Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 38
GOLF Veðrið setti strik í reikning- inn hjá kylfingum á Íslandsmót- inu í golfi sem fram fer á Garða- velli á Akranesi. Það var logn og blíða um morguninn en svo fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Vegna úrhellisins ákvað því mótsstjórn Íslandsmótsins á Akranesi síðdegis í gær að fresta leik. Vegna bleytunnar var orðið ófært að pútta á flestum flötum vegna pollamyndunar. Leik verð- ur haldið áfram í fyrramálið og þá frá því sem horfið var í dag. Ræst verður út klukkan sex í fyrramál- ið en þá klára þeir keppendur sem ekki náðu að ljúka leik í gær. Eft- ir það verður raðað eftir skori og stefnan er sett á að byrja að ræsa út í þriðja hring klukkan tíu. Ekki var þó þessi frestun það eina markverða sem gerðist á Ís- landsmótinu því Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG gerði sér lítið fyrir og lék á 68 höggum og jafn- aði þar með vallarmet sitt frá því á fimmtudag. Frábær spila- mennska hjá Birgi og vandséð að nokkur kylfingur eigi möguleika í pilt eins og hann er að spila núna. Reyndar voru fleiri en Birgir að leika vel í gær því þeir Björgvin Sigurbergsson, GK, og Heiðar Davíð Bragason, GKJ, léku báðir á 69 höggum. Birgir er því með átta högga forskot á næsta mann sem er Örn Ævar Hjartarson úr GS en hann lék hringinn í dag á 72 höggum. Þegar ákveðið var að fresta leik þá var kvennaflokkurinn ekki nema rétt tæplega hálfnaður með hringinn. ■ 26 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... liði KR í kvennaboltanum sem er komið í lykilstöðu í sínum riðli í Evrópukeppni meistaraliða sem fram fer í Slóveníu. KR-stúlkur hafa verið sannkallaður sómi, sverð og skjöldur íslenskrar knattspyrnu og unnið hol- lensku og finnsku meistarana sannfærandi. „Þetta er hárrétt hjá honum. Peningar vinna ekki leiki enda vann Porto Manchester United þrátt fyrir að kosta aðeins 10% á við United.“ Jose Mourinho um orð Alex Ferguson að peningar ynnu ekki titla eða leiki.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Laugardagur JÚLÍ ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Rétt skal vera rétt Ragnar Bogi Pedersen var ekki rekinn sem þjálfari Hattar í fótbolta eins og við greindum frá í gær. Það var sameiginleg ákvörðun hans og stjórnar Hattar að hann skyldi hætta sem er að sjálfsögðu allt annað! Þýski ökuþórinn, MichaelSchumacher, hefur tekið gleði sína á ný. Þannig er mál með vexti að í síðustu keppni týndi hann lukku- gripnum sínum, bláu og gullnu háls- meni, og var nánast eyðilagður maður. Til allrar lukku fyrir hann fann góður og grandvar maður hálsmenið og skilaði því í réttar hendur. „Það var heppni að ég fékk hálsmenið til baka og þótt það hafi ekki kostað mikið þá er það mér mikils virði,“ sagði Schumacher. Stjórn enska knattspyrnusam-bandsins tilkynnti í gær að enska landsliðið muni spili fjóra af fimm heimaleikjum sín- um í undankeppni HM á Old Trafford í M a n - c h e s t e r , h e i m a v e l l i Manchester United. Einn leikurinn mun fara fram á heimavelli Newcastle United, St. James’ Park. Verið er að byggja nýjan og glæsilegan Wembley-leikvang en hann verður ekki tilbúinn fyrr en á næsta ári og því er þetta lendingin hjá enskum. Nánast er talið öruggt að táningur-inn Wayne Rooney muni hafna nýju samningsboði Everton upp á 50 þúsund pund í laun á viku. Nánustu