Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 24
16 25. júlí 2004 SUNNUDAGUR Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, hefur haft nóg að gera síðustu mánuði en mjög hefur mætt á nefndinni sem hef- ur fengist við ýmis erfið mál, ekki síst fjölmiðlamálið um- deilda. Bjarni hefur sinnt þessu starfi af röggsemi og yfirvegun sem tekið hefur verið eftir. Sjálf- ur segir hann samstarf innan nefndarinnar hafa verið mjög gott og samstaða verið um að ljúka málum. Fjölmiðlamálið er tvímæla- laust umdeildasta málið sem kom fyrir nefndina en lyktir málsins urðu þær að ríkisstjórn- in dró frumvarp sitt um fjöl- miðla til baka. „Auðvitað er óheppilegt þegar mál sem teflt er fram og fylgt eftir af jafn- miklum þunga nær ekki fram að ganga. Það er óánægja með það innan míns þingflokks. En ég held að þegar fram líða stundir verði tæplega hægt að segja að þessi niðurstaða hafi skaðað rík- isstjórnina sérstaklega,“ segir Bjarni. Eftirsjá að forsætisráðherrastólnum Í kjölfar þess að ríkisstjórnin dró fjölmiðlafrumvarpið til baka hafa nokkrar umræður orðið um það hvort afnema eigi málskots- rétt forsetans. „Ég tel ekki aug- ljóst að fella eigi niður synjunar- vald forsetans án þess að neitt annað komi í staðinn,“ segir Bjarni. „Mér finnst koma mjög til álita að færa inn í stjórnar- skrána ákvæði þess efnis að til- tekið hlutfall kosningabærra manna geti farið fram á þjóðar- atkvæði um ákveðið mál. Ef sá réttur er tryggður í stjórnarskrá þá sé ég ekki að sama þörf sé á þeim öryggisventli sem menn hafa kallað 26. greinina. En í öllu falli tel ég mikilvægt og alveg skýrt að þinginu er heimilt að fella brott lög sem forseti hefur synjað.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur leitt þessa ríkisstjórn af mikilli ákveðni og festu. Eru ekki nokkur vonbrigði fyrir ykkur sjálfstæðismenn að sjá á bak for- sætisráðherrastólnum til Hall- dórs Ásgrímssonar? „Davíð Oddsson hefur stýrt ríkisstjórninni af mikilli farsæld og oft þarf ákveðni til að leiða mál til lykta. Ég tel að forsætis- ráðherratíðar hans verði minnst í sögunni sem einhvers mesta hagsældartímabils í sögu þjóðar- innar. Þingflokkurinn samþykkti með miklum trega að láta sam- starfsflokknum eftir forsætis- ráðherraembættið. Forsætisráð- herra lagði áherslu á að hann væri sáttur við þessa niðurstöðu sem verður að sjálfsögðu að skoða í samhengi við stjórnar- sáttmálann í víðu samhengi, til dæmis um að Sjálfstæðisflokk- urinn fær viðbótarráðuneyti þegar Halldór Ásgrímsson tekur við. Það má færa fyrir því gild rök að þetta samkomulag hafi verið til þess fallið að styrkja stjórnarsamstarfið og auk þess má velta því fyrir sér hvort það sé heppilegt fyrir flokkinn að vera samfellt í forsætisráð- herrastóli lengur en nú er orðið. Það varð sátt um þessa niður- stöðu en líka viss eftirsjá.“ Starfa eftir sannfæringu Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins halda því oft fram að innan flokksins ríki heragi þar sem engum leyfist að vera á annarri skoðun en formaðurinn og segja þetta endurspeglast vel í fjöl- miðlamálinu svonefnda. „Formaður flokksins hefur mjög sterkar og ákveðnar skoð- anir í fjölmiðlamálinu en ég kannast alls ekki við að mönnum leyfist ekki að hafa aðrar skoðan- ir en hann,“ segir Bjarni. „Ég lít á það sem eina af skyldum mínum að koma mínum sjónarmiðum á framfæri innan þingflokksins og starfa á þingi eftir sannfæringu minni en ekki eftir agavaldi. Innan míns þing- flokks hafa komið fram ýmis sjónarmið í fjölmiðlamálinu sem formaðurinn er ekki endilega sammála. Þá ræða menn málin og það er eðlilegt og lýðræðislegt að slík umræða fari fram. Það væri ekki viðunandi ef þingmenn tækju sér ítrekað skoðanir sínar eða skammtímahagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þing- flokksins án þess að því fylgi sannfærandi rökstuðningur. Það er í mörgum málum þann- ig að heildarhagsmunir þing- flokksins eru að mati þingmanna meiri heldur en þær athuga- semdir sem þeir hafa fram að færa við efnislegar hliðar á mál- inu. Ef menn kalla þetta agavald þá hlýt ég að spyrja hvers konar þing vilja menn sjá hér. Ég held að öndverðan væri agalaust þing, glundroði og upplausn.