Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 1
MIKIL HÆTTA Á FERÐ Maður vopn- aður hreindýrarifli hleypti af skotum áður en hann var afvopnaður og handtekinn af lögreglu og sérsveitarmönnum á Akureyri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Sjá síðu 2 ÖRYGGISLEYSI ER HINDRUN Efna- hagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til stað- ar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu. Sjá síðu 4 FASTAR Í NETI SKÚRKA Rúna Jóns- dóttir, talskona Stígamóta, segir brýnt að koma á vitnavernd og hjálp fyrir konur sem brjótast vilja út úr klámiðnaði. Dæmi eru um að nektardans stúlkna hér hafi fallið undir skilgreiningar mansals. Sjá síðu 6 NÝTT LEIKRIT FRUMSÝNT Reykvíska Listaleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Krádplíser eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Sýnt verður í sýningar- sal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar á Hólmaslóð 2 og hefst sýningin klukkan 20. Bjarni Benediktsson hefur vakið athygli fyrir störf sín sem formaður allsherjarnefndar. Segir mikilvægt að ungt fólk axli ábyrgð. ▲ SÍÐUR 16 & 17 Stefnir á ráðherrastól MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 25. júlí 2004 – 201. tölublað – 4. árgangur Deildin að verða sterkari og slagsmálin hætt. ÞYKKNAR SMÁM SAMAN UPP Úr- komusvæði nálgast vestanvert landið og þar fer að rigna í kvöld. Bjart austantil fram eftir degi. Hiti 10-20 stig. Sjá síðu 6. SÍÐUR 14 & 15 ▲ Fyrrverandi þjóðhetja hand- tekin. Ekki talinn heill á geði. SÍÐA 19 Fótbolti utan deilda í áratug ▲ Bobby Fischer ALÞJÓÐASAMNINGAR Fulltrúi Íslands í Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, Stefán Haukur Jóhannesson, hefur sætt opinberri gagnrýni viðskipta- ráðherra þróunarríkjanna fyrir að hafa haft að engu áhyggjur þeirra af afleiðingum þess að alþjóðleg- um tollareglum verði breytt á þann hátt sem lagt er til. Alþjóð- legar stofnanir hafa tekið undir gagnrýnina og segja að ákvörðun Stefáns Hauks, að taka ekki til greina athugasemdir fulltrúa þró- unarríkjanna, geti staðið í vegi fyrir frekari framþróun í fátæk- ustu ríkjum heims. Stefán Haukur er formaður NAMA, samninganefndar á veg- um WTO um vöruviðskipti ótengdum landbúnaði. Nefndin skilaði nýlega áliti til fram- kvæmdarstjórnar WTO varðandi niðurskurð á tollum á vörum. Óánægja fulltrúa þróunarríkj- anna felst í því að formaðurinn hafi algjörlega horft fram hjá ábendingum þeirra og að þær hafi ekki verið bókaðar í álitinu með niðurstöðum úr viðræðum nefndarmanna um málið. Fimm alþjóðastofnanir sendu skriflega kvörtun til fram- kvæmdastjóra WTO og einnig til fulltrúa allra ríkja. Þar kemur fram að ákvörðun Stefáns Hauks, að hundsa ábendingar vanþróuðu ríkjanna, „sé hvorki þolanleg né verði látin óátalin“. Fulltrúarnir segja að taka þurfi tillit til þess hvaða áhrif niður- skurður tolla hafi á þróunarríkin. Efnaðri ríkin, svo sem Bandaríkin, Evrópuríki og Japan hafa lagt á það mikla áherslu að tollar verði afnumdir fyrir 2020. Þróunarríkin halda því fram að með því að skera niður tolla þróunarríkjanna jafn- hart og jafnmikið og efnaðri ríkja, bitni það mun harðar á þeim því tollarnir séu hærri og niðurskurð- urinn verði því hlutfallslega meiri. Stefán Haukur sagði í samtali við Fréttablaðið að gagnrýnin hefði byggst á misskilningi og það sé nú almennt viðurkennt. Samn- ingaviðræður haldi nú áfram og vonast sé til að niðurstöður náist í næstu viku. „Það eru búnar að vera mjög stífar viðræður í gangi enda ólíkir hagsmunir hinna 147 aðildarríkja. Ég lagði textann fram sem drög að innleggi í heildartexta sem verið var að vinna. Í bréfi sem ég lét fylgja með útskýrði ég að textinn væri ósamþykktur og ekki endan- legur. Þegar þeir sem fyrir gagn- rýninni stóðu voru látnir vita af þessu bréfi róaðist málið og tekið var til greina að ég hefði ekki ein- faldlega vaðið áfram,“ segir Stefán. sda@frettabladid.is FLUGMAÐUR MEÐ BÁÐA FÆTUR Á JÖRÐINNI Það er hægt að gera ýmislegt fleira en að sleikja sólina þegar veðrið er gott. Ingólfur Arnarson notaði góða veðrið í gær til að fljúga fjarstýrðri flugvél sinni við Rauðavatn fyrir utan Reykjavík. Áfram verður gott veður á morgun en þó spáir Veðurstofan því að þykkni upp annað kvöld á suðvesturhorninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Fulltrúi Íslands sætir gagnrýni þróunarríkja Fulltrúi Íslands í Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, hefur sætt gagnrýni frá þróunarríkjunum og alþjóðlegum stofnunum fyrir að hundsa ábendingar þeirra um alvarlegar afleiðingar vegna breytinga á tollareglum. Gagnrýnin sögð á misskilningi byggð. Starfsmenn flugfélags: Fengu sæti á salerninu DUBLIN, AP Tveir starfsmenn lág- gjaldaflugfélagsins Ryanair hafa verið reknir úr starfi fyrir að nota salerni vélarinnar fyrir sæti. Flugstjóri vélarinnar hefur einnig sagt starfi sínu lausu eftir að hann játaði að hafa gefið starfsmönn- unum, sem ekki voru á vakt, leyfi til þess að sitja á salernunum. Starfsmennirnir voru farþegar í troðfullri flugvél á leið frá Girona á Spáni til Dublin á Írlandi og fengu því engin sæti. Ryanair telur þá hafa brotið gróflega gegn reglum flugfélagsins en báðir voru þeir yfirmenn með langa starfsreynslu hjá félaginu. Starfsmennirnir ættu sér því engar málsbætur, segir í yfirlýsingu frá Ryanair. ■ Opið 13-17 í dag 01 forsíða 24.7.2004 22:06 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.