði sem afmælisgjöf til Mary drottn- ingar, hefur verið sýnt lengur samfellt en nokkuð annað verk. Sagt er að Winston Churchill hafi einn áhorfenda á frumsýningu giskað á réttan morðingja. Gríðarlegur fjöldi kvikmynda og sjónvarpsmynda hafa verið gerðar eftir verkum hennar. Arthur Conan Doyle, höfundur sagnanna um Sherlock Holmes, lenti í öðru sæti og Patricia Cornwell, höfundur bókanna um réttarlækninn Kay Scarpetta, varð í því þriðja. Þar á eftir komu PD James og Raymond Chandler. 1.500 manns tóku þátt í könnun- inni en hún var gerð í tilefni af útkomu framhaldsmyndanna The Singing Detective á dvd. ■ AGATHA CHRISTIE Hún er glæpadrottning Breta. Það er í mörgu að snúast hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir í tengslum við bækur hans. Í undirbúningi er gerð kvikmyndar eftir Slóð fiðrildanna í Hollywood og hafa fram- leiðendur hennar sett sig í samband við Saga Film varðandi töku á hluta myndarinnar hér á landi en jafn- framt eru þeir að skoða Isle of Man og Bretland í því sam- bandi. Ólafur Jóhann mun hins vegar leggja mikið upp úr því að þær senur sem gerast á Íslandi séu teknar hér á landi. Fram- leiðandi myndarinnar er Stephen Haft sem framleiddi einnig ósk- arsverðlaunamyndina Dead Poets Society og fleiri stórmyndir. Slóð fiðrildanna er enn að koma út víða um lönd, nú síðast í Frakklandi. Höll minninganna var ný- lega gefin út í Englandi og hafa við- tökur þar verið afar lofsamlegar. Gagnrýnandi In- dependent sagði að Höll minninganna væri „margslungin og þroskuð skáldsaga“ og bætti síðan við: „Sag- an er byggð upp sem mósaíkmynd af fimlega skrifuðum brotum“. Þá segir gagnrýnandinn að lesandinn geti notið fág- aðrar og hrífandi skáldsögu sem þekki og sýni gildi þess að vera háttvís, kunna að velja og vera hnitmiðaður. Gagnrýnandi Daily Telegraph sagði í upp- hafi umsagnar sinnar að með Höll minning- anna hefði Ólafur Jóhann skipað sér á bekk með Kazuo Ishiguro og PG Wodehouse sem höfundur mikilla bókmenntalegra einkaþjóna. „Þetta er bók um þrá og yfirbót, þrungin til- finningu um það sem er óumflýjanlegt og upp- gjöf, tilfinningu um að örlögin stjórni okkur og leiði áfram hvernig sem allt veltist“. Gagn- rýnandinn bætir því síðan við að Höll minning- anna sé skemmti- lega margslungin, „jafn margslungin fyrir lesandanum og lausnin er sög- manni bókarinnar“. Tímaritið Time Out birti einnig um- sögn um bókina en þar sagði: „Hnit- miðaður og heill- andi texti – fangar hlédrægni einka- þjónsins af krafti sem minnir á Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishi- guro.“ Í Sunday Herald sagði: „Texti Ólafs Jóhanns er kraft- mikill og gegnsýrð- ur af ferskleika og leik að orðum sem einkennir skrif höf- unda sem eru af af erlendu bergi brotnir og eru að uppgötva ný tján- ingarform. Þetta er tilkomumikið sam- bland af hárfínum og frábærum texta sem um leið lætur jafn lítið yfir sér og hin nákvæma þjónusta er Kristján einkaþjónn veitir Hearst“. Norður-írska dagblaðið Belfast Telegraph sagði einfaldlega: „Annað fullkomið og kraftmikið meistaraverk frá hinum íslenska rithöfundi“. Að lokum er þess að geta að gagnrýnandi Sunday Telegraph ritaði: „Hin afundna sögu- hetja, sem leitar fullkomnunar í furðulegu um- hverfi og með jafnvel enn furðulegri húsbónda, leikur mjúklega á strengi hjartans“. ■ Fiðrildin fljúga í átt að hvíta tjaldinu ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Í undirbúningi er gerð kvikmyndar eftir Slóð fiðrildanna í Hollywood og hafa framleiðendur hennar sett sig í samband við Saga Film varðandi töku á hluta myndarinnar hér á landi. Síðasta skáldsaga Ólafs Jóhanns, Höll minninganna, fær frábæra dóma í Bretlandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 36-37 (24-25) Bækur 23.7.2004 19:31 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.