“ Það hlýtur að koma að því að for- mannsslagur verði innan Sjálf- stæðisflokksins. Menn nefna nöfn Björns Bjarnasonar og Geirs H. Haarde í því sambandi. Ef þeir byðu sig fram hvorn myndir þú styðja? „Ég tel ekki tímabært að velta þessu fyrir sér, sérstaklega þar sem ekkert liggur fyrir um að Davíð ætli að hætta. Það er eðli- legt að Geir sem varaformaður muni sækjast eftir formennsk- unni en hann og Björn væru að mínu mati báðir mjög hæfir for- ystumenn fyrir flokkinn. Á þessu stigi málsins finnst mér óviðeig- andi að lýsa yfir stuðningi við annan umfram hinn. Ég vonast einfaldlega til að Davíð nái full- um bata, hann hefur fullan stuðn- ing flokksmanna.“ Yrði ekki erfitt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn ef Davíð hætti afskipt- um af stjórnmálum? „Það getur vel verið að ákveðið tómarúm myndaðist um tíma en endurnýjun á forystu er nokkuð sem allir stjórnmálaflokkar ganga í gegnum. Formannsskipti kynnu að vera sársaukafull fyrir suma sjálfstæðismenn en ég held að langtímaáhrifin yrðu af- skaplega lítil. Innan flokksins er mikið af frambærilegu fólki þannig að takast ætti að endur- nýja forystuna með farsælum hætti.“ Stefni á ráðherrastól Bjarni er af hinni frægu Engeyj- arætt, sonur Benedikts Sveins- sonar, og alnafni eins mesta stjórnmálamanns Íslendinga á 20. öld. Hann segir enga kvöð fylgja ætt eða nafni: „Ég hef borið þetta nafn frá því að ég var skírður og hef haft ágætan tíma til að venjast því að fólk staldri við þegar það heyrir nafnið mitt. Ég er stoltur af því að bera nafnið og sömuleiðis er ég stoltur af skyldleika mínum við ættmennin sem hafa tekið þátt í stjórnmálum. Ég hef sér- staka ánægju af því að starfa í þingflokki með frændum mín- um, Birni Bjarnasyni og Halldóri Blöndal. Það hefur gefið mér tækifæri til að umgangast þá og kynnast betur og með öðrum hætti en hingað til. Ég held að mér hafi tekist bærilega að takast á við verkefn- in og legg mig fram um að leysa úr þeim hverju sinni. Ég er lítið upptekinn af því hvernig heildar- árangur minn verður metinn, tel skynsamlegra að einbeita mér að mínum daglegu verkefnum eins vel og samviskusamlega og mér er unnt.“ Áður en Bjarni gerðist þingmað- ur starfaði hann sem lögmaður. Af hverju hvarf hann frá góðu starfi til að fara í þingmennsku sem stundum heyrist sagt að sé annasamt starf, ekki sérlega vel launað og vanþakklátt? „Það var leitað eftir því að ég tæki 5. sæti á listanum í suðvest- ur-kjördæmi. Ég gerði mér grein fyrir því að verið væri að bjóða mér spennandi tækifæri til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Mér finnst ungt fólk hafa nokkuð óheppilega og neikvæða mynd af stjórnmálamönnum. Það gleymist oft hversu miklu stefna stjórnvalda í stærri mála- flokkum skiptir fyrir velsæld þjóðarinnar. Ég tel að það hafi tekist sérstaklega vel til síðustu 13 árin, allt frá því að Davíð Oddsson tók við með nýjar áherslur. Það er mjög mikilvægt að mínu áliti að ungt fólk axli ábyrgð og taki þátt í að móta samfélagið en sitji ekki bara á hliðarlínunni og gagnrýni stjórn- málamenn. Ég hef þörf fyrir að láta gott af mér leiða og ég vonast til að sú endurnýjun sem varð í síðustu kosningum komi til með að brey- ta ímynd minnar kynslóðar á stjórnmálastarfi. Þjóðin býr við velsæld og Starfa ekki eftir agavaldi Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur vakið athygli fyrir störf sín sem formaður allsherjarnefndar og veðjað er á hann sem framtíðarmann í stjórnmálum. BJARNI BENEDIKTSSON Bjarni á tvö börn og er hér með syni sínum Benedikt. Von er á þriðja barninu í heiminn næstu daga. „Starf þingmanns snýst að ákveðnu leyti um hugmyndafræði og aðferðir við að leiða mál til lykta. Þetta er ekki eitthvert handverk sem maður vinnur niðri á þingi og skilur eftir þegar maður fer heim.“ Ég er stoltur af því að bera nafnið og sömuleiðis er ég stoltur af skyldleika mínum við ætt- mennin sem hafa tekið þátt í stjórnmálum. ,, 36-37 (16-17) Helgarefni 24.7.2004 20:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.