Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 18
ÍTR óskar eftir starfsfólki í frístundaheimili Vegna mikilla vinsælda vill ÍTR ráða hlutastarfsmenn í 30% og 50% stöður í frístundaheimili við skóla í Árbæ, Grafarvogi, Vesturbæ, Austurbæ og Breiðholti. Hæfniskröfur: Reynsla af starfi með börnum og hæfni í samskiptum. Vinnutími frá kl. 13.00 eða síðar. Frístundaheimili ÍTR bjóða upp á þjónustu fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst. Nánari upplýsingar veita: ÁRBÆR: Elísabet Þóra Albertsdóttir deildarstjóri í Árseli, sími 567 1740, netfang: elisabeta@itr.is og Jóhannes Guðlaugsson forstöðumaður Ársels, sími 567 1740, netfang: joi@itr.is GRAFARVOGUR: Bjarney Magnúsdóttir verkefnisstjóri í Gufunesbæ, sími 520 2300, netfang bjarneym@itr.is og Atli Steinn Árnason forstöðumaður Gufunesbæjar, sími 520 2300 netfang: atli@itr.is VESTURBÆR: Steinunn Gretarsdóttir deildarstjóri í Frostaskjóli, sími 562 2120, netfang: steinunng@itr.is og Guðrún Kaldal forstöðumaður Frostaskjóls, sími 562 2120, netfang: kaldal@itr.is AUSTURBÆR: Kolbrún Pálsdóttir deildarstjóri í Tónabæ, sími 510 8800, netfang: kolbrunp@itr.is og Ásdís Ásbjörnsdóttir forstöðumaður Tónabæjar, sími 510 8800, netfang: asdis@itr.is BREIÐHOLT: Guðrún Snorradóttir deildarstjóri í Miðbergi, sími 557 3550, netfang: gudrunsn@itr.is og Óskar Dýrmundur Ólafsson, forstöðumaður Miðbergs, sími 557 3550, netfang: oskar@itr.is Sölumaður auglýsinga Vantar nú þegar harðduglegan sölumann í auglýsingadeild Birtu. Viðkomandi verður að hafa góða reynslu af almennri sölumennsku og reynsla í auglýsingasölu er mikill kostur. Ætlumst til lipurðar í mannlegum samskipt- um og brennandi áhuga á sölu í fjölmiðla. Við bjóðum föst laun og árangurstengda bónusa sem og skemmtilegt og lifandi starfsumhverfi. Umsóknir sendist til Fréttar, Skaftahlíð 24, b.t. Marteinn Jónasson eða á netfangið marteinn@frettabladid.is fyrir 29. júlí. Birta er vikulegt tímarit sem fylgir Fréttablaðinu á hverjum föstudegi. Það er mest lesna tímarit landsins samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup og hefur verið í mikilli sókn á auglýsingamarkaði. ÚTBOÐ Fasteignastofa Reykjavíkurborgar: Knattspyrnufélag Reykjavíkur, gervigrasvöllur, jarð- vinna 1. áfangi. Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar, frá og með þriðjudeginum 14. október. Opnun tilboða: 27. október 2003 kl. 10:00, á sama stað. Knattspyrnufélagið Fram, gervigrasvöllur, jarðvinna 1. áfangi. Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á skrifstofu okkar, frá og með þriðjudeginum 14. október. Opnun tilboða: 23. október 2003 kl. 10:00, á sama stað. Reglubundið viðhald brunaviðvörunarkerfa í 19 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, frá og með þriðjudeginum 14. október, gegn 5000.- kr. skilatrygg- ingu Opnun tilboða: 28. október 2003 kl. 10:30, á sama stað. Gatnamálastofa Reykjavíkurborgar: Götusalti 2004 - 2008, EES-útboð. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000,- á skrifstofu okkar, frá og með þriðjudeginum 14. október. Opnun tilboða: 4. desember 2003 kl. 11:00, á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKUR Fríkirkjuvegi 3 – 101 Reykjavík Sími 570 5800 – Bréfsími 561 1120 Netfang: isr@rhus.rvk.is http://www.reykjavik.is/innkaupastofnun Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn – samstarfsaðili fyrir þróunarverk- efnið: Nýbygging, söfn, leiktæki og fl. Innkaupastofun Reykjavíkur f.h. Fjölskyldu - og