Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 25. júlí 2004 vikna námskeið hefjast 4. ágúst Skráning er hafin á eftirtalin námskeið: • Lokaðir aðhaldshópar 3x í viku • Rope yoga 3x í viku Innifalið: Þrír lokaðir hóptímar, frjáls aðgangur í alla opna tíma á stundaskrá og æfinga- áætlun í tækjasal hjá þjálfurum World Class í Laugum og Spönginni. Aðgangur að Laugardalslauginni. Sjá úrval opinna tíma á www.worldclass.is www.worldclass.is Laugar s. 553 0000 www.worldclass.is Ívar Guðmundsson, útvarps- maður með meiru, hefur leikið í utandeildinni í ein níu ár og kann því vel. „Það má segja að Utandeildin sé sambland af strákum sem eru komnir á aldur og vildu hægja ferðina í deilda- boltanum og svo ungum strákum sem hættu af ýmsum ástæðum þegar þeir voru komnir upp í meistaraflokk,“ segir Ívar sem leikur með FC Puma, sigur- sælasta liði utandeildarinnar. „Deildin hefur stækkað frá ári til árs. Í byrjun voru tuttugu lið sem kepptu í tveimur riðlum en nú eru liðin hátt í fimmtíu.“ Ívar segir að mörg frambæri- leg lið taki þátt í Utandeildinni sem og leikmenn. „Af fimmtíu liðum eru að minnsta kosti 18-20 lið sem spila fínan bolta. Það hafa nokkur lið farið yfir í þriðju deildina og staðið sig ágætlega.“ Ívar er 38 ára og viðurkennir fúslega að hann sé með eldri mönnum sem leiki í Utandeild- inni. „Það eru að vísu tveir eldri sem leika með mér og við þurf- um talsvert að hafa fyrir hlutun- um. En það er alltaf gaman að reyna sig gegn yngri leikmönn- um og það heldur okkur á tán- um,“ segir Ívar. „Það sem bjarg- ar mér er að ég æfi á fullu, bæði í fitness og öðru. En ég finn að það hægist á mér og hné og ökkl- ar eru lengur að jafna sig en áður.“ Ívar vill ekki meina að leik- menn Utandeildarinnar séu gróf- ari en gengur og gerist. „Dómar- arnir hafa náð að halda leiknum niðri og það er ekki leikinn eins grófur bolti og í 2. og 3. deild- inni,“ segir Ívar sem lék með Haukum á árum áður. „Ég hef ekki orðið var við mikil meiðsli á þeim tíma sem ég hef spilað í Utandeildinni en vissulega kem- ur það fyrir að menn meiðast.“ Ívar segir Utandeildina vera fína viðbót við fótboltaáhuga landans. „Þetta er frábært tæki- færi fyrir vini og félaga að keppa. Áður fyrr voru það bara firmamótin og þá var leikinn sjö manna bolti en í Utandeildinni eru ellefu í hvoru liði. Það sést kannski best hvað gróskan er mikil í þessari deild að það eru jafnmörg lið í henni og í deildun- um hjá KSÍ.“ ■ ÍVAR GUÐMUNDSSON Leikur með FC Puma sem fjórum sinnum hefur sigrað deildina á undanförnum áratug. Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður og leikmaður FC Puma: Frambærileg lið í Utandeildinni Það eru að vísu tveir eldri sem leika með mér og við þurfum talsvert að hafa fyrir hlutunum. En það er alltaf gaman að reyna sig gegn yngri leik- mönnum... ,, 14-35(15) helgarefni 24.7.2004 19:20 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.