samstarfsmenn Rooneys vilja að Everton sanni með órækum hætti að þeir séu færir um að borga Rooney þessi laun en félagið á í miklum fjár- hagsörðugleikum. Þetta útspil Rooneys og félaga ýtir enn undir þann orðróm að hann muni yfirgefa félagið áður en leikmannamarkaður- inn lokast þann 31. ágúst. Enski landsliðsmaðurinn, SolCampbell, sem leikur með Arsenal, hefur rift samningi sínum við umboðsmann sinn og er að leita að nýjum til að sjá um sín mál. Nán- ari ástæður fyrir þessari ákvörðun lig- gja enn ekki fyrir en þó þykir hún benda til þess að hann hafi í hyggju að yfirgefa Arsenal um leið og samn- ingur hans við félagið rennur út. Víst er að hann yrði ekki í miklum vand- ræðum með að landa feitum samn- ingi enda hér á ferð einn besti varn- armaður heims. Enska úrvalsdeildarliðið Liverpoolhefur látið þau boð út ganga að finnski landsliðs- maðurinn Sami Hyypia verði áfram í herbúðum félagsins og sé einfaldlega ekki til sölu. Þessar fréttir gleðja stuðn- ingsmenn Liverpool án efa mikið en Hyypia var sterklega orðaður við spænska stórliðið, Barcelona. Orðrómurinn um þessi vistaskipti Finnans og þögn forráðamanna Liverpool hafa valdið stuðnings- mönnum félagsins miklum áhyggj- um en geta nú tekið gleði sína á ný. Hinn heimsfrægi og gríðarvinsælirappari, Nelly, er orðinn einn eig- enda hins nýja NBA-liðs Charlotte Bobcats. Ekki er enn ljóst hversu stóran hlut Nelly keypti, en þó er vit- að að hann er í hópi stærstu hluthaf- anna og kemur væntanlega til með að geta haft sitt að segja varðandi reksturinn. Nelly heitir réttu nafni Cornell Haynes Jr. og þykir eitursnjall í viðskiptum og hefur ýmislegt á prjónunum auk tónlistarinnar og hef- ur náð góðum árangri í markaðs- setningu á ýmiss konar varningi. Minnesota Timberwolves er áhöttunum eftir gamla brýninu Karl Malone sem fagnar 41 árs af- mæli sínu á laugar- daginn. Malone, sem lék með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð eftir að hafa spilað þar áður í 18 ár með Utah Jazz, er ekki tilbúinn til að legg- ja skóna á hilluna. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að hann hefur ekki á löngum og glæsilegum ferli náð því að verða NBA-meistari. Nú fer hver að verða síðastur! FRJÁLSAR 77. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvelli um helgina. Stutt er í ólympíuleikana í Aþenu og þetta mót er einn síðasti mögu- leiki fyrir keppendur að ná ólympíulágmarkinu. Samkvæmt skráningu í gær mæta 192 keppendur frá 17 félög- um til leiks en flestir þátttakend- ur koma frá FH eða 50 og næst- flestir koma frá ÍR eða 34. Dag- skrá mótsins hefst á laugardag kl. 11:00 með forkeppni í langstökki kvenna. Mótssetning er síðan kl. 13:50 og síðasta keppnisgreinin er kl. 15:45 á sunnudag í 4 x 400 metra boðhlaupi kvenna. Það er Ungmennafélagið Fjöln- ir í Grafarvogi sem er fram- kvæmdaraðili að Meistaramóti Ís- lands að þessu sinni. Fréttablaðið hitti að máli þá Guðmund Karlsson, þjálfara frjálsíþróttalandsliðsins, og Jón Arnar Magnússon, tugþrautar- kappa en hann ásamt Þóreyju Eddu Elísdóttur hafa tryggt sér þátttökurétt á ólympíuleikunum. Bjartsýnn á góðan árangur Guðmundur Karlsson er bjart- sýnn á góðan árangur á Meistara- mótinu: „Það væri mjög gaman að sjá fólk skila toppárangri núna um helgina og sjá að það sé stígandi hjá þeim keppendum sem komnir eru á ólympíuleikana eða eru ná- lægt því - maður vill