hús- dýragarðsins, leitar að samstarfsaðila um þróunarverk- efnið: Nýbygging, söfn, leiktæki og fl. Auglýst er eftir umsóknum aðila sem hafa áhuga á sam- starfi um að þróa nýbyggingu í tengslum við núverandi rekstur garðsins. Nýbyggingin gæti t.d. hýst vísindasafn, vísi að sjávardýra- safni, ný leiktæki, verslanir, veitingaaðstöðu og hugsan- lega annan tengdan rekstur, sem og nýjan aðalinngang í garðinn. Samstarfsaðilanum er ætlað að fjármagna hús og tæki, hanna og byggja húsið og annast rekstur þess, að hluta til í samstarfi við b rgaryfirvöld og Fjölskyldu - og hús- dýragarðinn. Verkefn ð er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Gögn varðandi verkefnið fást hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, 25. ágúst 2004, merktum: ÍTR 10344 - „Samstarfsaðili fyrir þróunarverkefnið: Nýbygging, söfn, leiktæki og fl..“ 10344 Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar aug- lýsir hér með tillögu að breytingu á aðal- skipulagi Seltjarnarness 1981-2001 sam- kvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyting- um. Breytingartillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og afmarkast í grófum dráttum af Suðurströnd, Nesvegi, Kirkju- braut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsa- skóla og opnu svæði austan Bakkavarar. Helstu breytingar frá gildandi skipulagi eru eftirfarandi: • Opið grænt svæði við Suðurströnd og lítill hluti svæðis opinberra stofnana norðan þess breytist í íbúðarsvæði. • Mörk svæðis opinberra stofnana norðan Suðurstrandar breytist lítillega við Val- húsaskóla til suðurs, við sundlaug og heilsugæslustöð til vesturs og við Mýrar- húsaskóla til suðurs. • Reitur á Hrólfsskálamel, austan við íþróttahús, breytist úr svæði opinberra stofnanna í opið svæði til sérstaka nota. • Reitur á Hrólfsskálamel, á norðvestur- horni Suðurstrandar og Nesvegar, breyt- ist úr verslunarstarfsemi /miðbæjar- svæði og blandaðri landnotkun opin- berra stofnana og iðnaðar í miðsvæði. • Reitur á suðvesturhorni Suðurstrandar og Nesvegar breytist úr svæði opinberra stofnana, opnu grænu svæði og svæði fyrir bílastæði í miðsvæði. • Reitur sunnan Suðurstrandar (svæði leikskóla) breytist úr svæði opinberra stofnana og opnu grænu svæði í svæði fyrir þjónustustofnanir. • Gert er ráð fyrir að Suðurströnd geti hliðrast um 0-2 metra til suðurs innan skipulagssvæðisins. Nánar um tillöguna vísast til kynningar- gagna. Breytingartillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnar- ness Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 23. júlí 2004 til og með 20. ágúst 2004. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarness eigi síðar en 3. september 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Seltjarnarnesi 23. júlí 2004, bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Aðalfundur Leigjendasamtakanna! Aðalfundur Leigjendasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 29. júlí n.k., kl. 17:00, að Hlíðasmára 15, Kópavogi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Allir eru velkomnir. Stjórnin. 4 ATVINNA Pizzubakari óskast Veitingahúsið Ítalía óskar eftir að ráða pizzubakara í fullt starf frá 1. sept. n.k. Unnið er á vöktum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af pizzubakstri í eldofni. Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum milli kl. 14 og 17. Veitingahúsið Ítalía, Laugavegi 11. 17/18/31 Rað augl 24.7.2004 17:55 Page 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.