Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 12
www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 52 30 7 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 52 30 7 /2 00 4 Banki allra landsmanna 6,6%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2004–30.06.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r SAKLEYSI Fyrrverandi forstjóri símafyrirtækisins Mannesman ræðir við blaðamenn eftir að dómur féll í máli hans og fimm annarra, meðal annars einum stjórnanda hjá Deutche Bank. Þeir voru fyrir rétti vegna ríflegra starfslokasamninga og bónusa sem þeir fengu við yfirtöku Vodafone á félag- inu. Upphæðirnar námu 70 milljón dollur- um eða um hálfum milljarði króna. Þeir voru sýknaðir af ákærum. Samskip er á hraðsiglingu um heiminn. Með reglulegu millibili birtast fréttir af nýjum skipum, nýjum siglingaleiðum, opnun nýrra skrifstofa og kaupum á fyrirtækjum. Erlend starfsemi félagsins er í örum vexti. Henni stjórnar Ás- björn Gíslason. Hann hefur starf- að hjá félaginu frá árinu 1996. „Það er margt búið að gerast á þeim tíma,“ segir Ásbjörn. Hann flutti út til Hollands í lok ársins 1999 og hefur síðan unnið að því að efla starfsemi félagsins er- lendis. Breytingar urðu á skipulagi stjórnar félagsins í fyrra. Ólafur Ólafsson færði sig úr forstjóra- stóli í stól starfandi stjórnarfor- manns. Knútur G. Hauksson og Ásbjörn Gíslason voru ráðnir for- stjórar félagsins, Knútur ábyrgur fyrir innlendri starfsemi og Ás- björn ábyrgur fyrir erlendri starfsemi. Upphafsskref í útrás Sam- skipa voru erfið. „Við gerðum svipað og önnur íslensk fyrirtæki á þeim tíma, fórum inn í fyrir- tæki sem rekið hafði verið með tapi um árabil. Við vorum í strög- gli fram til ársins 2001. Fyrir fyrirtækið var þetta góður, en dýr skóli,“ bætir hann við og brosir. Samskip var ekki eitt um að gera slík mistök. Fyrstu skref margra fyrirtækja hafa ein- kennst af því að ætla sér að snúa við rekstri illa rekinna fyrir- tækja, nú snýst þetta meira um að kaupa vel rekin fyrirtæki. Byggt frá grunni eða keypt Það voru viðbrigði að flytjast til Hollands og takast á við upp- byggingu erlendrar starfsemi félagsins. „Samfélagið er minna hér heima og nálægðin meiri. Úti er þetta allt miklu stærra og óáþreifanlegra. Fyrir mig, að fara út og stýra fyrst hollensku félagi og þá þýsku félagi og síð- an öllum þeim félögum sem við erum með í öðrum löndum, var mikil áskorun. Maður er alltaf að gera sér betur grein fyrir hvað það er mikill menningar- legur og stjórnunarlegur munur á milli landa.“ Hver á að aðlag- ast hverjum? „ Í grófum drátt- um þá þarf maður að byrja á því að aðlaga sig háttum heima- manna, en á bakvið er fyrirtæk- ið Samskip sem er með sína fyrirtækjamenningu og stjórn- unarstíl. Að endingu þarf heima- menningin að umbreytast í fyrirtækjamenninguna. Þetta á að vera meðvitað umbreytingar- ferli.“ Samskip reka nú 32 skrif- stofur í fjórtán löndum, í Evr- ópu, Asíu og N-Ameríku. Við Holtabakka er verið að reisa vöruhótel og nýjar höfuð- stöðvar fyrirtækisins. Svæðið er tryggilega afgirt og fylla þarf út skýrslu til að komast inn á það. „Það gilda sömu reglur hér og erlendis,“ segir Ásbjörn um leið og skynjarinn pípir og sam- þykkir okkur inn á svæðið. „Það má segja að þetta sé ein af af- leiðingum 11. september.“ Gámastæðurnar ber við himin og sundin skarta lygnunni og sumarsólinni. Það er einhver kyrrð yfir höfninni þrátt fyrir dans lyftaranna um svæðið. Ásbjörn er ánægður með ár- angur síðustu missera. „Í upphafi útrásar Samskipa hugsuðum við fyrst og fremst um að koma okk- ur fyrir á erlendum markaði.“ Framhaldið hefur lýst sér í mik- illi, markvissri og hraðri upp- byggingu þar sem frumkvöðla- andinn hefur ráðið ríkjum. „Við höfum gert þetta bæði með því að byggja upp frá grunni og með því að kaupa fyrirtæki. Við höfum ekki veigrað okkur við því að fara inn á nýja markaði og bygg- ja upp markaðshlutdeild frá grunni.