auðvitað sjá toppárangur á Meistaramóti Ís- lands. Ég vildi gjarnan sjá fleiri en Jón Arnar og Þóreyju Eddu ná inn á ólympíuleikana og vonast eftir því að 2-3 keppendur bætist í ólympíuhópinn og það gæti gerst um helgina. Það blása ferskir vindar um þessar mundir og ég tel að það sé góð innistæða fyrir frek- ari bætingum,“ sagði Guðmundur Karlsson. Jón Arnar Magnússon er í fínu formi og hlakkar til komandi átaka: „Staðan á mér núna er hörkugóð og mér hefur gengið mjög vel að undanförnu. Ég stefni að sjálfsögðu að góðum árangri á Meistaramótinu en stefnan er auðvitað sett á að toppa á ólymp- íuleikunum.“ Hvert er markmið Jóns fyrir ólympíuleikana? „Ég vonast til að vera á meðal átta efstu og það tel ég alveg vera raunhæft markmið og það væri ekki verra ef maður næði kannski að gera góða atlögu að Íslandsmetinu,“ sagði Jón Arnar Magnússon. SMS@FRETTABLADID.IS JÓN ARNAR MAGNÚSSON Er í fínu formi og stefnir á góðan árangur á Meistaramótinu sem fram fer um helgina. Síðasti möguleikinn Landsliðsþjálfarinn vill sjá fleiri íslenska keppendur komast inn á ólympíuleikana en Meistaramót Íslands um helgina er síðasta tækifærið til að ná lágmörkunum. ■ ■ SJÓNVARP  11.50 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá tímatöku Formúlu 1 kappakstursins á Hockenheim- brautinni í Þýskalandi.  14.00 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Útsending frá Gullmóti í frjálsum íþróttum sem fram fór í gærkvöld.  14.25 Fákar á Sýn.  14.55 Íslandsmótið í golfi 2004 á Sýn. Samantekt frá öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á Akranesi.  15.00 Heimsmeistaramótið í 9 Ball á Skjá einum.  15.55 Íslandsmótið í golfi 2004 á Sýn. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi sem haldið er á Garðavelli á Akranesi.  16.40 Landsmót UMFÍ á RÚV. Fimmti og síðasti þáttur um Landsmót UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um helgina.  18.55 World’s Strongest Man á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum. Það er ekki nóg að vera rammur að afli til að sigra í keppni sem þessari.  19.20 Suður-Ameríkubikarinn á Sýn. Leiðin í úrslit Suður- Ameríkubikarsins í fótbolta.  19.50 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Chelsea og Celtic í Champions World 2004 í fótbolta í Bandaríkjunum. Ólafur Ingi Skúlason: Undir smásjá Brescia og Torino FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason, knattspyrnumaður hjá enska stór- liðinu Arsenal, gæti verið á leið- inni til Ítalíu. Ólafur Ingi, sem hefur mikinn hug á að komast frá Arsenal til að fá að spila er undir smásjánni hjá ítölsku liðunum Torino og Brescia auk þess sem belgíska liðið Beveren vill fá hann. Ólafur Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann myndi fara til Ítalíu á næstu dögum til að skoða aðstæður og sjá hvort hann væri inni í myndinni í byrjunarlið liðanna. „Það er til lítils að fara ef ég fæ ekki að spila.“ ■ Birgir Leifur Hafþórsson í feikna formi á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli: Jafnaði dagsgamalt vallarmet sitt BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Jafnaði vallarmetið sem hann setti á fimmtudag. Veðrið setti þó strik í reikning- inn og fresta varð leik síðdegis. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON 38-39 (26-27) Sport 23.7.2004 20:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.