Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 16
Ingibjörg Pálmadóttir er gott dæmi um hjúkrunarfræðing sem gegnt hefur stjórnunarstöðu í heilbrigðisþjónustu. Starfið Hjúkrunarfræðingar vinna á sjúkrahúsum og við heilsugæslu að allri almennri aðhlynningu og fræðslu. Margir hjúkrunarfræðingar vinna einnig að heilbrigðisrannsóknum, bæði hjá ríkinu og hjá einkafyrirtækjum og við stjórn- unarstörf í heilbrigðisgeiranum. Inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í hjúkrunarfræði er að öllu jöfnu stúdentspróf. Þó eru gerðar undantekningar ef viðkomandi er eldri en 25 ára og hefur a.m.k fimm ára starfsreynslu úr heilbrigðis-eða félagsgreinum. Námið fer fram á íslensku en langmest náms- efni er á ensku eða norðurlandamálum svo góð undirstaða í tungumálum er nauðsynleg. Að auki er krafist staðgóðrar þekkingar á líffræði og efnafræði og boðið upp á sumarnámskeið í þeim greinum áður en nám hefst á fyrsta ári. Inntökupróf Í lok haustmisseris fyrsta árs er samkeppnispróf úr fjórum námsgreinum. Próf- að er úr félagsfræði, lífefnafræði, líffærafræði og sálfræði. Þeir sem fá bestu niðurstöðurnar úr prófunum fá að halda áfram námi. Fjöldi þeirra sem kom- ast inn í deildina er breytilegur en undanfarin ár hefur u.þ.b. helmingur haldið áfram. Námið Námið tekur fjögur ár og lýkur með B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Námið skipt- ist í raunvísindi, hug-og félagsvísindagreinar og hjúkrunarfræðigreinar. Að auki er verklegt nám stundað meðfram bóklegu öll fjögur árin. Í Háskólanum á Akureyri eru gerðar kröfur um að verklega námið farið fram um allt land. Á fjórða ári vinna nemendur lokaverkefni ýmist einir eða saman. Réttindi Hjúkrunarfræðinám frá Háskóla Íslands veitir réttindi til allra al- mennra hjúkrunarstarfa auk stjórnunar- og fræðslustarfa á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu.Hjúkrunarnám veitir fjölbreytta atvinnu- möguleika bæði hér heima og erlendis enda er námið alþjóðlega viðurkennt og þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga stöðugt að aukast. ■ Sumir vita ekkert hvað þeir vilja vinna við og ef þú ert einn af þeim þá ættirðu að kíkja í næsta bókasafn og lesa um þær starfsgreinar sem þú hefur áhuga á. Aldrei að vita nema þú finnir draumastarfið. Hvernig verður maður... hjúkrunarfræðingur Velgengni í vinnunni: Talaðu þig á toppinn Það sem þú segir og hvernig þú segir það getur annað hvort komið þér á botninn eða á toppinn í vinnunni. Nýleg könnun leiðir það í ljós að nærri helmingur vinnandi fólks telur að félagsleg hegðun fólks á vinnustað sé stærsti þátturinn í orðspori þeirra í vinnu. Rúmlega þrjátíu prósent halda því svo fram að hegðun starfs- manns á meðan yfirmaðurinn er fjarri spili líka stóran þátt. 567 einstaklingar tóku þátt í könnuninni, allir átján ára eða eldri og í fullu starfi. ■ „Hingað til hefur ekki verið vanda- mál fyrir hjúkrunarfræðinga að fá vinnu erlendis. Kannski er þess að- eins farið að gæta nú í einstaka landi, svo sem í Finnlandi og Aust- urríki en í Bretlandi er mikill skortur á þeim,“ segir Sólveig Hallgrímsdóttir, deildarstjóri í Skjaldarvík við Akureyri. Hún er ein þeirra sem hefur farið til hjúkrunarstarfa í útlöndum tíma og tíma og þá svalað ævintýra- þránni í leiðinni. Árið eftir að hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Ís- lands kveðst hún hafa haldið til Danmerkur, „svona til að prófa að vinna erlendis,“ eins og hún orðar það. Eftir sjö mánuði þar fór hana að langa til Ameríku svo hún kom heim og fór að koma pappírum sín- um í lag, ásamt því að stunda sitt fag hér í tvö ár. En þá lagði hún upp og lenti á Flórída. Sólveig hefur lengst af sinnt gjörgæsluhjúkrun og þannig var það á Flórída. Þar var hún í hálft annað ár en kom þá heim og gerð- ist deildarstjóri á gjörgæsludeild FSA. Ferðafiðringurinn sagði til sín eftir nokkur ár og 1990 hélt hún af stað og nú ekki styttra en til Ástralíu þar sem hennar biðu tvö viðburðarík ár. „Það var gam- an en líka mjög erfitt,“ rifjar hún upp og lýsir því nánar. „Ég var fyrst á gjörgæsludeild í Sydney en fór síðan norður í land þegar haustaði, þar inn á ráðningar- skrifstofu og var komin út í eyði- mörk eftir þrjá daga að vinna á heilsugæslustöð hjá svörtum frumbyggjum. Það var mjög sér- stakt lið og ólíkt okkur. Sem dæmi má nefna mjög flókið nafnakerfi til þess að koma í veg fyrir inn- byrðis blóðblöndun, fjórir flokkar af kvennöfnum með fjórum nöfn- um hver og átta tveggja nafna flokkar hjá körlum. Svo rúllar þetta þannig að ef þú heitir þessu nafni þá máttu giftast manni af þinni kynslóð sem heitir annað hvort þetta eða hitt og karlarnir eiga margir tvær konur hver. Ást á milli karls og konu er sjaldgæf en börnin fæðast og það mikið af þeim. Ég var þarna í tæpt ár og við tókum á því brýnasta eins og næringarástandi barnanna og sýkingum sem mikið er af því þrifnaðurinn er ekki eins og okk- ur dettur í hug.“ Eftir þessa reynslu var Sólveig að vinna á slysadeild á Akureyri í sjö ár en fór þá til Bretlands og vann í London í eitt ár. „Maður verður að nýta mögu- leikana,“ segir hún hress. „Hjúkr- unarmenntunin er þannig að þetta er hægt og ef maður þorir þá er þetta ofboðslega gaman.“ gun@frettabladid.is Sólveig með frumbyggjabarn í Ástralíu í fanginu. Hjúkrunarmenntun gildir hvar sem er: Fór til Ástralíu og Flórída Jennifer Lopez fær toppeinkunn fyrir snyrtimennsku en gæti þurft að bæta samskiptastílinn þar sem henni helst ekki á eiginmanni. Spurning í könnun: Hvað af eftirtöldu spilar stærstan þátt í orðspori starfsmanns á vinnustað? Samskiptastíll 49% Hvernig manneskja hagar sér í fjarveru yfirmanns 31% Hve oft leitað er til manneskjunnar með vandamál 15% Snyrtimennska 3% Annað 1% Óviss 1% Ráð til að bæta samskipti á vinnustaðnum: · Hafðu það stutt og laggott. Hvort sem það er tölvupóstur eða fundur þá ættirðu að hafa allar athugasemdir stuttar og hnitmið- aðar. Fólk sem hefur nóg fyrir stafni kann að meta hnitmiðað og röskt fólk. · Vertu kurteis. Ekki gleyma að þakka fyrir þig og hjálpaðu þeim sem þarfnast aðstoðar. Ef þú hjálpar fólki þá mun það hjálpa þér. · Passaðu málfarið. Vandaðu þig við tölvupóstssmíði og veldu orðin vel. Gerðu það alveg ljóst hvað þú vilt eða þarfnast og lestu síðan skilaboðin yfir einu sinni eða tvisvar, bæði með hjálp tölvunnar og augna þinna. · Hlustaðu. Gefðu þeim sem þú talar við þína óskertu athygli. Ekki klára setningar annarra eða grípa frammí fyrir fólki. - mest lesna blað landsins Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 16 (02) Allt atvinna 24.7.2004 19:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.