“ Einkenndist af heimafyrirtækjum Stærstur hluti starfseminnar er þéttriðið flutninganet sem teygir sig frá meginlandi Evr- ópu og Bretlandseyjum til Skandinavíu, Eystrasaltsríkja og inn í Rússland. Auk skipa- flutninganna reka Samskip flutningalest. „Þetta er stór markaður, sem hefur einkennst af heimafyrirtækjum í hverju landi fyrir sig. Markaðurinn er að breytast, félögum fækkar og verða stærri. Við tökum virkan þátt í þeirri breytingu og teljum okkar vera komna í vænlega stöðu til frekari uppbyggingar. Velta Samskipa var sautján milljarðar í fyrra og áætlanir eru um að hún fari yfir tuttugu milljarða í ár,“ segir Ásbjörn. Þótt áherslan að undanförnu hafi verið mikil á stækkun flutningakerfisins í Norður-Evr- ópu er það ekki eina svið rekstr- arins. „Vegna nálægðar við sjáv- arútveginn, þá höfum við byggt upp mjög öfluga frystivöru- flutningaþjónustu um víða ver- öld, við teljum þá víðtæku þjón- ustu er við bjóðum upp á áhuga- verðan kimamarkað fyrir okk- ur.î Félagið er með sterka stöðu í fiskútflutningi frá Noregi eftir sameiningu tveggja félaga þar. Samskip er einnig í flutnings- miðlun og flytur gríðarlegt magn af fiski til og frá Asíu. „Frystiflutningarnir hafa svo þróast áfram og við erum til dæmis orðnir mjög sterkir í flutningi á kjöti frá Evrópu og inn í Rússland.“ Ásbjörn segir mikil tækifæri liggja í uppbygg- ingu flutningsmiðlunarinnar og að Samskip hafi hug á að byggja frekar upp starfsemi sína á því sviði, einkum á vaxtamörkuð- um, s.s. í Rússlandi og Kína, en félagið rekur skrifstofur bæði í Kína og Rússlandi. Fáir sem þora Þriðja sviðið sem fyrirtækið starfar á eru stórflutningar, eink- um til landa fyrrum Sovíetlýðveld- anna. „Þetta eru flutningar sem krefjast sérhæfðra lausna. Meðal þess sem við höfum verið að flytja eru tól og tæki fyrir olíuiðnaðinn í Kaspíahafi, sem og heilu bjórverk- smiðjurnar.“ Skipin eru sérhæfð og sigla undir rússneskum fána. Sam- skip siglir víða um óróasvæði fyrr- um Sovíetlýðveldanna. „Þetta er mjög skemmtileg og áhugaverð eining á markaði sem ekki alltof margir þora inn á,“ segir Ásbjörn og brosir. „Við gætum aldrei gert þetta nema vegna þess að við erum með fólk sem hefur verið að vinna við þetta í áratugi.“ Þessi vinna er í gegnum þýskt félag sem Samskip keypti og með því þekkingu á þess- um markaði sem á sér langa hefð. Samskip mun efla núverandi einingar enn frekar, markmiðið er að byggja sig hratt upp og ná sterkri stöðu. Hröð uppbygging reynir mikið á stjórnendur. Val á lykilstarfsmönnum skiptir miklu. „Við höfum verið mjög heppin með okkar fólk,“ segir Ásbjörn. „Maður kemst ekki hraðar yfir en það fólk sem vinnur næst manni leyfir.“ Uppbyggingin krefst samhents hóps með skýra sýn. „Eftir stefnumótunarvinnu fyrir um tveimur árum voru línurnar lagðar. Síðan þá höfum við farið í að styrkja starfsemina kerfisbundið.“ Afrakstur þessarar sýnar hefur verið að birtast einn af öðrum í til- kynningum frá félaginu undan- farna mánuði. Nýir stjórnendur hafa aðlagast fyrirtækjamenning- unni hratt og vel og sótt fram með fyrirtækinu. Ásbjörn hikar ekki þegar hann er beðinn um að lýsa fyrirtækjamenningu Samskipa. „Við erum áræðin, tökum fljótt ákvarðanir og höfum gaman af því sem við erum að gera.“ haflidi@frettabladid.is - B Á öldufaldi útrásar Samskip hefur aukið verulega við erlenda starfsemi sína að undanförnu. Síðustu þrjú ár hafa verið ár mikilla breytinga hjá félaginu. Áfram er stefnt að útrás og vexti. Í ÖRUM VEXTI Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, hefur staðið í ströngu í örum og farsælum vexti fyrirtækisins um víða veröld. Samskip reka nú 32 skrifstofur í 14 löndum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L 12-13 viðskipti 24.7.2004 20:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.